Stjóri Hoffenheim trúir ekki eigin augum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2008 15:46 Stuðningsmenn 1899 Hoffenheim eru kátir með sína menn. Nordic Photos / Bongarts 1899 Hoffenheim er eitt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar. Stjóri liðsins, Ralf Rangnick, finnst hann lifa í draumi. Hoffenheim er eina liðið sem er með fullt hús stiga en liðið vann 1-0 sigur á Mönchengladbach um helgina. Bæði liðin komu upp úr B-deildinni síðastliðið vor. Liðið var einnig nýliði í B-deildinni í fyrra og er nú að spila í fyrsta sinn í sögu félagsins í efstu deild. Liðið kemur frá smábænum Sinsheim sem telur ekki nema 35 þúsund íbúa. „Í sannleika sagt held ég að mín tvö ár hér hafi verið þau árangursríkustu á mínum ferli," sagði Rangnick sem áður þjálfaði Stuttgart og Schalke. „Við höfum byrjað mjög vel. Þessir tveir sigrar hafa verið mjög mikilvægir en við gerum okkur vel grein fyrir að framhaldið verður erfitt. Við erum ekki það barnalegir að við trúm að við getum haldið okkur á toppi deildarinnar." „En ég hefði aldrei talið að þetta væri mögulegt. Stundum þarf ég að klípa sjálfan mig. Við erum með mjög ungt lið og ég hefði aldrei búist við þessu. Tilfinning mín segir að við munum ekki falla og er það í sjálfu sér mjög jákvætt." Peningamaðurinn Dietmar Hopp.Nordic Photos / Bongarts Ein ástæðan fyrir velgengi félagsins er að það er með afar fjársterkan aðila innan sinna raða. Sá heitir Dietmar Hopp og er meðal 700 ríkustu manna heims. Hopp tók við stjórn félagsins árið 1990 er félagið var með lið í áttundu efstu deild í Þýskalandi. Í dag er félagið á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar sem fyrr segir. Hann hefur einnig fjármagnað byggingu nýs leikvangs sem á að taka 30 þúsund manns í sæti. Leikvangurinn mun bera nafnið Rhein-Neckar-Arena og verður í nágrenni Sinsheim.Þangað til mun félagið spila heimaleiki sína á Carl Benz-leikvanginum í Mannheim. Þess má einnig geta að Vedad Ibisevic, leikmaður liðsins, er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt öðrum. Þýski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
1899 Hoffenheim er eitt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar. Stjóri liðsins, Ralf Rangnick, finnst hann lifa í draumi. Hoffenheim er eina liðið sem er með fullt hús stiga en liðið vann 1-0 sigur á Mönchengladbach um helgina. Bæði liðin komu upp úr B-deildinni síðastliðið vor. Liðið var einnig nýliði í B-deildinni í fyrra og er nú að spila í fyrsta sinn í sögu félagsins í efstu deild. Liðið kemur frá smábænum Sinsheim sem telur ekki nema 35 þúsund íbúa. „Í sannleika sagt held ég að mín tvö ár hér hafi verið þau árangursríkustu á mínum ferli," sagði Rangnick sem áður þjálfaði Stuttgart og Schalke. „Við höfum byrjað mjög vel. Þessir tveir sigrar hafa verið mjög mikilvægir en við gerum okkur vel grein fyrir að framhaldið verður erfitt. Við erum ekki það barnalegir að við trúm að við getum haldið okkur á toppi deildarinnar." „En ég hefði aldrei talið að þetta væri mögulegt. Stundum þarf ég að klípa sjálfan mig. Við erum með mjög ungt lið og ég hefði aldrei búist við þessu. Tilfinning mín segir að við munum ekki falla og er það í sjálfu sér mjög jákvætt." Peningamaðurinn Dietmar Hopp.Nordic Photos / Bongarts Ein ástæðan fyrir velgengi félagsins er að það er með afar fjársterkan aðila innan sinna raða. Sá heitir Dietmar Hopp og er meðal 700 ríkustu manna heims. Hopp tók við stjórn félagsins árið 1990 er félagið var með lið í áttundu efstu deild í Þýskalandi. Í dag er félagið á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar sem fyrr segir. Hann hefur einnig fjármagnað byggingu nýs leikvangs sem á að taka 30 þúsund manns í sæti. Leikvangurinn mun bera nafnið Rhein-Neckar-Arena og verður í nágrenni Sinsheim.Þangað til mun félagið spila heimaleiki sína á Carl Benz-leikvanginum í Mannheim. Þess má einnig geta að Vedad Ibisevic, leikmaður liðsins, er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt öðrum.
Þýski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira