Meistaraefnin taka á móti meisturunum 19. október 2008 15:49 Jakob Sigurðarson og Jón Arnór Stefánsson eru helsta ástæða þess að margir spá KR titlinum í vor. Í kvöld fá þeir meistara Keflavíkur í heimsókn Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur klukkan 19:15 í DHL höllinni í vesturbænum. KR-ingar eru það lið sem flestir spá því að verði Íslandsmeistari næsta vor, en Keflvíkingar eru ríkjandi meistarar og sýndu í fyrsta leik mótsins að þeir verða ekki auðveldir viðureignar í vetur frekar en áður. Vísir heyrði hljóðið í þjálfurum liðanna í dag. "Maður er alltaf viðbúinn harðri pressu- og svæðisvörn þegar maður mætir Keflavík og við teljum okkur vera tilbúna í að mæta því," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR, en hans menn unnu öruggan sigur á ÍR í fyrsta leik. "Ég held að mæti allir tilbúnir í þennan leik. Ég á fullt af mönnum inni frá því í síðasta leik og þeir verða klárir í að mæta Íslandsmeisturunum. Keflavíkurliðið er mjög vel mannað og þessi sigur þeirra á Þór sýnir að þetta lið verður að berjast um titilinn í vetur.' Jón Arnór Stefánsson gat lítið beitt sér í sigri KR á ÍR á dögunum, en hann á við meiðsli að stríða í baki. Hann ætlar að reyna sig gegn Keflavík í kvöld. "Jón er búinn að vera í meðferð síðan í síðasta leik, en hann er staðráðinn í að spila. Hann náði einhverjum 15 mínútum í síðasta leik og var ekki í góðu standi, en hann vill ekki missa af þessum leik," sagði Benedikt. Gaman að vera litla liðið Keflvíkingar tóku Þórsara í kennslustund í fyrsta leik sínum á heimavelli í síðustu viku og var það ekki síst að þakka grimmum varnarleik. "Það gengur vel hjá okkur þegar við spilum góða vörn og við leggjum mikið upp úr henni. Þess vegna er eins gott að hún virki í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Við munum sækja inn í teiginn hjá þeim þar sem þeir eru ekki eins sterkir fyrir og þeir gætu ætlað. Það er ekki oft sem Keflavík fer inn í leiki þar sem andstæðingurinn er talinn öruggur sigurvegari fyrir fram, en við höfum bara gaman af því," sagði Sigurður. Við spurðum hann hvort of mikið hefði verið gert úr styrk KR liðsins í vetur í ljósi þess að flestir spá liðinu Íslandsmeistaratitlinum. "Þetta er skemmtilegt og spennandi lið og það var frábært fyrir þá að fá þá Jakob (Sigurðarson) og Jón Arnór (Stefánsson) heim aftur. Það er ekkert skrítið að þeim sé spáð mikilli velgengni. Ég ætla hinsvegar ekkert að segja um það hvort þeir ná að standa undir þessum væntingum. Það á eitt og annað eftir að gerast áður en kemur að því að krýna meistarana í vor," sagði Sigurður. Dominos-deild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur klukkan 19:15 í DHL höllinni í vesturbænum. KR-ingar eru það lið sem flestir spá því að verði Íslandsmeistari næsta vor, en Keflvíkingar eru ríkjandi meistarar og sýndu í fyrsta leik mótsins að þeir verða ekki auðveldir viðureignar í vetur frekar en áður. Vísir heyrði hljóðið í þjálfurum liðanna í dag. "Maður er alltaf viðbúinn harðri pressu- og svæðisvörn þegar maður mætir Keflavík og við teljum okkur vera tilbúna í að mæta því," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR, en hans menn unnu öruggan sigur á ÍR í fyrsta leik. "Ég held að mæti allir tilbúnir í þennan leik. Ég á fullt af mönnum inni frá því í síðasta leik og þeir verða klárir í að mæta Íslandsmeisturunum. Keflavíkurliðið er mjög vel mannað og þessi sigur þeirra á Þór sýnir að þetta lið verður að berjast um titilinn í vetur.' Jón Arnór Stefánsson gat lítið beitt sér í sigri KR á ÍR á dögunum, en hann á við meiðsli að stríða í baki. Hann ætlar að reyna sig gegn Keflavík í kvöld. "Jón er búinn að vera í meðferð síðan í síðasta leik, en hann er staðráðinn í að spila. Hann náði einhverjum 15 mínútum í síðasta leik og var ekki í góðu standi, en hann vill ekki missa af þessum leik," sagði Benedikt. Gaman að vera litla liðið Keflvíkingar tóku Þórsara í kennslustund í fyrsta leik sínum á heimavelli í síðustu viku og var það ekki síst að þakka grimmum varnarleik. "Það gengur vel hjá okkur þegar við spilum góða vörn og við leggjum mikið upp úr henni. Þess vegna er eins gott að hún virki í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Við munum sækja inn í teiginn hjá þeim þar sem þeir eru ekki eins sterkir fyrir og þeir gætu ætlað. Það er ekki oft sem Keflavík fer inn í leiki þar sem andstæðingurinn er talinn öruggur sigurvegari fyrir fram, en við höfum bara gaman af því," sagði Sigurður. Við spurðum hann hvort of mikið hefði verið gert úr styrk KR liðsins í vetur í ljósi þess að flestir spá liðinu Íslandsmeistaratitlinum. "Þetta er skemmtilegt og spennandi lið og það var frábært fyrir þá að fá þá Jakob (Sigurðarson) og Jón Arnór (Stefánsson) heim aftur. Það er ekkert skrítið að þeim sé spáð mikilli velgengni. Ég ætla hinsvegar ekkert að segja um það hvort þeir ná að standa undir þessum væntingum. Það á eitt og annað eftir að gerast áður en kemur að því að krýna meistarana í vor," sagði Sigurður.
Dominos-deild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum