Einleikur Jóns Atla vekur athygli ytra 30. nóvember 2008 08:00 Verk sem á við Djúpið er einleikur Jóns Atla um mann sem lendir í sjóskaða. Hann neyðist til að synda í land, eitthvað sem erlend leikhús telja lýsandi fyrir ástand Íslands um þessar mundir. MYND/fréttablaðið/Valli Jón Atli Jónasson frumsýnir eftir áramót einleik sinn Djúpið. Ingvar E. Sigurðsson fer þar með hlutverk manns sem lendir í skip-skaða og þarf að synda til lands. Á meðan sundinu stendur horfist skipbrotsmaðurinn í augu við það sem skiptir hann mestu máli í lífinu. Þrátt fyrir að Djúpið hafi ekki komið fyrir augu Íslendinga hafa erlendir aðilar sýnt því mikinn áhuga. Skosk, sænsk og dönsk leikhús hafa þegar tryggt sér sýningarréttinn og er verið að vinna í því að koma verkinu á dagskrá þar. „Þeim finnst þetta vera nokkurn veginn lýsandi fyrir stöðu íslensku þjóðarinnar um þessar mundir," segir Jón Atli í samtali við Fréttablaðið. Þetta verður í fyrsta skipti sem Jón Atli leikstýrir sjálfur. Hann viðurkennir að það sé hálfpartinn ástæðan fyrir skrifunum, hann hafi viljað reyna fyrir sér í leikstjórastólnum. „Annars gaukaði Reynir Lyngdal þessari hugmynd að mér fyrir um ári og þetta hefur verið að mallast í kollinum á mér síðan þá," útskýrir Jón. Sjálfur var leikskáldið til sjós á sínum „yngri" árum en segist aldrei hafa óttast að lenda í skipskaða. „Hins vegar voru menn með mér um borð sem sváfu í björgunarvestum," segir Jón Atli. Hann fer ekki dult með þá skoðun sína að sjóslys og mannskaðar úti á hafi markað djúp spor í íslenska sögu. „Þetta er eitthvað sem hefur fylgt íslensku þjóðinni, alveg frá því að við rerum út á opnum árabátum," segir Jón en í verkinu er ekki heldur gert lítið úr þætti kvenna í lífi sjómanna. „Það eru náttúrlega ekki bara mennirnir sem lögðu allt í sölurnar heldur líka eiginkonurnar. Konan keyrði manninn sinn niður á bryggju og hann fór á sjóinn. Hún sá síðan um að ala upp börnin, halda heimilinu gangandi og vann kannski sjálf í frystihúsinu." Jón Atli er sammála því að umhverfið sem nú er að rísa upp sé ákaflega frjór jarðvegur fyrir íslenska listamenn. Hann bætir því við að menn geti ekki horft framhjá öllum þeim breytingum sem hafa átt sér stað og munu eiga sér stað og verði að taka þær með í reikninginn. „Ég nefni bara sem dæmi að ég er að fara að sýna með Jóni Páli Eyjólfssyni og Halli Ingólfssyni í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Við getum ekkert hundsað þessar breytingar og hvernig aðstæður hafa breyst síðan við skrifuðum undir samninginn. Þetta er jú bara eins og múrinn hafi fallið," segir Jón.-fgg Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Jón Atli Jónasson frumsýnir eftir áramót einleik sinn Djúpið. Ingvar E. Sigurðsson fer þar með hlutverk manns sem lendir í skip-skaða og þarf að synda til lands. Á meðan sundinu stendur horfist skipbrotsmaðurinn í augu við það sem skiptir hann mestu máli í lífinu. Þrátt fyrir að Djúpið hafi ekki komið fyrir augu Íslendinga hafa erlendir aðilar sýnt því mikinn áhuga. Skosk, sænsk og dönsk leikhús hafa þegar tryggt sér sýningarréttinn og er verið að vinna í því að koma verkinu á dagskrá þar. „Þeim finnst þetta vera nokkurn veginn lýsandi fyrir stöðu íslensku þjóðarinnar um þessar mundir," segir Jón Atli í samtali við Fréttablaðið. Þetta verður í fyrsta skipti sem Jón Atli leikstýrir sjálfur. Hann viðurkennir að það sé hálfpartinn ástæðan fyrir skrifunum, hann hafi viljað reyna fyrir sér í leikstjórastólnum. „Annars gaukaði Reynir Lyngdal þessari hugmynd að mér fyrir um ári og þetta hefur verið að mallast í kollinum á mér síðan þá," útskýrir Jón. Sjálfur var leikskáldið til sjós á sínum „yngri" árum en segist aldrei hafa óttast að lenda í skipskaða. „Hins vegar voru menn með mér um borð sem sváfu í björgunarvestum," segir Jón Atli. Hann fer ekki dult með þá skoðun sína að sjóslys og mannskaðar úti á hafi markað djúp spor í íslenska sögu. „Þetta er eitthvað sem hefur fylgt íslensku þjóðinni, alveg frá því að við rerum út á opnum árabátum," segir Jón en í verkinu er ekki heldur gert lítið úr þætti kvenna í lífi sjómanna. „Það eru náttúrlega ekki bara mennirnir sem lögðu allt í sölurnar heldur líka eiginkonurnar. Konan keyrði manninn sinn niður á bryggju og hann fór á sjóinn. Hún sá síðan um að ala upp börnin, halda heimilinu gangandi og vann kannski sjálf í frystihúsinu." Jón Atli er sammála því að umhverfið sem nú er að rísa upp sé ákaflega frjór jarðvegur fyrir íslenska listamenn. Hann bætir því við að menn geti ekki horft framhjá öllum þeim breytingum sem hafa átt sér stað og munu eiga sér stað og verði að taka þær með í reikninginn. „Ég nefni bara sem dæmi að ég er að fara að sýna með Jóni Páli Eyjólfssyni og Halli Ingólfssyni í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Við getum ekkert hundsað þessar breytingar og hvernig aðstæður hafa breyst síðan við skrifuðum undir samninginn. Þetta er jú bara eins og múrinn hafi fallið," segir Jón.-fgg
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira