Bankarnir borga ekki í láni ríkisins 31. maí 2008 00:01 Árni M. Mathiesen mælti fyrir frumvarpi um heimild til lántöku ríkissjóðs. Hann segir engar áætlanir um aðkomu bankanna vegna kostnaðar við lán ríkisins. MYND/GVA Bankarnir vilja ekki taka þátt í kostnaði við erlendar lántökur ríkissjóðs. Ríkið hefur ekki beðið þá um það. Bankarnir verði að bjóðast til þess. Viðskiptaráðherra segir ráðast af kostnaði við lántöku hvort bankarnir taki þátt í honum. „Um þetta eru engar fyrirætlanir,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um hvort bankarnir taki þátt í kostnaði við lán ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforðann. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir málið verða skoðað þegar lántakan liggur fyrir. Alþingi samþykkti í fyrrakvöld frumvarp fjármálaráðherra um heimild til allt að 500 milljarða lántöku á þessu ári. Fram kemur í athugasemdum fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins að miðað við markaðsaðstæður verði vaxtagjöld hærri en tekjurnar. Ríkið muni með öðrum orðum bera kostnað af láninu. Fjárlagaskrifstofan metur það svo að yrði lánsheimildin fullnýtt, myndi afkoma ríkisskjóðs versna um hálfan milljarð króna á ári, fyrir hverja tíu punkta í vaxtamun. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir eðlilegt að bankarnir taki einhvern þátt í kostnaðinum. „Þetta tengist hagsmunum bankanna að verulegu leyti og þeir hafa kallað eftir þessu.“ „Við förum yfir sjónarmið Friðriks Más og förum yfir málið þegar rétti tíminn kemur,“ segir viðskiptaráðherra. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hvorki formlega né óformlega hafi komið til tals í samskiptum ríkisins og bankanna að þeir taki þátt í kostnaði við lántökuna. Heimildir Markaðarins innan fjármálaráðuneytisins eru á sömu lund. Þar segjast menn ekki sjá augljós rök fyrir því að einhver tiltekinn aðili greiði fyrir lántökuna. Tveir viðmælendur Markaðarins orða það svo að bankarnir taki ekki þátt í kostnaði við lántökuna nema þeir bjóðist til þess sjálfir. Þá segja menn að erfitt yrði að grafa upp hversu mikið bankarnir ættu að borga. Bankamenn vilja ekkert láta hafa eftir sér um málið. Hins vegar herma heimildir Markaðarins að þeir telji ekki ástæðu til þess að taka þátt í lántökukostnaðinum. Meðal annars er vísað til þess að enn sé alls óvíst hvort ríkið beri nokkurn kostnað af lántökunni, það kynni jafnvel að hagnast á henni. ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Sjá meira
Bankarnir vilja ekki taka þátt í kostnaði við erlendar lántökur ríkissjóðs. Ríkið hefur ekki beðið þá um það. Bankarnir verði að bjóðast til þess. Viðskiptaráðherra segir ráðast af kostnaði við lántöku hvort bankarnir taki þátt í honum. „Um þetta eru engar fyrirætlanir,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um hvort bankarnir taki þátt í kostnaði við lán ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforðann. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir málið verða skoðað þegar lántakan liggur fyrir. Alþingi samþykkti í fyrrakvöld frumvarp fjármálaráðherra um heimild til allt að 500 milljarða lántöku á þessu ári. Fram kemur í athugasemdum fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins að miðað við markaðsaðstæður verði vaxtagjöld hærri en tekjurnar. Ríkið muni með öðrum orðum bera kostnað af láninu. Fjárlagaskrifstofan metur það svo að yrði lánsheimildin fullnýtt, myndi afkoma ríkisskjóðs versna um hálfan milljarð króna á ári, fyrir hverja tíu punkta í vaxtamun. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir eðlilegt að bankarnir taki einhvern þátt í kostnaðinum. „Þetta tengist hagsmunum bankanna að verulegu leyti og þeir hafa kallað eftir þessu.“ „Við förum yfir sjónarmið Friðriks Más og förum yfir málið þegar rétti tíminn kemur,“ segir viðskiptaráðherra. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hvorki formlega né óformlega hafi komið til tals í samskiptum ríkisins og bankanna að þeir taki þátt í kostnaði við lántökuna. Heimildir Markaðarins innan fjármálaráðuneytisins eru á sömu lund. Þar segjast menn ekki sjá augljós rök fyrir því að einhver tiltekinn aðili greiði fyrir lántökuna. Tveir viðmælendur Markaðarins orða það svo að bankarnir taki ekki þátt í kostnaði við lántökuna nema þeir bjóðist til þess sjálfir. Þá segja menn að erfitt yrði að grafa upp hversu mikið bankarnir ættu að borga. Bankamenn vilja ekkert láta hafa eftir sér um málið. Hins vegar herma heimildir Markaðarins að þeir telji ekki ástæðu til þess að taka þátt í lántökukostnaðinum. Meðal annars er vísað til þess að enn sé alls óvíst hvort ríkið beri nokkurn kostnað af lántökunni, það kynni jafnvel að hagnast á henni. ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Sjá meira