Fótbolti

Bayern ætlar sér að halda Schweinsteiger

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Schweinsteiger fagnar marki með Bayern München.
Schweinsteiger fagnar marki með Bayern München. Nordic Photos / Getty Images

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, segir að félagið ætli sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda Bastian Schweinsteiger hjá félaginu.

Schweinsteiger komst ekki að samkomulagi við félagið um nýjan samning í maí síðastliðnum og verða viðræður teknar upp að nýju í lok mánaðarins. Í sumar stóð hann sig vel með þýska landsliðinu á EM er það komst alla leið í úrslitaleikinn.

„Við munum reyna að halda honum," sagði Rummenigge fyrir leik Bayern og Steaua Búkarest í Meistaradeildinni í kvöld.

Franck Ribery hefur haldið Schweinsteiger á bekknum undanfarið og gæti það verið helsta ástæða þess að hann vilji fara frá félaginu. Þar að auki hafa fregnir borist af því að Schweinsteiger hafi verið að sækja ítölskunámskeið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×