Spákaupmaðurinn 28. maí 2008 00:01 Gömlu karlarnir Hann var góður í fyrradag, ellilífeyrisþeginn Bob Dylan. Sá gamli. Eins og alltaf. Hef nú farið á þetta sjö tónleika með karlinum í gegnum tíðina og með bestu plöturnar í Æfóninum. Fyrstu tónleikarnir eðlilega í grámóskulegu reykkófi fyrir einhverjum tuttugu árum og geymdir í gruggugri fortíð. En alltaf hefur hann verið góður, þessi bogni karlskröggur með hattinn og rámu röddina. Töffari fram í fingurgóma. Þegar tónleikunum lauk og karlinn stóð á sviðinu, baðaður í sviðsljósinu ásamt bandinu, datt mér aðeins einn maður í hug: Björgólfur gamli Guðmundsson. Enda jafnaldrar, 67 ára - löggiltir ellilífeyrisþegar. Töffarar, jafn flottir í tauinu og aftur komnir á hátindinn á ferlinum. Það getur ekki annað en dalað úr þessu, fyrir aldurs sakir, myndi ég segja. Assgotinn, hugsaði ég yfir viskíglasinu heima og hlustaði til skiptis á Highway 61 Revisited, Time out of Mind og aðrar perlur. Gott viskí, góðar plötur og fletti í gegnum netbankann á Lansavefnum. Fantafínir tónleikar. Auðvitað löngu búinn að gleyma því sem kom á milli. Og þá er ég að tala um mig, sem hef gleymt öllum leiðinlegu plötunum hans Bobba, Bob, sem hefur gleymt leiðinlegu árunum, og Björgólf, sem vill áreiðanlega ekki muna eftir gjaldþrotinu og öllu sem fylgdi á eftir Hafskipsmálinu. Enda hörmung - og þá er ég líka að tala um garmana sem Dylan gaf út í einhver tuttugu ár þar til Time out of Mind kom út. Ég er sjálfur á hátindinum núna. Kominn í hæstu hæðir. Og mun bara klífa hærra enda reikna ég ekki með að hrapa niður líkt og aðrir. Ég passa mig. Það þarf útsjónarsemi. Sýn á hlutina, skáldagáfu, þekkingu á góðu viskíi og hæfileika til að drjúpa á glasi á réttum tíma. Hannes Smára og þið hinir - allir fjárfestarnir þarna úti sem hafið farið flatt á skakkaföllum á markaði! Þið munuð koma aftur. Munið bara eftir Bob og Bjögga og þetta kemur. Sjáumst. Skál. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fleiri fréttir Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Sjá meira
Gömlu karlarnir Hann var góður í fyrradag, ellilífeyrisþeginn Bob Dylan. Sá gamli. Eins og alltaf. Hef nú farið á þetta sjö tónleika með karlinum í gegnum tíðina og með bestu plöturnar í Æfóninum. Fyrstu tónleikarnir eðlilega í grámóskulegu reykkófi fyrir einhverjum tuttugu árum og geymdir í gruggugri fortíð. En alltaf hefur hann verið góður, þessi bogni karlskröggur með hattinn og rámu röddina. Töffari fram í fingurgóma. Þegar tónleikunum lauk og karlinn stóð á sviðinu, baðaður í sviðsljósinu ásamt bandinu, datt mér aðeins einn maður í hug: Björgólfur gamli Guðmundsson. Enda jafnaldrar, 67 ára - löggiltir ellilífeyrisþegar. Töffarar, jafn flottir í tauinu og aftur komnir á hátindinn á ferlinum. Það getur ekki annað en dalað úr þessu, fyrir aldurs sakir, myndi ég segja. Assgotinn, hugsaði ég yfir viskíglasinu heima og hlustaði til skiptis á Highway 61 Revisited, Time out of Mind og aðrar perlur. Gott viskí, góðar plötur og fletti í gegnum netbankann á Lansavefnum. Fantafínir tónleikar. Auðvitað löngu búinn að gleyma því sem kom á milli. Og þá er ég að tala um mig, sem hef gleymt öllum leiðinlegu plötunum hans Bobba, Bob, sem hefur gleymt leiðinlegu árunum, og Björgólf, sem vill áreiðanlega ekki muna eftir gjaldþrotinu og öllu sem fylgdi á eftir Hafskipsmálinu. Enda hörmung - og þá er ég líka að tala um garmana sem Dylan gaf út í einhver tuttugu ár þar til Time out of Mind kom út. Ég er sjálfur á hátindinum núna. Kominn í hæstu hæðir. Og mun bara klífa hærra enda reikna ég ekki með að hrapa niður líkt og aðrir. Ég passa mig. Það þarf útsjónarsemi. Sýn á hlutina, skáldagáfu, þekkingu á góðu viskíi og hæfileika til að drjúpa á glasi á réttum tíma. Hannes Smára og þið hinir - allir fjárfestarnir þarna úti sem hafið farið flatt á skakkaföllum á markaði! Þið munuð koma aftur. Munið bara eftir Bob og Bjögga og þetta kemur. Sjáumst. Skál. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fleiri fréttir Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Sjá meira