„Vefiðnaðurinn er síbreytilegur og best í stakk búinn til að aðlagast breyttum aðstæðum,“ segir Þórlaug Ágústsdóttir, formaður Samtaka Vefiðnaðarins (SVEF).
Samtökin boða til Iceweb 2008, alþjóðlegrar tveggja daga ráðstefnu um vefmál, sem hefst á morgun. Yfirskriftin er „Breytingar“ og vísar til þess að vefurinn sé í stöðugri mótun.
„Þarna gefst tækifæri til að hitta framvarðarsveitina í vefmálum,“ segir Þórlaug en á ráðstefnunni halda nokkrir heimsþekktir sérfræðingar erindi. - jab

