Hvaða lið komast í úrslitakeppni NBA? 11. apríl 2008 13:00 Denver-menn eru í góðri stöðu í Vesturdeildinni NordcPhotos/GettyImages Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State í baráttu liðanna um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni í NBA. Denver hefur nú pálmann í höndunum eftir þennan mikilvæga útisigur og Golden State þarf að treysta á að Denver tapi amk tveimur af síðustu þremur leikjum sínum til að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Denver hefur unnið 48 leiki og tapað 31 og situr sem stendur í 8. sætinu. Golden State hefur unnið 47 leiki og tapað 32 og munurinn er því einn leikur. Hann er þó ívið meiri en það, því Denver hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur sem þýðir að Denver hirðir sætið í úrslitakeppninni ef liðin enda jöfn. Það er því ljóst að Golden State má alls ekki misstíga sig í þeim leikjum sem eftir eru. Bæði lið eiga þrjá leiki eftir í deildinni. Denver mætir Utah á útivelli á laugardagskvöldið, Houston heima á sunnudagskvöldið og lýkur keppni með heimaleik á móti Memphis á miðvikudagskvöld. Golden State á næst leik við Clippers á heimavelli annað kvöld, sækir svo Phoenix heim á mánudagskvöldið og tekur á móti Seattle í lokaleik sínum á heimavelli. Indiana á enn von Svipuð staða er uppi á teningnum í baráttunni í Austurdeildinni þar sem Atlanta og Indiana berjast um síðasta sætið í úrslitakeppninni og það óöfundsverða hlutskipti að mæta Boston í fyrstu umferð. Atlanta situr í áttunda sætinu með 36 sigra og 42 töp og Indiana í níunda með 34 sigra og 44 töp. Atlanta gat tryggt sér sæti í úrslitakeppninni þegar liðin mættust á dögunum en þar hafði Indiana betur og hélt enn í vonina um áttunda sætið. Atlanta mætir New York á útivelli í kvöld, Boston á heimavelli annað kvöld og á svo eftir heimaleik við Orlando og útileik við Miami á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Indiana sækir Philadelphia heim í nótt, tekur á móti Charlotte annað kvöld, sækir Washington heima á mánudagskvöldið og tekur svo á móti New York heima í lokaleiknum á miðvikudagskvöld. Smelltu hér til að sjá stöðuna í Austur- og Vesturdeildinni. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State í baráttu liðanna um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni í NBA. Denver hefur nú pálmann í höndunum eftir þennan mikilvæga útisigur og Golden State þarf að treysta á að Denver tapi amk tveimur af síðustu þremur leikjum sínum til að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Denver hefur unnið 48 leiki og tapað 31 og situr sem stendur í 8. sætinu. Golden State hefur unnið 47 leiki og tapað 32 og munurinn er því einn leikur. Hann er þó ívið meiri en það, því Denver hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur sem þýðir að Denver hirðir sætið í úrslitakeppninni ef liðin enda jöfn. Það er því ljóst að Golden State má alls ekki misstíga sig í þeim leikjum sem eftir eru. Bæði lið eiga þrjá leiki eftir í deildinni. Denver mætir Utah á útivelli á laugardagskvöldið, Houston heima á sunnudagskvöldið og lýkur keppni með heimaleik á móti Memphis á miðvikudagskvöld. Golden State á næst leik við Clippers á heimavelli annað kvöld, sækir svo Phoenix heim á mánudagskvöldið og tekur á móti Seattle í lokaleik sínum á heimavelli. Indiana á enn von Svipuð staða er uppi á teningnum í baráttunni í Austurdeildinni þar sem Atlanta og Indiana berjast um síðasta sætið í úrslitakeppninni og það óöfundsverða hlutskipti að mæta Boston í fyrstu umferð. Atlanta situr í áttunda sætinu með 36 sigra og 42 töp og Indiana í níunda með 34 sigra og 44 töp. Atlanta gat tryggt sér sæti í úrslitakeppninni þegar liðin mættust á dögunum en þar hafði Indiana betur og hélt enn í vonina um áttunda sætið. Atlanta mætir New York á útivelli í kvöld, Boston á heimavelli annað kvöld og á svo eftir heimaleik við Orlando og útileik við Miami á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Indiana sækir Philadelphia heim í nótt, tekur á móti Charlotte annað kvöld, sækir Washington heima á mánudagskvöldið og tekur svo á móti New York heima í lokaleiknum á miðvikudagskvöld. Smelltu hér til að sjá stöðuna í Austur- og Vesturdeildinni.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins