Spennan magnast 23. apríl 2008 00:01 Maður verður eitthvað svo hrikalega svartsýnn að umgangast íslenska fjárfesta þessa dagana; óðaverðbólga, útlánastopp, gjaldþrot og ákall um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru frasar sem maður var eiginlega bara búinn að gleyma. Sjálfur er maður auðvitað orðinn svo international að smávegis lægð á heimamarkaði slær mann ekki út af laginu. Ég er að byggja í Skotlandi og þar vildu bankarnir allt fyrir mig gera, en bankastjórinn minn hér á Íslandi svarar ekki einu sinni skilaboðum þótt ég sé með pottþétt keis í höndunum. Ég heyrði á barnum um daginn að amma hans fengi ekki einu sinni bankalán þessa dagana. Það er allt stopp. Ég kíkti á ársfund Samtakanna á föstudaginn og þar voru Bjöggi og Kjartan í góðu formi, mér sýndist þeir útsofnir og slakir. En svo voru þarna einhverjir úr byggingabransanum sem töluðu bara um Evrópu og supu hveljur yfir því að forsætisráðherrann hefði ekki komið með einhver útspil á fundinum. Bara einhver útspil, sögðu þeir nánast óðamála. Sjálfur er ég spenntastur yfir uppgjörunum sem eru væntanleg á næstunni, mér heyrist að bankarnir komi betur út en margir óttuðust – kannski að krónan gamla spili þar einhverja rullu. Og svo eru það blessuð matsfyrirtækin. Hver er eiginlega alltaf að spyrja þau álits? Ég man þegar Bjarni Ármanns var svo stoltur yfir því að Standard og Poor‘s hefðu metið Glitni, en nú er það bara bölvað vesen og Glitnir er nú barinn oftar í hausinn en hinir bankarnir! Fitch á leiðinni, örugglega með sama svartagallsrausið, og Moody‘s búinn að fara í svo marga hringi að enginn tekur lengur almennilegt mark á honum. Félagi minn hringdi alveg óður í gær frá Danmörku. Hann sagði að þar hefði allt verið að róast yfir vondum fréttum frá Íslandi þegar Eiríkur seðlabankastjóri hefði ákveðið að spjalla um daginn og veginn við Börsen með þeim afleiðingum að allir fóru á taugum! Solla var búin að segja öllum að ríkið myndi bakka upp bankana, en Eiríkur sagði að Seðlabankinn myndi varla ráða við alvöru fjármálakreppu. Ég sé að núna er Eiríkur á yfirtíð að bera þetta til baka hér heima; segist hafa verið að tala í viðtengingarhætti. Halló! Á þetta að róa markaðinn? Mér finnst sjálfum Eiríkur miklu betri á íslensku en dönsku. Spákaupmaðurinn á horninu. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Maður verður eitthvað svo hrikalega svartsýnn að umgangast íslenska fjárfesta þessa dagana; óðaverðbólga, útlánastopp, gjaldþrot og ákall um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru frasar sem maður var eiginlega bara búinn að gleyma. Sjálfur er maður auðvitað orðinn svo international að smávegis lægð á heimamarkaði slær mann ekki út af laginu. Ég er að byggja í Skotlandi og þar vildu bankarnir allt fyrir mig gera, en bankastjórinn minn hér á Íslandi svarar ekki einu sinni skilaboðum þótt ég sé með pottþétt keis í höndunum. Ég heyrði á barnum um daginn að amma hans fengi ekki einu sinni bankalán þessa dagana. Það er allt stopp. Ég kíkti á ársfund Samtakanna á föstudaginn og þar voru Bjöggi og Kjartan í góðu formi, mér sýndist þeir útsofnir og slakir. En svo voru þarna einhverjir úr byggingabransanum sem töluðu bara um Evrópu og supu hveljur yfir því að forsætisráðherrann hefði ekki komið með einhver útspil á fundinum. Bara einhver útspil, sögðu þeir nánast óðamála. Sjálfur er ég spenntastur yfir uppgjörunum sem eru væntanleg á næstunni, mér heyrist að bankarnir komi betur út en margir óttuðust – kannski að krónan gamla spili þar einhverja rullu. Og svo eru það blessuð matsfyrirtækin. Hver er eiginlega alltaf að spyrja þau álits? Ég man þegar Bjarni Ármanns var svo stoltur yfir því að Standard og Poor‘s hefðu metið Glitni, en nú er það bara bölvað vesen og Glitnir er nú barinn oftar í hausinn en hinir bankarnir! Fitch á leiðinni, örugglega með sama svartagallsrausið, og Moody‘s búinn að fara í svo marga hringi að enginn tekur lengur almennilegt mark á honum. Félagi minn hringdi alveg óður í gær frá Danmörku. Hann sagði að þar hefði allt verið að róast yfir vondum fréttum frá Íslandi þegar Eiríkur seðlabankastjóri hefði ákveðið að spjalla um daginn og veginn við Börsen með þeim afleiðingum að allir fóru á taugum! Solla var búin að segja öllum að ríkið myndi bakka upp bankana, en Eiríkur sagði að Seðlabankinn myndi varla ráða við alvöru fjármálakreppu. Ég sé að núna er Eiríkur á yfirtíð að bera þetta til baka hér heima; segist hafa verið að tala í viðtengingarhætti. Halló! Á þetta að róa markaðinn? Mér finnst sjálfum Eiríkur miklu betri á íslensku en dönsku. Spákaupmaðurinn á horninu.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira