Hringdu sjálfir í löggurnar sem handtóku þá Óli Tynes skrifar 31. maí 2008 17:52 Tveir menn sem lögreglan í Grindavík hafði afskipti af í gær, eru ekki sáttir við frásögn af atburðinum sem birtist á Vísi. Sú frásögn var höfð eftir lögreglunni. Sagt var að mennirnir hefðu verið með ölvunarlæti og annar þeirra hefði ýtt við lögregluþjóni. Hann hefði verið handtekinn og hefði þá vinur hans skorist í leikinn. Hann hefði einnig verið handtekinn og lögreglan beitt piparúða til þess að hafa þá undir. Þetta segja þeir félagar að sé fjarri lagi. Þeir séu sjómenn og hafi verið að skemmta sér fyrir sjómannadaginn á Kaffi Grindavík. Þeir hafi vissulega verið við skál, en aðeins glaðir og sáttir við heiminn. Það hafi hinsvegar ekki allir verið og einn gestanna slegið annan þeirra. Þeim manni hafi verið vísað á dyr, en hann staðið fyrir utan og beðið. Þóttust vinirnir vissir um að hann ætlaði að halda slagsmálunum áfram þegar þeir kæmu út, og hringdu því sjálfir í lögregluna. Hún kom eftir dágóða stund og talað við manninn sem var utan dyra og leitað á honum. Svo leyfðu þeir honum að fara. Þeir félagar segja að vinur þess sem var sleginn hafi þá tekið í hönd lögreglumanns og spurt hvort þeir ætluðu ekki að handtaka þann sem barði. Þá hafi honum umsvifalaust verið skellt í götuna og hann handjárnaður. Sá sem var sleginn mótmælti handtökunni. Hann viðurkennir að sér hafi legið hátt rómur, en ekki þó verið með nein öskur eða ólæti. Hann segir að hann hafi elt lögreluþjónana að bíl þeirra, þrátt fyrir að þeir skipuðu honum að hætta því og láta kyrrt liggja. Þá hafi lögregluþjónn snúið sér við og sprautað piparúða í andlit mótmælandans. Hann var svo einnig handjárnaður. Ekki voru þeir þó sviptir frelsinu lengi. Þeim var báðum sleppt án skýrslutöku og lögreglan skutlaði þeim sem fékk piparúðann framan í sig heim til pabba og mömmu. Þar loks gat hann skolað úðann úr augunum. Þeir félagar segja fjölda vitna að atburðinum. Þeir hafa ekki hugsað sér að kæra lögregluna, en vildu að þeirra hlið á málinu kæmi fram Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Tveir menn sem lögreglan í Grindavík hafði afskipti af í gær, eru ekki sáttir við frásögn af atburðinum sem birtist á Vísi. Sú frásögn var höfð eftir lögreglunni. Sagt var að mennirnir hefðu verið með ölvunarlæti og annar þeirra hefði ýtt við lögregluþjóni. Hann hefði verið handtekinn og hefði þá vinur hans skorist í leikinn. Hann hefði einnig verið handtekinn og lögreglan beitt piparúða til þess að hafa þá undir. Þetta segja þeir félagar að sé fjarri lagi. Þeir séu sjómenn og hafi verið að skemmta sér fyrir sjómannadaginn á Kaffi Grindavík. Þeir hafi vissulega verið við skál, en aðeins glaðir og sáttir við heiminn. Það hafi hinsvegar ekki allir verið og einn gestanna slegið annan þeirra. Þeim manni hafi verið vísað á dyr, en hann staðið fyrir utan og beðið. Þóttust vinirnir vissir um að hann ætlaði að halda slagsmálunum áfram þegar þeir kæmu út, og hringdu því sjálfir í lögregluna. Hún kom eftir dágóða stund og talað við manninn sem var utan dyra og leitað á honum. Svo leyfðu þeir honum að fara. Þeir félagar segja að vinur þess sem var sleginn hafi þá tekið í hönd lögreglumanns og spurt hvort þeir ætluðu ekki að handtaka þann sem barði. Þá hafi honum umsvifalaust verið skellt í götuna og hann handjárnaður. Sá sem var sleginn mótmælti handtökunni. Hann viðurkennir að sér hafi legið hátt rómur, en ekki þó verið með nein öskur eða ólæti. Hann segir að hann hafi elt lögreluþjónana að bíl þeirra, þrátt fyrir að þeir skipuðu honum að hætta því og láta kyrrt liggja. Þá hafi lögregluþjónn snúið sér við og sprautað piparúða í andlit mótmælandans. Hann var svo einnig handjárnaður. Ekki voru þeir þó sviptir frelsinu lengi. Þeim var báðum sleppt án skýrslutöku og lögreglan skutlaði þeim sem fékk piparúðann framan í sig heim til pabba og mömmu. Þar loks gat hann skolað úðann úr augunum. Þeir félagar segja fjölda vitna að atburðinum. Þeir hafa ekki hugsað sér að kæra lögregluna, en vildu að þeirra hlið á málinu kæmi fram
Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira