Svona eiga toppslagir að vera Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2008 22:52 LaKiste Barkus hjá Hamri reynir hér að brjóta sér leið í gegn um vörn Hauka "Svona eiga toppslagir að vera," sagði sigurreifur þjálfari Haukanna, Yngvi Gunnlaugsson, í leiksloka á 76-73 sigri liðsins á Hamar í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Expresss deild kvenna. Haukaliðið er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og hefur tveggja stiga forskot á Keflavík og Hamar sem koma í næstu sætum. Það var Slavica Dimovska sem tryggði Haukum dramatískan sigur með flautukörfu langt fyrir utan þriggja stiga línuna. "Hamarsliðið sýndi það að öll þessi umfjöllun sem liðið er búið að fá er lofsins verð og þær eiga hana svo sannarlega skilið," segir Yngvi en núna eru Haukarnir komnir á toppinn. "Við erum búin að læða okkur upp töfluna í skugga Hamars," segir Yngvi sem setti upp skot fyrir fyrirliðann Kristrúnu Sigurjónsdóttur í lokin þrátt fyrir að hún hafi ekki verið búin að setja niður þriggja stiga skot í leiknum. "Við settum upp kerfi og Kristrún setti niður þristinn sem var akkúrat það sem átti að gerast. Slavica nær síðan boltanum og áttar sig ekki hvað mikið er eftir en ég rak hana áfram og hún tók skotið. Þetta er svona skot þar sem 1 af hverju 10 fara rétta leið," sagði Yngvi brosandi í leikslok. Yngvi er ánægður með lykilmenn sína, Slavicu Dimovsku og Kristrúnu Sigurjónsdóttur. "Ég er með tvær bestu þriggja stiga skytturnar á landinu í Slavicu og Kristrúnu. Slavica sýndi mátt sinn og megin. Hún var frábær og hjálpar liðinu mikið. Kristrún er þvílíkur leiðtogi og búin að sýna það að hún er hungruð. Kristrún sem búin að sýna hollustu í Haukum og vonandi getum við sýnt henni sömu hollustu á móti með því að halda okkur á toppnum," sagði Yngvi sem var útkeyrður eftir leik enda tók hann mikið á þar sem lið hans skiptist á að komast yfir og lenda undir. "Ég er alveg búin á því en svona eiga toppleikir að vera. Mikið er ég fegin að vera sigurmegin núna en maður veit aldrei hvenær maður er tapmegin," sagði Yngvi að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - KR | Titrandi taugar í toppslag Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
"Svona eiga toppslagir að vera," sagði sigurreifur þjálfari Haukanna, Yngvi Gunnlaugsson, í leiksloka á 76-73 sigri liðsins á Hamar í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Expresss deild kvenna. Haukaliðið er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og hefur tveggja stiga forskot á Keflavík og Hamar sem koma í næstu sætum. Það var Slavica Dimovska sem tryggði Haukum dramatískan sigur með flautukörfu langt fyrir utan þriggja stiga línuna. "Hamarsliðið sýndi það að öll þessi umfjöllun sem liðið er búið að fá er lofsins verð og þær eiga hana svo sannarlega skilið," segir Yngvi en núna eru Haukarnir komnir á toppinn. "Við erum búin að læða okkur upp töfluna í skugga Hamars," segir Yngvi sem setti upp skot fyrir fyrirliðann Kristrúnu Sigurjónsdóttur í lokin þrátt fyrir að hún hafi ekki verið búin að setja niður þriggja stiga skot í leiknum. "Við settum upp kerfi og Kristrún setti niður þristinn sem var akkúrat það sem átti að gerast. Slavica nær síðan boltanum og áttar sig ekki hvað mikið er eftir en ég rak hana áfram og hún tók skotið. Þetta er svona skot þar sem 1 af hverju 10 fara rétta leið," sagði Yngvi brosandi í leikslok. Yngvi er ánægður með lykilmenn sína, Slavicu Dimovsku og Kristrúnu Sigurjónsdóttur. "Ég er með tvær bestu þriggja stiga skytturnar á landinu í Slavicu og Kristrúnu. Slavica sýndi mátt sinn og megin. Hún var frábær og hjálpar liðinu mikið. Kristrún er þvílíkur leiðtogi og búin að sýna það að hún er hungruð. Kristrún sem búin að sýna hollustu í Haukum og vonandi getum við sýnt henni sömu hollustu á móti með því að halda okkur á toppnum," sagði Yngvi sem var útkeyrður eftir leik enda tók hann mikið á þar sem lið hans skiptist á að komast yfir og lenda undir. "Ég er alveg búin á því en svona eiga toppleikir að vera. Mikið er ég fegin að vera sigurmegin núna en maður veit aldrei hvenær maður er tapmegin," sagði Yngvi að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - KR | Titrandi taugar í toppslag Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira