Bayern München þarf að bíða aðeins lengur eftir franska miðvallarleikmanninum Franck Ribery en hann meiddist á EM nú í sumar.
Hann reif liðbönd í ökkla með franska landsliðinu í sumar en var búinn að ná sér nokkuð góðum af þeim þegar hann meiddist lítillega á æfingu í vikunni.
Hann missir því af leik Bayern gegn Werder Bremen á morgun í þýsku úrvalsdeildinni.
Læknis liðsins sagði að hann gæti spilað en það væri alltaf einhver áhætta fólgin í því. „Nokkrir dagar til eða frá skipta ekki máli," sagði Jürgen Klinsmann, knattspyrnustjóri Bayern.