Ársæll Valfells lektor og Heiðar Már Guðjónsson framkvæmdastjóri: Í samningum þarf valkosti 31. desember 2008 00:01 Ársæll Valfells Novator. Þegar stjórnvöld stóðu frammi fyrir bankakreppu og gjaldmiðilskreppu virtist sem að þau hefðu þann eina kost að taka há erlend lán. Lán sem eru til þess eins að reyna að endurreisa traust á gjaldmiðli sem hagfræðilega er ómögulegt að halda úti með góðu móti. Undirritaðir komu því fram og bentu á aðrar leiðir sem útheimta ekki erlenda skuldsetningu. Nú hafa íslensk stjórnvöld samið um viðbragðsáætlun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, AGS, og fengið lánaloforð hjá erlendum ríkjum. Inn í þetta blandast svo vilji íslenskra stjórnvalda til að gangast í ábyrgð fyrir IceSave-skuldbindingum Landsbankans. Vandinn við umræðu um kosti í gjaldmiðilsmálum er að þar er tveimur ólíkum en þó tengdum atriðum blandað saman, aðild að ESB og svo fyrirkomulagi gjaldmiðilsmála. Blöndunin felst í því að fyrirkomulagi fastgengis er hrært saman við aðild að ESB. Valkostirnir eru annars vegar að leysa gjaldeyriskreppuna sem fyrst, eða búa að öðrum kosti við óbreytt fyrirkomulag í nokkurn tíma uns hægt er að fá aðild að myntbandalagi með stjórnmálasambandi. Seinni kosturinn er fyrirferðarmestur í umræðunni um fast land í gengismálum. En til að fá aðild að ERM II þarf fyrst að liggja fyrir samþykkt á aðildarumsókn. Fyrst þarf kosningar um aðild, svo aðildarumræður þar sem farið er fram á undanþágur frá regluverkinu, því næst kosningar um samninginn og svo samþykki allra 27 þjóða sambandsins á inngöngu landsins. En þá er ferlið rétt að hefjast, því Ísland þarf að taka sér stöðu í biðröð þar sem önnur ríki eru fyrir og hafa verið samþykkt sem næstu aðildarríki. Þegar loks er búið að samþykkja Ísland sem aðildarríki þarf landið að hafa uppfyllt Maastricht-skilyrðin um stöðugleika í 2 ár samfellt. Þá loksins fæst ný mynt. Því miður tekur þetta ferli á bilinu 4 til 8 ár, þó að allt gangi eftir. Ekki má gleyma því að frekari stækkun sambandsins er háð því að Lissabon-sáttmálinn verði staðfestur. Hann er í uppnámi eftir að Írar felldu hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vandinn við seinni kostinn er hve langan tíma tekur að ná föstu landi í gjaldmiðilsmálum. Spurningin er hvort íslenskt efnahagslíf hafi efni á því að bíða. Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er því eini valkosturinn í fastgengi sem Ísland hefur völ á. Upptaka annars gjaldmiðils, t.d. evru er tæknilega möguleg og líka pólitískt möguleg. Það sannar fordæmi Svartfjallalands. Einhliða upptaka er eina leiðin, að mati höfunda, úr þeirri haftastefnu sem nú ríkir á gjaldeyrismarkaði. Evra er ekki eini möguleikinn, dollari er einnig góður kostur. Svo eru til þeir sem trúa því að krónan geti átt sér viðreisnar von. Það verður að telja óskhyggju. Nú er svo komið fyrir að brjóti menn gjaldeyrislögin er hægt að fara í fangelsi fyrir í allt að tvö ár. Slík er trúin á myntina. Á meðan berst atvinnulífið við gífurlegan fjármagnskostnað og skort á lánsfé. Kostnaðurinn og skorturinn hefur hamlandi áhrif á allt atvinnulíf, þ.m.t. útflutning. Því lengur sem núverandi ástand varir því meiri verður skaði efnahagslífsins. Ísland hefur úr bráðum vanda að leysa ef lágmarka á kostnað vegna fjármálakreppunnar. Stjórnvöldum og embættismönnum ber skylda, vegna starfa sinna og ábyrgðar, að kynna sér fordómalaust þá kosti sem eru í stöðunni. Upptaka gjaldmiðils er að mati höfunda eini kosturinn sem hægt er að bera saman við gjaldeyrishöftin sem nú gilda. Það er ótækt að halda Íslandi í fangelsi hafta og kreppu ef aðrir kostir standa til boða. Nú er verið að semja um uppgjör á skuldum einkafyrirtækja, bankanna þriggja, sem voru settir í þrot með setningu neyðarlaga 6. október síðastliðinn. Fyrirtæki fara yfirleitt ekki í þrot ef þau eiga fyrir skuldum sínum. Í tilfelli banka er það sérstaklega kostnaðarsamt að fara í slíkt ferli þar sem eignirnar eru mjög hreyfanlegar og nánast hverfa meðan á ferlinu stendur. Kröfuhafar eru margir og flestir eru þeir erlendir. Því miður eru neyðarlögin sem sett voru þvert á reglur og lög sem giltu fyrir. Lögin kváðu á um að sumum kröfuhöfum yrði gert hærra undir höfði en öðrum. Slíkar aðgerðir hafa yfirleitt í för með sér skaðabótaskyldu. Hagsmunir erlendra kröfuhafa eiga miklu frekar kröfu á íslenska ríkið en þrotabú banka. Því munu þeir gera allt sem þeir geta til að reyna að halda slíkum kröfum til haga. Þar liggur áhættan fyrir Ísland. Þjóðin má ekki gangast í ábyrgðir fyrir þrotabú bankanna. Allar aðgerðir stjórnvalda verða að miða að því. Almennur Íslendingur kom ekkert að rekstri bankanna, né heldur hvatti hann erlenda aðila til að svala gróðafíkn sinni með því að lána bönkunum og leggja til þeirra fé. Einstaklingar og fyrirtæki sem tóku þátt í þeim viðskiptum bera á þeim fulla ábyrgð, ekki Ísland. Leysa þarf úr gjaldeyriskreppunni. Tryggja þarf að kröfur erlendra aðila falli ekki á ríkið. Það þarf að leysa úr greiðsluvanda heimila og fyrirtækja í landinu. Þetta ætti að vera úrlausnarefni næstu vikna, og ekkert annað. Með því að leysa þessi vandamál hratt batnar samningsstaða Íslands er kemur að því að íslenskir embættismenn setjist niður og semji um þau skilyrði sem fylgja aðild að Evrópusambandinu. Markaðir Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Þegar stjórnvöld stóðu frammi fyrir bankakreppu og gjaldmiðilskreppu virtist sem að þau hefðu þann eina kost að taka há erlend lán. Lán sem eru til þess eins að reyna að endurreisa traust á gjaldmiðli sem hagfræðilega er ómögulegt að halda úti með góðu móti. Undirritaðir komu því fram og bentu á aðrar leiðir sem útheimta ekki erlenda skuldsetningu. Nú hafa íslensk stjórnvöld samið um viðbragðsáætlun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, AGS, og fengið lánaloforð hjá erlendum ríkjum. Inn í þetta blandast svo vilji íslenskra stjórnvalda til að gangast í ábyrgð fyrir IceSave-skuldbindingum Landsbankans. Vandinn við umræðu um kosti í gjaldmiðilsmálum er að þar er tveimur ólíkum en þó tengdum atriðum blandað saman, aðild að ESB og svo fyrirkomulagi gjaldmiðilsmála. Blöndunin felst í því að fyrirkomulagi fastgengis er hrært saman við aðild að ESB. Valkostirnir eru annars vegar að leysa gjaldeyriskreppuna sem fyrst, eða búa að öðrum kosti við óbreytt fyrirkomulag í nokkurn tíma uns hægt er að fá aðild að myntbandalagi með stjórnmálasambandi. Seinni kosturinn er fyrirferðarmestur í umræðunni um fast land í gengismálum. En til að fá aðild að ERM II þarf fyrst að liggja fyrir samþykkt á aðildarumsókn. Fyrst þarf kosningar um aðild, svo aðildarumræður þar sem farið er fram á undanþágur frá regluverkinu, því næst kosningar um samninginn og svo samþykki allra 27 þjóða sambandsins á inngöngu landsins. En þá er ferlið rétt að hefjast, því Ísland þarf að taka sér stöðu í biðröð þar sem önnur ríki eru fyrir og hafa verið samþykkt sem næstu aðildarríki. Þegar loks er búið að samþykkja Ísland sem aðildarríki þarf landið að hafa uppfyllt Maastricht-skilyrðin um stöðugleika í 2 ár samfellt. Þá loksins fæst ný mynt. Því miður tekur þetta ferli á bilinu 4 til 8 ár, þó að allt gangi eftir. Ekki má gleyma því að frekari stækkun sambandsins er háð því að Lissabon-sáttmálinn verði staðfestur. Hann er í uppnámi eftir að Írar felldu hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vandinn við seinni kostinn er hve langan tíma tekur að ná föstu landi í gjaldmiðilsmálum. Spurningin er hvort íslenskt efnahagslíf hafi efni á því að bíða. Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er því eini valkosturinn í fastgengi sem Ísland hefur völ á. Upptaka annars gjaldmiðils, t.d. evru er tæknilega möguleg og líka pólitískt möguleg. Það sannar fordæmi Svartfjallalands. Einhliða upptaka er eina leiðin, að mati höfunda, úr þeirri haftastefnu sem nú ríkir á gjaldeyrismarkaði. Evra er ekki eini möguleikinn, dollari er einnig góður kostur. Svo eru til þeir sem trúa því að krónan geti átt sér viðreisnar von. Það verður að telja óskhyggju. Nú er svo komið fyrir að brjóti menn gjaldeyrislögin er hægt að fara í fangelsi fyrir í allt að tvö ár. Slík er trúin á myntina. Á meðan berst atvinnulífið við gífurlegan fjármagnskostnað og skort á lánsfé. Kostnaðurinn og skorturinn hefur hamlandi áhrif á allt atvinnulíf, þ.m.t. útflutning. Því lengur sem núverandi ástand varir því meiri verður skaði efnahagslífsins. Ísland hefur úr bráðum vanda að leysa ef lágmarka á kostnað vegna fjármálakreppunnar. Stjórnvöldum og embættismönnum ber skylda, vegna starfa sinna og ábyrgðar, að kynna sér fordómalaust þá kosti sem eru í stöðunni. Upptaka gjaldmiðils er að mati höfunda eini kosturinn sem hægt er að bera saman við gjaldeyrishöftin sem nú gilda. Það er ótækt að halda Íslandi í fangelsi hafta og kreppu ef aðrir kostir standa til boða. Nú er verið að semja um uppgjör á skuldum einkafyrirtækja, bankanna þriggja, sem voru settir í þrot með setningu neyðarlaga 6. október síðastliðinn. Fyrirtæki fara yfirleitt ekki í þrot ef þau eiga fyrir skuldum sínum. Í tilfelli banka er það sérstaklega kostnaðarsamt að fara í slíkt ferli þar sem eignirnar eru mjög hreyfanlegar og nánast hverfa meðan á ferlinu stendur. Kröfuhafar eru margir og flestir eru þeir erlendir. Því miður eru neyðarlögin sem sett voru þvert á reglur og lög sem giltu fyrir. Lögin kváðu á um að sumum kröfuhöfum yrði gert hærra undir höfði en öðrum. Slíkar aðgerðir hafa yfirleitt í för með sér skaðabótaskyldu. Hagsmunir erlendra kröfuhafa eiga miklu frekar kröfu á íslenska ríkið en þrotabú banka. Því munu þeir gera allt sem þeir geta til að reyna að halda slíkum kröfum til haga. Þar liggur áhættan fyrir Ísland. Þjóðin má ekki gangast í ábyrgðir fyrir þrotabú bankanna. Allar aðgerðir stjórnvalda verða að miða að því. Almennur Íslendingur kom ekkert að rekstri bankanna, né heldur hvatti hann erlenda aðila til að svala gróðafíkn sinni með því að lána bönkunum og leggja til þeirra fé. Einstaklingar og fyrirtæki sem tóku þátt í þeim viðskiptum bera á þeim fulla ábyrgð, ekki Ísland. Leysa þarf úr gjaldeyriskreppunni. Tryggja þarf að kröfur erlendra aðila falli ekki á ríkið. Það þarf að leysa úr greiðsluvanda heimila og fyrirtækja í landinu. Þetta ætti að vera úrlausnarefni næstu vikna, og ekkert annað. Með því að leysa þessi vandamál hratt batnar samningsstaða Íslands er kemur að því að íslenskir embættismenn setjist niður og semji um þau skilyrði sem fylgja aðild að Evrópusambandinu.
Markaðir Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira