Bankarnir borga ekki í láni ríkisins 31. maí 2008 00:01 Árni M. Mathiesen mælti fyrir frumvarpi um heimild til lántöku ríkissjóðs. Hann segir engar áætlanir um aðkomu bankanna vegna kostnaðar við lán ríkisins. MYND/GVA Bankarnir vilja ekki taka þátt í kostnaði við erlendar lántökur ríkissjóðs. Ríkið hefur ekki beðið þá um það. Bankarnir verði að bjóðast til þess. Viðskiptaráðherra segir ráðast af kostnaði við lántöku hvort bankarnir taki þátt í honum. „Um þetta eru engar fyrirætlanir,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um hvort bankarnir taki þátt í kostnaði við lán ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforðann. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir málið verða skoðað þegar lántakan liggur fyrir. Alþingi samþykkti í fyrrakvöld frumvarp fjármálaráðherra um heimild til allt að 500 milljarða lántöku á þessu ári. Fram kemur í athugasemdum fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins að miðað við markaðsaðstæður verði vaxtagjöld hærri en tekjurnar. Ríkið muni með öðrum orðum bera kostnað af láninu. Fjárlagaskrifstofan metur það svo að yrði lánsheimildin fullnýtt, myndi afkoma ríkisskjóðs versna um hálfan milljarð króna á ári, fyrir hverja tíu punkta í vaxtamun. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir eðlilegt að bankarnir taki einhvern þátt í kostnaðinum. „Þetta tengist hagsmunum bankanna að verulegu leyti og þeir hafa kallað eftir þessu.“ „Við förum yfir sjónarmið Friðriks Más og förum yfir málið þegar rétti tíminn kemur,“ segir viðskiptaráðherra. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hvorki formlega né óformlega hafi komið til tals í samskiptum ríkisins og bankanna að þeir taki þátt í kostnaði við lántökuna. Heimildir Markaðarins innan fjármálaráðuneytisins eru á sömu lund. Þar segjast menn ekki sjá augljós rök fyrir því að einhver tiltekinn aðili greiði fyrir lántökuna. Tveir viðmælendur Markaðarins orða það svo að bankarnir taki ekki þátt í kostnaði við lántökuna nema þeir bjóðist til þess sjálfir. Þá segja menn að erfitt yrði að grafa upp hversu mikið bankarnir ættu að borga. Bankamenn vilja ekkert láta hafa eftir sér um málið. Hins vegar herma heimildir Markaðarins að þeir telji ekki ástæðu til þess að taka þátt í lántökukostnaðinum. Meðal annars er vísað til þess að enn sé alls óvíst hvort ríkið beri nokkurn kostnað af lántökunni, það kynni jafnvel að hagnast á henni. ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Bankarnir vilja ekki taka þátt í kostnaði við erlendar lántökur ríkissjóðs. Ríkið hefur ekki beðið þá um það. Bankarnir verði að bjóðast til þess. Viðskiptaráðherra segir ráðast af kostnaði við lántöku hvort bankarnir taki þátt í honum. „Um þetta eru engar fyrirætlanir,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um hvort bankarnir taki þátt í kostnaði við lán ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforðann. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir málið verða skoðað þegar lántakan liggur fyrir. Alþingi samþykkti í fyrrakvöld frumvarp fjármálaráðherra um heimild til allt að 500 milljarða lántöku á þessu ári. Fram kemur í athugasemdum fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins að miðað við markaðsaðstæður verði vaxtagjöld hærri en tekjurnar. Ríkið muni með öðrum orðum bera kostnað af láninu. Fjárlagaskrifstofan metur það svo að yrði lánsheimildin fullnýtt, myndi afkoma ríkisskjóðs versna um hálfan milljarð króna á ári, fyrir hverja tíu punkta í vaxtamun. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir eðlilegt að bankarnir taki einhvern þátt í kostnaðinum. „Þetta tengist hagsmunum bankanna að verulegu leyti og þeir hafa kallað eftir þessu.“ „Við förum yfir sjónarmið Friðriks Más og förum yfir málið þegar rétti tíminn kemur,“ segir viðskiptaráðherra. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hvorki formlega né óformlega hafi komið til tals í samskiptum ríkisins og bankanna að þeir taki þátt í kostnaði við lántökuna. Heimildir Markaðarins innan fjármálaráðuneytisins eru á sömu lund. Þar segjast menn ekki sjá augljós rök fyrir því að einhver tiltekinn aðili greiði fyrir lántökuna. Tveir viðmælendur Markaðarins orða það svo að bankarnir taki ekki þátt í kostnaði við lántökuna nema þeir bjóðist til þess sjálfir. Þá segja menn að erfitt yrði að grafa upp hversu mikið bankarnir ættu að borga. Bankamenn vilja ekkert láta hafa eftir sér um málið. Hins vegar herma heimildir Markaðarins að þeir telji ekki ástæðu til þess að taka þátt í lántökukostnaðinum. Meðal annars er vísað til þess að enn sé alls óvíst hvort ríkið beri nokkurn kostnað af lántökunni, það kynni jafnvel að hagnast á henni. ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira