Gengi Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga, féll um 4,76 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði um 1,3 prósent og í Spron um 1,2 prósent.
Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri, Glitni, Kaupþingi, Bakkavör, Existu, Marel og Straumi um tæpt prósent.
Ekkert félag hefur hækkað síðan viðskipti hófust í Kauphöllinni fyrir nokkrum mínútum.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um slétt prósent og stendur hún í 4.258 stigum. Hún hefur ekki verið jafn lág síðan seint í júlí fyrir þremur árum.