Ísland á barmi gjaldþrots? 8. október 2008 09:41 Ísland rambar á barmi þess að verða fyrsta landið til að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Þetta segir í frétt á forsíðu bandarísku leitarvélarinnar Yahoo.com í dag. Fréttin er frá fréttastofunni Associated Press. Þar er farið í stuttu máli yfir fjármálalífið á Íslandi og fjármálageirann, sem hafi vaxið langt út fyrir hagkerfið. Hrun hér gæti haft alvarleg keðjuverkandi áhrif víða í Evrópu enda hafi bankarnir og íslensk fyrirtæki og einstaklingar fjárfest víða í álfunni, allt frá verslunum til knattspyrnufélaga. Eftir gríðarlegan vöxt síðustu ár horfi landsmenn nú á umhverfi sitt falla saman innanfrá og geti ekkert gert til að stöðva það. Eigi margir í erfiðleikum með að taka peninga út af reikningum sínum, svo sem hjá Landsbankanum. Þá eru ónefndir þúsundir Breta sem hafi lagt sparifé sitt inn á Icesave-reikning bankans í Bretlandi. Miklar líkur eru nú á að með þjóðnýtingu Landsbankans sjái sparifjáreigendurnir peningana aldrei aftur. Sérstaklega er tekið fram að hagkerfið hafi fallið hratt saman eftir þjóðnýtinguna á Glitni í síðustu viku. Neyðarlög hafi nú verið sett, sem geri ríkinu kleift að taka yfir fleiri banka sem hafi ratað í öngstræti. Hins vegar er haft eftir Richard Portes, prófessor við London Business School í Bretlandi, að bankarnir hafi verið vel fjármagnaðir og ekki lumað á neinum af þeim eiturbréfum sem hafi komið fjármálafyrirtækjum víða um heim á kné. „Ég held það sé rangt að halda því fram að bankarnir hafi verið kærulausir. Þvert á móti. Þeir voru mjög óheppnir,“ segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Sjá meira
Ísland rambar á barmi þess að verða fyrsta landið til að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Þetta segir í frétt á forsíðu bandarísku leitarvélarinnar Yahoo.com í dag. Fréttin er frá fréttastofunni Associated Press. Þar er farið í stuttu máli yfir fjármálalífið á Íslandi og fjármálageirann, sem hafi vaxið langt út fyrir hagkerfið. Hrun hér gæti haft alvarleg keðjuverkandi áhrif víða í Evrópu enda hafi bankarnir og íslensk fyrirtæki og einstaklingar fjárfest víða í álfunni, allt frá verslunum til knattspyrnufélaga. Eftir gríðarlegan vöxt síðustu ár horfi landsmenn nú á umhverfi sitt falla saman innanfrá og geti ekkert gert til að stöðva það. Eigi margir í erfiðleikum með að taka peninga út af reikningum sínum, svo sem hjá Landsbankanum. Þá eru ónefndir þúsundir Breta sem hafi lagt sparifé sitt inn á Icesave-reikning bankans í Bretlandi. Miklar líkur eru nú á að með þjóðnýtingu Landsbankans sjái sparifjáreigendurnir peningana aldrei aftur. Sérstaklega er tekið fram að hagkerfið hafi fallið hratt saman eftir þjóðnýtinguna á Glitni í síðustu viku. Neyðarlög hafi nú verið sett, sem geri ríkinu kleift að taka yfir fleiri banka sem hafi ratað í öngstræti. Hins vegar er haft eftir Richard Portes, prófessor við London Business School í Bretlandi, að bankarnir hafi verið vel fjármagnaðir og ekki lumað á neinum af þeim eiturbréfum sem hafi komið fjármálafyrirtækjum víða um heim á kné. „Ég held það sé rangt að halda því fram að bankarnir hafi verið kærulausir. Þvert á móti. Þeir voru mjög óheppnir,“ segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Sjá meira