Hringdu sjálfir í löggurnar sem handtóku þá Óli Tynes skrifar 31. maí 2008 17:52 Tveir menn sem lögreglan í Grindavík hafði afskipti af í gær, eru ekki sáttir við frásögn af atburðinum sem birtist á Vísi. Sú frásögn var höfð eftir lögreglunni. Sagt var að mennirnir hefðu verið með ölvunarlæti og annar þeirra hefði ýtt við lögregluþjóni. Hann hefði verið handtekinn og hefði þá vinur hans skorist í leikinn. Hann hefði einnig verið handtekinn og lögreglan beitt piparúða til þess að hafa þá undir. Þetta segja þeir félagar að sé fjarri lagi. Þeir séu sjómenn og hafi verið að skemmta sér fyrir sjómannadaginn á Kaffi Grindavík. Þeir hafi vissulega verið við skál, en aðeins glaðir og sáttir við heiminn. Það hafi hinsvegar ekki allir verið og einn gestanna slegið annan þeirra. Þeim manni hafi verið vísað á dyr, en hann staðið fyrir utan og beðið. Þóttust vinirnir vissir um að hann ætlaði að halda slagsmálunum áfram þegar þeir kæmu út, og hringdu því sjálfir í lögregluna. Hún kom eftir dágóða stund og talað við manninn sem var utan dyra og leitað á honum. Svo leyfðu þeir honum að fara. Þeir félagar segja að vinur þess sem var sleginn hafi þá tekið í hönd lögreglumanns og spurt hvort þeir ætluðu ekki að handtaka þann sem barði. Þá hafi honum umsvifalaust verið skellt í götuna og hann handjárnaður. Sá sem var sleginn mótmælti handtökunni. Hann viðurkennir að sér hafi legið hátt rómur, en ekki þó verið með nein öskur eða ólæti. Hann segir að hann hafi elt lögreluþjónana að bíl þeirra, þrátt fyrir að þeir skipuðu honum að hætta því og láta kyrrt liggja. Þá hafi lögregluþjónn snúið sér við og sprautað piparúða í andlit mótmælandans. Hann var svo einnig handjárnaður. Ekki voru þeir þó sviptir frelsinu lengi. Þeim var báðum sleppt án skýrslutöku og lögreglan skutlaði þeim sem fékk piparúðann framan í sig heim til pabba og mömmu. Þar loks gat hann skolað úðann úr augunum. Þeir félagar segja fjölda vitna að atburðinum. Þeir hafa ekki hugsað sér að kæra lögregluna, en vildu að þeirra hlið á málinu kæmi fram Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Tveir menn sem lögreglan í Grindavík hafði afskipti af í gær, eru ekki sáttir við frásögn af atburðinum sem birtist á Vísi. Sú frásögn var höfð eftir lögreglunni. Sagt var að mennirnir hefðu verið með ölvunarlæti og annar þeirra hefði ýtt við lögregluþjóni. Hann hefði verið handtekinn og hefði þá vinur hans skorist í leikinn. Hann hefði einnig verið handtekinn og lögreglan beitt piparúða til þess að hafa þá undir. Þetta segja þeir félagar að sé fjarri lagi. Þeir séu sjómenn og hafi verið að skemmta sér fyrir sjómannadaginn á Kaffi Grindavík. Þeir hafi vissulega verið við skál, en aðeins glaðir og sáttir við heiminn. Það hafi hinsvegar ekki allir verið og einn gestanna slegið annan þeirra. Þeim manni hafi verið vísað á dyr, en hann staðið fyrir utan og beðið. Þóttust vinirnir vissir um að hann ætlaði að halda slagsmálunum áfram þegar þeir kæmu út, og hringdu því sjálfir í lögregluna. Hún kom eftir dágóða stund og talað við manninn sem var utan dyra og leitað á honum. Svo leyfðu þeir honum að fara. Þeir félagar segja að vinur þess sem var sleginn hafi þá tekið í hönd lögreglumanns og spurt hvort þeir ætluðu ekki að handtaka þann sem barði. Þá hafi honum umsvifalaust verið skellt í götuna og hann handjárnaður. Sá sem var sleginn mótmælti handtökunni. Hann viðurkennir að sér hafi legið hátt rómur, en ekki þó verið með nein öskur eða ólæti. Hann segir að hann hafi elt lögreluþjónana að bíl þeirra, þrátt fyrir að þeir skipuðu honum að hætta því og láta kyrrt liggja. Þá hafi lögregluþjónn snúið sér við og sprautað piparúða í andlit mótmælandans. Hann var svo einnig handjárnaður. Ekki voru þeir þó sviptir frelsinu lengi. Þeim var báðum sleppt án skýrslutöku og lögreglan skutlaði þeim sem fékk piparúðann framan í sig heim til pabba og mömmu. Þar loks gat hann skolað úðann úr augunum. Þeir félagar segja fjölda vitna að atburðinum. Þeir hafa ekki hugsað sér að kæra lögregluna, en vildu að þeirra hlið á málinu kæmi fram
Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira