Mál Pistorius fyrir áfrýjunardómstól 28. apríl 2008 11:21 Oscar Pistorius. Nordic Photos / Getty Images Mál Suður-Afríkumannsins Oscar Pistorius fer fyrir alþjóðlegan áfrýjunardómstól á morgun. Pistorius notast við sérstakan búnað frá íslenska stoðfyrirtækinu Össuri en hann missti báða fætur fyrir neðan hné þegar hann var barn. Í janúar síðastliðnum úrskurðaði Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) að Pistorius væri óheimilt að keppa í hefðbundnum keppnisgreinum í hlaupaíþróttum þar sem búnaðurinn veitti honum ósanngjarnt forskot á aðra keppendur. Össur gerði alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu IAAF en málið verður tekið fyrir á morgun og stenda málaferli yfir í tvo daga. Niðurstöðu er svo að vænta á næstu vikum. Niðurstaða IAAF er byggð á rannsókn Gert-Peter Brüggemann, þýsks prófessors sem komst að þeirri niðurstöðu að Pistorius noti 25 prósent minni orku en ófatlaðir hlauparar. Því er Pistorius ósammála og hefur gengist undir próf og rannsóknir í Bandaríkjunum til að sanna mál sitt. „Ég er mjög ánægður með að málið sé tekið fyrir nú því það gefur mér tækifæri til að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Peking," sagði hann. Fyrir fjórum árum vann hann gullverðlaun á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu í 200 metra hlaupi. Hann á heimsmet fatlaðra í 100 m, 200 og 400 m hlaupi. Hann varð í öðru sæti í 400 m hlaupi á meistaramóti Suður-Afríku þar sem hann keppti við ófatlaða hlaupara. Hér að neðan má sjá samanburð á heimsmetum hans í keppni fatlaðra og hins vegar heimsmetum í 100 m, 200 m og 400 m hlaupi. 100 metra hlaup: Heimsmet: 9,74 sekúndur (Asafa Powell, Jamaíku, sett 2007) Pistorius: 10,91 sekúnda (sett 2007) A-lágmark fyrir ÓL 2008: 10,21 sekúndur B-lágmark: 10,28 sekúndur 200 metra hlaup: Heimsmet: 19,32 sekúndur (Michael Johnson, sett 1996) Pistorius: 21,58 sekúndur (sett 2007) A-lágmark: 20,59 sekúndur B-lágmark: 20,75 sekúndur 400 metra hlaup: Heimsmet: 43,18 sekúndur (Michael Johnson, sett 1999) Pistorius: 46,56 sekúndur (sett 2007) A-lágmark: 45,55 sekúndur B-lágmark: 45,95 sekúndur Erlendar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Mál Suður-Afríkumannsins Oscar Pistorius fer fyrir alþjóðlegan áfrýjunardómstól á morgun. Pistorius notast við sérstakan búnað frá íslenska stoðfyrirtækinu Össuri en hann missti báða fætur fyrir neðan hné þegar hann var barn. Í janúar síðastliðnum úrskurðaði Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) að Pistorius væri óheimilt að keppa í hefðbundnum keppnisgreinum í hlaupaíþróttum þar sem búnaðurinn veitti honum ósanngjarnt forskot á aðra keppendur. Össur gerði alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu IAAF en málið verður tekið fyrir á morgun og stenda málaferli yfir í tvo daga. Niðurstöðu er svo að vænta á næstu vikum. Niðurstaða IAAF er byggð á rannsókn Gert-Peter Brüggemann, þýsks prófessors sem komst að þeirri niðurstöðu að Pistorius noti 25 prósent minni orku en ófatlaðir hlauparar. Því er Pistorius ósammála og hefur gengist undir próf og rannsóknir í Bandaríkjunum til að sanna mál sitt. „Ég er mjög ánægður með að málið sé tekið fyrir nú því það gefur mér tækifæri til að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Peking," sagði hann. Fyrir fjórum árum vann hann gullverðlaun á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu í 200 metra hlaupi. Hann á heimsmet fatlaðra í 100 m, 200 og 400 m hlaupi. Hann varð í öðru sæti í 400 m hlaupi á meistaramóti Suður-Afríku þar sem hann keppti við ófatlaða hlaupara. Hér að neðan má sjá samanburð á heimsmetum hans í keppni fatlaðra og hins vegar heimsmetum í 100 m, 200 m og 400 m hlaupi. 100 metra hlaup: Heimsmet: 9,74 sekúndur (Asafa Powell, Jamaíku, sett 2007) Pistorius: 10,91 sekúnda (sett 2007) A-lágmark fyrir ÓL 2008: 10,21 sekúndur B-lágmark: 10,28 sekúndur 200 metra hlaup: Heimsmet: 19,32 sekúndur (Michael Johnson, sett 1996) Pistorius: 21,58 sekúndur (sett 2007) A-lágmark: 20,59 sekúndur B-lágmark: 20,75 sekúndur 400 metra hlaup: Heimsmet: 43,18 sekúndur (Michael Johnson, sett 1999) Pistorius: 46,56 sekúndur (sett 2007) A-lágmark: 45,55 sekúndur B-lágmark: 45,95 sekúndur
Erlendar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira