Ráðherra líst vel á sölu á Kaupþingi Ingimar Karl Helgason skrifar 15. október 2008 18:00 Rætt er um að lífeyrissjóðirnir kunni að eignast 51 prósents hlut í Kaupþingi, en ótilgreindir fjárfestar það sem eftir stendur. Vísir/GVA „Það væri mikil og ljós birta í þessu öllu saman og ég vona svo sannarlega að þetta gangi hjá þeim,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Fram hefur komið að nokkrir stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sýnt því áhuga að kaupa starfsemi og eignir Kaupþings.Björgvin segir gríðarlega mikilvægt að reyna að koma málum svo fyrir að „ríkið sitji ekki með alla stóru bankana þrjá í fanginu, heldur væri hérna einn einkarekinn banki áfram“. Viðskiptaráðherra var ekki kunnugt um að formlegt tilboð hefði verið lagt inn til skilanefndar Kaupþings um hádegið í gær. Ekki náðist í Finn Sveinbjörnsson skilanefndarformann síðdegis. Þá voru margir fundir um málið í gangi. Menn sem Markaðurinn náði tali af sögðu að ganga þyrfti frá mörgum lausum endum áður en nokkuð yrði tilkynnt. Óvíst var um stöðu formlegra viðræðna eða tilboðs þegar Markaðurinn fór í prentun. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem er sett yfir skilanefndina, vildi fátt segja um málið í gær. „Ég get því miður ekki tjáð mig um það á þessi stigi. En við munum að sjálfsögðu gefa upplýsingar um leið og við getum.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lífeyrissjóðirnir myndu eignast 51 prósents hlut í bankanum, en ótilgreindir fjárfestar afganginn. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er búið að stofna Nýja Glitni og Nýja Landsbanka. Nýja Kaupþing hefur ekki verið stofnað, ef marka má fyrirtækjaskrá og Lögbirtingablað síðdegis í gær. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sagt að ganga þyrfti frá kaupunum áður en nýr banki yrði stofnaður. Hugmyndin væri að kaupa innlendan hluta Kaupþings og að einhverju leyti erlendan hluta. Lífeyrissjóðir sem hlut eiga að máli eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Stafir. „Ég held að það deili enginn um það að Kaupþing hafi verið með vel rekna bankaþjónustu. Í mínum huga er það ekkert slæm framtíðarsýn að hér sé rekinn traustur ríkisbanki og við hans hlið traustur markaðsbanki,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og varaformaður stjórnar LSR. Markaðir Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Það væri mikil og ljós birta í þessu öllu saman og ég vona svo sannarlega að þetta gangi hjá þeim,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Fram hefur komið að nokkrir stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sýnt því áhuga að kaupa starfsemi og eignir Kaupþings.Björgvin segir gríðarlega mikilvægt að reyna að koma málum svo fyrir að „ríkið sitji ekki með alla stóru bankana þrjá í fanginu, heldur væri hérna einn einkarekinn banki áfram“. Viðskiptaráðherra var ekki kunnugt um að formlegt tilboð hefði verið lagt inn til skilanefndar Kaupþings um hádegið í gær. Ekki náðist í Finn Sveinbjörnsson skilanefndarformann síðdegis. Þá voru margir fundir um málið í gangi. Menn sem Markaðurinn náði tali af sögðu að ganga þyrfti frá mörgum lausum endum áður en nokkuð yrði tilkynnt. Óvíst var um stöðu formlegra viðræðna eða tilboðs þegar Markaðurinn fór í prentun. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem er sett yfir skilanefndina, vildi fátt segja um málið í gær. „Ég get því miður ekki tjáð mig um það á þessi stigi. En við munum að sjálfsögðu gefa upplýsingar um leið og við getum.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lífeyrissjóðirnir myndu eignast 51 prósents hlut í bankanum, en ótilgreindir fjárfestar afganginn. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er búið að stofna Nýja Glitni og Nýja Landsbanka. Nýja Kaupþing hefur ekki verið stofnað, ef marka má fyrirtækjaskrá og Lögbirtingablað síðdegis í gær. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sagt að ganga þyrfti frá kaupunum áður en nýr banki yrði stofnaður. Hugmyndin væri að kaupa innlendan hluta Kaupþings og að einhverju leyti erlendan hluta. Lífeyrissjóðir sem hlut eiga að máli eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Stafir. „Ég held að það deili enginn um það að Kaupþing hafi verið með vel rekna bankaþjónustu. Í mínum huga er það ekkert slæm framtíðarsýn að hér sé rekinn traustur ríkisbanki og við hans hlið traustur markaðsbanki,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og varaformaður stjórnar LSR.
Markaðir Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira