Útilokar ekki að Versacold verði selt í heilu lagi í haust 4. september 2008 00:01 Goðafoss á fullri siglingu Stjórnendur Eimskipafélagsins vinna að því að því að bæta eiginfjárstöðuna með sölu eigna félagsins. Sindri Sindrason útilokar jafnvel ekki að Versacold, sem keypt var í fyrra, verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Stjórnarformaður Eimskips segir unnið að sölu eigna til að rétta við eiginfjárhlutfall félagsins. Hann útilokar ekki að Versacold Atlas verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Hugsanlegir kaupendur hafi þegar sýnt sig. „Þetta er í fullum undirbúningi og er raunar komið í gang. Áhugasamir aðilar hafa sýnt sig nú þegar," segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, um sölu á tilteknum eignum félagsins. Fram kom í uppgjöri félagsins fyrir annan fjórðung ársins að eiginfjárstaðan væri ekki nógu góð. Hún væri 14,4 prósent, en í mörgum lánasamningum félagsins væri kveðið á um betri stöðu. Afskriftir á breska fyrirtækinu Innovate skýra að mestu leyti lækkun eiginfjárhlutfallsins. Sindri segir að ýmislegt sé skoðað til að bæta stöðuna, til að mynda að selja kanadíska félagið Vesracold Atlas, að hluta eða öllu leyti. „Við höfum verið að vinna að því að selja ákveðnar eignir, eða einhvern hluta starfseminnar," segir Sindri. „Þetta er stórt í veltunni og mikið af skuldum fyrirtækisins er tengt þessu," segir Sindri, en bætir því við að ásættanlegt verð verði að fást fyrir Versacold eigi það að fara í heild sinni. Þessum málum öllum ætti að vera lokið fyrir áramót. Hann bætir því við að Eimskipafélagið eigi einnig ýmsar eignir sem ekki séu bundnar kjarnastarfsemi félagsins og sama eigi við um þær. Hann vill hins vegar lítt tíunda hverjar þær eru. Hann tekur hins vegar fram að fjárfestingin í Versacold Atlas hafi verið góð, en það var um mitt síðasta ár sem Eimskip gerði tugmilljarða króna yfirtökutilboð í félagið um mitt síðasta ár. „Sá gjörningur hefur gengið mjög vel. Markaðirnir hafa ekki verið góðir, en engu að síður ætti ekkert að koma í veg fyrir að við getum gert góða sölu." Sindri segir að einnig hafi komið til tals að Eimskiptafélagið færi í hlutafjárútboð, „en markaðurinn virðist ekki ginnkeyptur fyrir því nú um stundir," segir Sindri. Eimskipafélagið situr uppi með 280 milljóna Bandaríkjadala ábyrgð vegna XL Leisure Group. Sindri segir að alltaf hafi staðið til að losna við hana. Ljóst sé að XL hafi átt í vandræðum með endurfjármögnun. „Við vitum að þeir hafa unnið að þessu og vonumst til þess í lengstu lög að það takist." Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur ekki verið rætt um að afskrifa ábyrgðina, en það telji menn verstu hugsanlegu niðurstöðuna. ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Stjórnarformaður Eimskips segir unnið að sölu eigna til að rétta við eiginfjárhlutfall félagsins. Hann útilokar ekki að Versacold Atlas verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Hugsanlegir kaupendur hafi þegar sýnt sig. „Þetta er í fullum undirbúningi og er raunar komið í gang. Áhugasamir aðilar hafa sýnt sig nú þegar," segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, um sölu á tilteknum eignum félagsins. Fram kom í uppgjöri félagsins fyrir annan fjórðung ársins að eiginfjárstaðan væri ekki nógu góð. Hún væri 14,4 prósent, en í mörgum lánasamningum félagsins væri kveðið á um betri stöðu. Afskriftir á breska fyrirtækinu Innovate skýra að mestu leyti lækkun eiginfjárhlutfallsins. Sindri segir að ýmislegt sé skoðað til að bæta stöðuna, til að mynda að selja kanadíska félagið Vesracold Atlas, að hluta eða öllu leyti. „Við höfum verið að vinna að því að selja ákveðnar eignir, eða einhvern hluta starfseminnar," segir Sindri. „Þetta er stórt í veltunni og mikið af skuldum fyrirtækisins er tengt þessu," segir Sindri, en bætir því við að ásættanlegt verð verði að fást fyrir Versacold eigi það að fara í heild sinni. Þessum málum öllum ætti að vera lokið fyrir áramót. Hann bætir því við að Eimskipafélagið eigi einnig ýmsar eignir sem ekki séu bundnar kjarnastarfsemi félagsins og sama eigi við um þær. Hann vill hins vegar lítt tíunda hverjar þær eru. Hann tekur hins vegar fram að fjárfestingin í Versacold Atlas hafi verið góð, en það var um mitt síðasta ár sem Eimskip gerði tugmilljarða króna yfirtökutilboð í félagið um mitt síðasta ár. „Sá gjörningur hefur gengið mjög vel. Markaðirnir hafa ekki verið góðir, en engu að síður ætti ekkert að koma í veg fyrir að við getum gert góða sölu." Sindri segir að einnig hafi komið til tals að Eimskiptafélagið færi í hlutafjárútboð, „en markaðurinn virðist ekki ginnkeyptur fyrir því nú um stundir," segir Sindri. Eimskipafélagið situr uppi með 280 milljóna Bandaríkjadala ábyrgð vegna XL Leisure Group. Sindri segir að alltaf hafi staðið til að losna við hana. Ljóst sé að XL hafi átt í vandræðum með endurfjármögnun. „Við vitum að þeir hafa unnið að þessu og vonumst til þess í lengstu lög að það takist." Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur ekki verið rætt um að afskrifa ábyrgðina, en það telji menn verstu hugsanlegu niðurstöðuna. ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira