Þótt núna sé ekki tíminn til að þrátta er nauðsynlegt að leiðrétta misskilning þegar hann kemur upp. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skýtur því inn í grein sem birtist í Fréttablaðinu 17. október sl. að Hanna Birna Kristjánsdóttir og fimm aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi neitað að afhenda Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum hans OR fyrir ári síðan.

Þessi tvö mál eiga það sammerkt að stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm og til þess að hægt sé að draga lærdóm af því sem aflaga hefur farið er nauðsynlegt að hafa réttar staðreyndir til hliðsjónar. Rangfærslur eyða aðeins mikilvægum tíma og tefja farsæla lausn mála og uppbyggingu til framtíðar.
Höfundar eru borgarfulltrúar.