Lakers vann Kyrrahafsriðilinn 12. apríl 2008 13:36 Chris Paul og Kobe Bryant áttust við í nótt en þeir hafa verið tveir af bestu leikmönnum NBA deildarinnar í vetur NordcPhotos/GettyImages Nokkrir stórleikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers tryggði sér sigur í Kyrrahafsriðlinum með sigri á New Orleans 107-104 og vann riðil sinn í fyrsta skipti í fjögur ár. Liðið tryggði sér þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Lakers mætti vel stefnt til leiks gegn New Orleans í nótt og náði fljótlega 30 stiga forystu. New Orleans náði að saxa þessa forystu niður í aðeins eitt stig í síðari hálfleik en lengra komst liðið ekki. Kobe Bryant skoraði 29 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Lakers, Pau Gasol skoraði 25 stig, Derek Fisher 15 og Lamar Odom var með 13 stig og 16 fráköst. Peja Stojakovic var mðe 24 stig hjá gestunum, Tyson Chandler 18 og Jannero Pargo 17. Chris Paul skoraði 15 stig og gaf 17 stoðsendingar. Houston vann góðan sigur á Phoenix á heimavelli sínum í leik sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport 101-90. Sigur heimamanna var nokkuð öruggur og var Tracy McGrady stigahæstur í jöfnu liði Houston með 22 stig en Amare Stoudemire skoraði 37 stig fyrir Phoenix. LeBron James skoraði 24 af 34 stigum sínum í fyrsta leikhluta en það dugði Cleveland ekki þegar liðið tapaði fyrir Chicago 100-95. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago. Orlando tapaði óvænt heima vyrir Minnesota 102-101. Hedo Turkoglu skoraði 23 fyrir Orlando en Randy Foye 25 fyrir Minnesota. Indiana hélt í vonina um sæti í úrslitakeppninni með sigri á Philadelphia á útivelli. Danny Granger skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Indiana en Andre MIller var með 23 fyrir Philadelphia. Toronto burstaði New Jersey 113-85. Carlos Delfino skoraði 24 stig fyrir toronto en Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey. Boston lagði Milwaukee örugglega heima 102-86. Rajon Rondo skoraði 16 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Boston en Michael Redd var með 18 stig hjá Milwaukee. Memphis lagði Miami á útivelli 96-91 og tryggði Miami sér lélegasta árangur ársins með tapinu - hefur aðeins unnið 16 leiki í vetur. Atlanta er nú hársbreidd frá því að tryggja sér áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni eftir sigur á New York á útivelli 116-104. Joe Johnson skoraði 34 stig fyrir Atlanta en Jamal Crawford skoraði 20 stig fyrir New York. San Antonio vann auðveldan sigur á Seattle 95-74 en missti reyndar Manu Ginobili af velli í nótt eftir að hann meiddist á nára. Tony Parker skoraði 20 stig fyrir meistarana en Kevin Durant 20 fyrir Seattle. Loks vann Sacramento sannfærandi sigur á Portland 103-86 þar sem John Salmons skoraði 18 stig fyrir Sacramento en LaMarcus Aldridge var með 24 stig og 15 fráköst hjá Portland. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Nokkrir stórleikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers tryggði sér sigur í Kyrrahafsriðlinum með sigri á New Orleans 107-104 og vann riðil sinn í fyrsta skipti í fjögur ár. Liðið tryggði sér þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Lakers mætti vel stefnt til leiks gegn New Orleans í nótt og náði fljótlega 30 stiga forystu. New Orleans náði að saxa þessa forystu niður í aðeins eitt stig í síðari hálfleik en lengra komst liðið ekki. Kobe Bryant skoraði 29 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Lakers, Pau Gasol skoraði 25 stig, Derek Fisher 15 og Lamar Odom var með 13 stig og 16 fráköst. Peja Stojakovic var mðe 24 stig hjá gestunum, Tyson Chandler 18 og Jannero Pargo 17. Chris Paul skoraði 15 stig og gaf 17 stoðsendingar. Houston vann góðan sigur á Phoenix á heimavelli sínum í leik sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport 101-90. Sigur heimamanna var nokkuð öruggur og var Tracy McGrady stigahæstur í jöfnu liði Houston með 22 stig en Amare Stoudemire skoraði 37 stig fyrir Phoenix. LeBron James skoraði 24 af 34 stigum sínum í fyrsta leikhluta en það dugði Cleveland ekki þegar liðið tapaði fyrir Chicago 100-95. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago. Orlando tapaði óvænt heima vyrir Minnesota 102-101. Hedo Turkoglu skoraði 23 fyrir Orlando en Randy Foye 25 fyrir Minnesota. Indiana hélt í vonina um sæti í úrslitakeppninni með sigri á Philadelphia á útivelli. Danny Granger skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Indiana en Andre MIller var með 23 fyrir Philadelphia. Toronto burstaði New Jersey 113-85. Carlos Delfino skoraði 24 stig fyrir toronto en Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey. Boston lagði Milwaukee örugglega heima 102-86. Rajon Rondo skoraði 16 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Boston en Michael Redd var með 18 stig hjá Milwaukee. Memphis lagði Miami á útivelli 96-91 og tryggði Miami sér lélegasta árangur ársins með tapinu - hefur aðeins unnið 16 leiki í vetur. Atlanta er nú hársbreidd frá því að tryggja sér áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni eftir sigur á New York á útivelli 116-104. Joe Johnson skoraði 34 stig fyrir Atlanta en Jamal Crawford skoraði 20 stig fyrir New York. San Antonio vann auðveldan sigur á Seattle 95-74 en missti reyndar Manu Ginobili af velli í nótt eftir að hann meiddist á nára. Tony Parker skoraði 20 stig fyrir meistarana en Kevin Durant 20 fyrir Seattle. Loks vann Sacramento sannfærandi sigur á Portland 103-86 þar sem John Salmons skoraði 18 stig fyrir Sacramento en LaMarcus Aldridge var með 24 stig og 15 fráköst hjá Portland. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira