Mannréttindabrot kvótakerfisins Björgvin Guðmundsson skrifar 11. september 2008 04:30 Sjávarútvegsráðherra hefur lofað Mannréttindanefnd SÞ því að kvótakerfið verði endurskoðað. Ekkert er þó farið að gera enn varðandi endurskoðun kerfisins. Sjómaður, Ásmundur Jóhannsson frá Sandgerði, réri kvótalaus til þess að mótmæla ranglæti kerfisins. Hann verður sjálfsagt ákærður. Hann segist munu kæra niðurstöðu dómsins til Mannréttindadómstóls Evrópu. Búist er við að margir fylgi fordæmi sjómannsins frá Sandgerði og rói kvótalausir. Er búist við að hreyfing muni myndast og landsmenn rísi upp gegn hinu rangláta kerfi. Ég fagna því ef svo verður. Kvótakerfið var sett á með ranglátum hætti og framkvæmt á ósanngjarnan hátt samkvæmt úrskurði Mannréttindanefndar SÞ. Kvótakerfið er mesta ranglæti Íslandssögunnar. Það er verið að úthluta tiltölulega fáum útvöldum fríum gæðum,sem þeir geta braskað með og selt fyrir milljarða króna. Margir hafa gengið út úr greininni með fullar hendur fjár enda þótt þeir hafi fengið gæðin frítt. Þetta eru mannréttindabrot. Það eiga allir þegnar að sitja við sama borð og það jafnrétti er stjórnarskrárvarið. Ég tel að þessi mismunun sé brot á stjórnarskránni. Í þingkosningunum 2003 lagði Samfylkingin höfuðáherslu á kvótakerfið og nauðsynlegar breytingar á því. Flokkurinn setti þá fram tillögur um svonefnda fyrningarleið. Æ fleiri hafa séð, að það er skynsamleg leið. Samfylkingin náði ágætum árangri í kosningunum 2003 en þó var sagt, að gagnrýnin á kvótakerfið hafi ekki fengið nægilegan hljómgrunn. Ég er ósammála því. Í kosningunum 2007 minntist Samfylkingin varla á kvótakerfið. Flokkurinn ýtti málinu út af borðinu til þess að greiða fyrir ríkisstjórn með íhaldinu. Þetta var forkastanlegt. Það var búið að boða félagshyggjustjórn en síðan fengu landsmenn ríkisstjórn með íhaldinu áfram. Samfylkingin kom inn í stað Framsóknar. Þetta voru mikil vonbrigði. En það hefði mátt réttlæta það ef Samfylkingin fengi einhver mikilvæg stefnumál í framkvæmd. Það hefur ekki orðið enn en vonandi verður svo. Það var hvergi samþykkt í Samfylkingunni að ýta kvótamálinu út af borðinu. Ákvörðun um það virðist hafa verið tekin af forustu flokksins. Ég er mjög óánægður með það og mótmæli því hér með sem félagi í Samfylkingunni og frambjóðandi í síðustu kosningum. Ég vænti þess samt að Samfylkingin sjái til þess að gerðar verði róttækar breytingar á kvótakerfinu í samræmi við óskir Mannréttindanefndar SÞ. Það verður að breyta kerfinu þannig að hætt verði að brjóta mannréttindi.Það er lágmarks breyting. - Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra hefur lofað Mannréttindanefnd SÞ því að kvótakerfið verði endurskoðað. Ekkert er þó farið að gera enn varðandi endurskoðun kerfisins. Sjómaður, Ásmundur Jóhannsson frá Sandgerði, réri kvótalaus til þess að mótmæla ranglæti kerfisins. Hann verður sjálfsagt ákærður. Hann segist munu kæra niðurstöðu dómsins til Mannréttindadómstóls Evrópu. Búist er við að margir fylgi fordæmi sjómannsins frá Sandgerði og rói kvótalausir. Er búist við að hreyfing muni myndast og landsmenn rísi upp gegn hinu rangláta kerfi. Ég fagna því ef svo verður. Kvótakerfið var sett á með ranglátum hætti og framkvæmt á ósanngjarnan hátt samkvæmt úrskurði Mannréttindanefndar SÞ. Kvótakerfið er mesta ranglæti Íslandssögunnar. Það er verið að úthluta tiltölulega fáum útvöldum fríum gæðum,sem þeir geta braskað með og selt fyrir milljarða króna. Margir hafa gengið út úr greininni með fullar hendur fjár enda þótt þeir hafi fengið gæðin frítt. Þetta eru mannréttindabrot. Það eiga allir þegnar að sitja við sama borð og það jafnrétti er stjórnarskrárvarið. Ég tel að þessi mismunun sé brot á stjórnarskránni. Í þingkosningunum 2003 lagði Samfylkingin höfuðáherslu á kvótakerfið og nauðsynlegar breytingar á því. Flokkurinn setti þá fram tillögur um svonefnda fyrningarleið. Æ fleiri hafa séð, að það er skynsamleg leið. Samfylkingin náði ágætum árangri í kosningunum 2003 en þó var sagt, að gagnrýnin á kvótakerfið hafi ekki fengið nægilegan hljómgrunn. Ég er ósammála því. Í kosningunum 2007 minntist Samfylkingin varla á kvótakerfið. Flokkurinn ýtti málinu út af borðinu til þess að greiða fyrir ríkisstjórn með íhaldinu. Þetta var forkastanlegt. Það var búið að boða félagshyggjustjórn en síðan fengu landsmenn ríkisstjórn með íhaldinu áfram. Samfylkingin kom inn í stað Framsóknar. Þetta voru mikil vonbrigði. En það hefði mátt réttlæta það ef Samfylkingin fengi einhver mikilvæg stefnumál í framkvæmd. Það hefur ekki orðið enn en vonandi verður svo. Það var hvergi samþykkt í Samfylkingunni að ýta kvótamálinu út af borðinu. Ákvörðun um það virðist hafa verið tekin af forustu flokksins. Ég er mjög óánægður með það og mótmæli því hér með sem félagi í Samfylkingunni og frambjóðandi í síðustu kosningum. Ég vænti þess samt að Samfylkingin sjái til þess að gerðar verði róttækar breytingar á kvótakerfinu í samræmi við óskir Mannréttindanefndar SÞ. Það verður að breyta kerfinu þannig að hætt verði að brjóta mannréttindi.Það er lágmarks breyting. - Höfundur er viðskiptafræðingur.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun