Handknattleikssamband Evrópu hefur gefið út nýjan styrkleikalista þar sem íslenska liðið er á meðal átta efstu og sleppur því við að leika með sterkustu þjóðunum í riðli þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2010 í þessum mánuði.
Þann 18. apríl verður dregið í sjö riðla þar sem þrír þeirra verða með sex liðum og fjórir með fimm liðum. Evrópumeistarar Dana og gestgjafarnir Austurríkismenn fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu.
Hér er styrkleikalisti sambandsins:
1 Danmörk 416 2 Frakkland 408 3 Þýskaland 392 4 Króatía 376 5 Spánn 320 6 Pólland 312 7 Rússland 260 8 Ísland 248 9 Slóvenía 232 10 Noregur 220 11 Ungverjaland 220 12 Svíþjóð 176