Mannréttindabrot kvótakerfisins Björgvin Guðmundsson skrifar 11. september 2008 04:30 Sjávarútvegsráðherra hefur lofað Mannréttindanefnd SÞ því að kvótakerfið verði endurskoðað. Ekkert er þó farið að gera enn varðandi endurskoðun kerfisins. Sjómaður, Ásmundur Jóhannsson frá Sandgerði, réri kvótalaus til þess að mótmæla ranglæti kerfisins. Hann verður sjálfsagt ákærður. Hann segist munu kæra niðurstöðu dómsins til Mannréttindadómstóls Evrópu. Búist er við að margir fylgi fordæmi sjómannsins frá Sandgerði og rói kvótalausir. Er búist við að hreyfing muni myndast og landsmenn rísi upp gegn hinu rangláta kerfi. Ég fagna því ef svo verður. Kvótakerfið var sett á með ranglátum hætti og framkvæmt á ósanngjarnan hátt samkvæmt úrskurði Mannréttindanefndar SÞ. Kvótakerfið er mesta ranglæti Íslandssögunnar. Það er verið að úthluta tiltölulega fáum útvöldum fríum gæðum,sem þeir geta braskað með og selt fyrir milljarða króna. Margir hafa gengið út úr greininni með fullar hendur fjár enda þótt þeir hafi fengið gæðin frítt. Þetta eru mannréttindabrot. Það eiga allir þegnar að sitja við sama borð og það jafnrétti er stjórnarskrárvarið. Ég tel að þessi mismunun sé brot á stjórnarskránni. Í þingkosningunum 2003 lagði Samfylkingin höfuðáherslu á kvótakerfið og nauðsynlegar breytingar á því. Flokkurinn setti þá fram tillögur um svonefnda fyrningarleið. Æ fleiri hafa séð, að það er skynsamleg leið. Samfylkingin náði ágætum árangri í kosningunum 2003 en þó var sagt, að gagnrýnin á kvótakerfið hafi ekki fengið nægilegan hljómgrunn. Ég er ósammála því. Í kosningunum 2007 minntist Samfylkingin varla á kvótakerfið. Flokkurinn ýtti málinu út af borðinu til þess að greiða fyrir ríkisstjórn með íhaldinu. Þetta var forkastanlegt. Það var búið að boða félagshyggjustjórn en síðan fengu landsmenn ríkisstjórn með íhaldinu áfram. Samfylkingin kom inn í stað Framsóknar. Þetta voru mikil vonbrigði. En það hefði mátt réttlæta það ef Samfylkingin fengi einhver mikilvæg stefnumál í framkvæmd. Það hefur ekki orðið enn en vonandi verður svo. Það var hvergi samþykkt í Samfylkingunni að ýta kvótamálinu út af borðinu. Ákvörðun um það virðist hafa verið tekin af forustu flokksins. Ég er mjög óánægður með það og mótmæli því hér með sem félagi í Samfylkingunni og frambjóðandi í síðustu kosningum. Ég vænti þess samt að Samfylkingin sjái til þess að gerðar verði róttækar breytingar á kvótakerfinu í samræmi við óskir Mannréttindanefndar SÞ. Það verður að breyta kerfinu þannig að hætt verði að brjóta mannréttindi.Það er lágmarks breyting. - Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra hefur lofað Mannréttindanefnd SÞ því að kvótakerfið verði endurskoðað. Ekkert er þó farið að gera enn varðandi endurskoðun kerfisins. Sjómaður, Ásmundur Jóhannsson frá Sandgerði, réri kvótalaus til þess að mótmæla ranglæti kerfisins. Hann verður sjálfsagt ákærður. Hann segist munu kæra niðurstöðu dómsins til Mannréttindadómstóls Evrópu. Búist er við að margir fylgi fordæmi sjómannsins frá Sandgerði og rói kvótalausir. Er búist við að hreyfing muni myndast og landsmenn rísi upp gegn hinu rangláta kerfi. Ég fagna því ef svo verður. Kvótakerfið var sett á með ranglátum hætti og framkvæmt á ósanngjarnan hátt samkvæmt úrskurði Mannréttindanefndar SÞ. Kvótakerfið er mesta ranglæti Íslandssögunnar. Það er verið að úthluta tiltölulega fáum útvöldum fríum gæðum,sem þeir geta braskað með og selt fyrir milljarða króna. Margir hafa gengið út úr greininni með fullar hendur fjár enda þótt þeir hafi fengið gæðin frítt. Þetta eru mannréttindabrot. Það eiga allir þegnar að sitja við sama borð og það jafnrétti er stjórnarskrárvarið. Ég tel að þessi mismunun sé brot á stjórnarskránni. Í þingkosningunum 2003 lagði Samfylkingin höfuðáherslu á kvótakerfið og nauðsynlegar breytingar á því. Flokkurinn setti þá fram tillögur um svonefnda fyrningarleið. Æ fleiri hafa séð, að það er skynsamleg leið. Samfylkingin náði ágætum árangri í kosningunum 2003 en þó var sagt, að gagnrýnin á kvótakerfið hafi ekki fengið nægilegan hljómgrunn. Ég er ósammála því. Í kosningunum 2007 minntist Samfylkingin varla á kvótakerfið. Flokkurinn ýtti málinu út af borðinu til þess að greiða fyrir ríkisstjórn með íhaldinu. Þetta var forkastanlegt. Það var búið að boða félagshyggjustjórn en síðan fengu landsmenn ríkisstjórn með íhaldinu áfram. Samfylkingin kom inn í stað Framsóknar. Þetta voru mikil vonbrigði. En það hefði mátt réttlæta það ef Samfylkingin fengi einhver mikilvæg stefnumál í framkvæmd. Það hefur ekki orðið enn en vonandi verður svo. Það var hvergi samþykkt í Samfylkingunni að ýta kvótamálinu út af borðinu. Ákvörðun um það virðist hafa verið tekin af forustu flokksins. Ég er mjög óánægður með það og mótmæli því hér með sem félagi í Samfylkingunni og frambjóðandi í síðustu kosningum. Ég vænti þess samt að Samfylkingin sjái til þess að gerðar verði róttækar breytingar á kvótakerfinu í samræmi við óskir Mannréttindanefndar SÞ. Það verður að breyta kerfinu þannig að hætt verði að brjóta mannréttindi.Það er lágmarks breyting. - Höfundur er viðskiptafræðingur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun