Hringdu sjálfir í löggurnar sem handtóku þá Óli Tynes skrifar 31. maí 2008 17:52 Tveir menn sem lögreglan í Grindavík hafði afskipti af í gær, eru ekki sáttir við frásögn af atburðinum sem birtist á Vísi. Sú frásögn var höfð eftir lögreglunni. Sagt var að mennirnir hefðu verið með ölvunarlæti og annar þeirra hefði ýtt við lögregluþjóni. Hann hefði verið handtekinn og hefði þá vinur hans skorist í leikinn. Hann hefði einnig verið handtekinn og lögreglan beitt piparúða til þess að hafa þá undir. Þetta segja þeir félagar að sé fjarri lagi. Þeir séu sjómenn og hafi verið að skemmta sér fyrir sjómannadaginn á Kaffi Grindavík. Þeir hafi vissulega verið við skál, en aðeins glaðir og sáttir við heiminn. Það hafi hinsvegar ekki allir verið og einn gestanna slegið annan þeirra. Þeim manni hafi verið vísað á dyr, en hann staðið fyrir utan og beðið. Þóttust vinirnir vissir um að hann ætlaði að halda slagsmálunum áfram þegar þeir kæmu út, og hringdu því sjálfir í lögregluna. Hún kom eftir dágóða stund og talað við manninn sem var utan dyra og leitað á honum. Svo leyfðu þeir honum að fara. Þeir félagar segja að vinur þess sem var sleginn hafi þá tekið í hönd lögreglumanns og spurt hvort þeir ætluðu ekki að handtaka þann sem barði. Þá hafi honum umsvifalaust verið skellt í götuna og hann handjárnaður. Sá sem var sleginn mótmælti handtökunni. Hann viðurkennir að sér hafi legið hátt rómur, en ekki þó verið með nein öskur eða ólæti. Hann segir að hann hafi elt lögreluþjónana að bíl þeirra, þrátt fyrir að þeir skipuðu honum að hætta því og láta kyrrt liggja. Þá hafi lögregluþjónn snúið sér við og sprautað piparúða í andlit mótmælandans. Hann var svo einnig handjárnaður. Ekki voru þeir þó sviptir frelsinu lengi. Þeim var báðum sleppt án skýrslutöku og lögreglan skutlaði þeim sem fékk piparúðann framan í sig heim til pabba og mömmu. Þar loks gat hann skolað úðann úr augunum. Þeir félagar segja fjölda vitna að atburðinum. Þeir hafa ekki hugsað sér að kæra lögregluna, en vildu að þeirra hlið á málinu kæmi fram Innlent Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Tveir menn sem lögreglan í Grindavík hafði afskipti af í gær, eru ekki sáttir við frásögn af atburðinum sem birtist á Vísi. Sú frásögn var höfð eftir lögreglunni. Sagt var að mennirnir hefðu verið með ölvunarlæti og annar þeirra hefði ýtt við lögregluþjóni. Hann hefði verið handtekinn og hefði þá vinur hans skorist í leikinn. Hann hefði einnig verið handtekinn og lögreglan beitt piparúða til þess að hafa þá undir. Þetta segja þeir félagar að sé fjarri lagi. Þeir séu sjómenn og hafi verið að skemmta sér fyrir sjómannadaginn á Kaffi Grindavík. Þeir hafi vissulega verið við skál, en aðeins glaðir og sáttir við heiminn. Það hafi hinsvegar ekki allir verið og einn gestanna slegið annan þeirra. Þeim manni hafi verið vísað á dyr, en hann staðið fyrir utan og beðið. Þóttust vinirnir vissir um að hann ætlaði að halda slagsmálunum áfram þegar þeir kæmu út, og hringdu því sjálfir í lögregluna. Hún kom eftir dágóða stund og talað við manninn sem var utan dyra og leitað á honum. Svo leyfðu þeir honum að fara. Þeir félagar segja að vinur þess sem var sleginn hafi þá tekið í hönd lögreglumanns og spurt hvort þeir ætluðu ekki að handtaka þann sem barði. Þá hafi honum umsvifalaust verið skellt í götuna og hann handjárnaður. Sá sem var sleginn mótmælti handtökunni. Hann viðurkennir að sér hafi legið hátt rómur, en ekki þó verið með nein öskur eða ólæti. Hann segir að hann hafi elt lögreluþjónana að bíl þeirra, þrátt fyrir að þeir skipuðu honum að hætta því og láta kyrrt liggja. Þá hafi lögregluþjónn snúið sér við og sprautað piparúða í andlit mótmælandans. Hann var svo einnig handjárnaður. Ekki voru þeir þó sviptir frelsinu lengi. Þeim var báðum sleppt án skýrslutöku og lögreglan skutlaði þeim sem fékk piparúðann framan í sig heim til pabba og mömmu. Þar loks gat hann skolað úðann úr augunum. Þeir félagar segja fjölda vitna að atburðinum. Þeir hafa ekki hugsað sér að kæra lögregluna, en vildu að þeirra hlið á málinu kæmi fram
Innlent Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira