Bankahólfið: Uppsagnir 2. apríl 2008 00:01 Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson stjórnendur KB banki Menn eru farnir að standa við yfirlýsingarnar um aðgerðir til að bregðast við breyttu árferði í rekstri fjármálafyrirtækja. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði að fækkað yrði í starfsliði bankans. Auðvitað munar þar mestu um sölu á hluta af starfsemi sem áður var undir Singer & Friedlander. Í fyrradag fengu þó fjölmargir starfsmenn bankans uppsagnarbréf, en þeir voru samt rétt undir 30 því annars hefði verið um hópuppsögn að ræða. Bankarnir fara þannig að þessa mánuðina að klípa jafnt og þétt af starfsliðinu til að vekja ekki upp óþægilega umræðu um uppsagnir og vandræði sem því fylgja. Má búast við áframhaldandi uppsögnum á næstunni. Hrist upp í hestamönnumDr. Kári Stefánsson hjá DeCode hristi upp í aðalfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem fram fór á Þingborg í Flóahreppi í síðustu viku. Bændablaðið greinir frá því að Kári hafi „fjarflutt" erindi, en honum var varpað upp á vegg með aðstoð tækninnar. Meðal annars sagði Kári að hestamennskan væri sú íþrótt sem mest hefði hnignað í 1.100 ára sögu þjóðarinnar, menn mættu helst á landsmót til þess að detta í það. Ef til vill var eins gott að Kári var fjarri ef lesið er milli lína í frásögn Bændablaðsins. Enginn tjáði sig þó opinberlega um skoðanir hans, utan Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur, sem „gaf lítið fyrir erindi Kára og var honum meira og minna ósammála í öllu".Fjármögnun á yfirdrættiIcelandic Group tilkynnti í gær að það ætlaði að leggja fyrir hluthafafund tillögu um að gefa út skuldabréf í evrum að andvirði 5 milljarðar króna með 23 prósenta föstum ársvöxtum. Uppleggið sýnir hve dýrt það er orðið að fjármagna starfsemi félaga eins og Icelandic, sem þegar er mjög skuldsett. Orðrómurinn á markaðnum hefur verið sá að hlutur flestra muni þynnast út og Björgólfur Guðmundsson muni á endanum eignast félagið þegar skuldabréfunum verði breytt í hlutabréf á gengingu einum. Það skýri svo fall Icelandic í Kauphöllinni síðustu daga, en bréf félagsins hafa lækkað um meira en 36% á sjö dögum. Með þessu á að reyna að bjarga þessu gamalgróna fyrirtæki fyrir horn. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Menn eru farnir að standa við yfirlýsingarnar um aðgerðir til að bregðast við breyttu árferði í rekstri fjármálafyrirtækja. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði að fækkað yrði í starfsliði bankans. Auðvitað munar þar mestu um sölu á hluta af starfsemi sem áður var undir Singer & Friedlander. Í fyrradag fengu þó fjölmargir starfsmenn bankans uppsagnarbréf, en þeir voru samt rétt undir 30 því annars hefði verið um hópuppsögn að ræða. Bankarnir fara þannig að þessa mánuðina að klípa jafnt og þétt af starfsliðinu til að vekja ekki upp óþægilega umræðu um uppsagnir og vandræði sem því fylgja. Má búast við áframhaldandi uppsögnum á næstunni. Hrist upp í hestamönnumDr. Kári Stefánsson hjá DeCode hristi upp í aðalfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem fram fór á Þingborg í Flóahreppi í síðustu viku. Bændablaðið greinir frá því að Kári hafi „fjarflutt" erindi, en honum var varpað upp á vegg með aðstoð tækninnar. Meðal annars sagði Kári að hestamennskan væri sú íþrótt sem mest hefði hnignað í 1.100 ára sögu þjóðarinnar, menn mættu helst á landsmót til þess að detta í það. Ef til vill var eins gott að Kári var fjarri ef lesið er milli lína í frásögn Bændablaðsins. Enginn tjáði sig þó opinberlega um skoðanir hans, utan Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur, sem „gaf lítið fyrir erindi Kára og var honum meira og minna ósammála í öllu".Fjármögnun á yfirdrættiIcelandic Group tilkynnti í gær að það ætlaði að leggja fyrir hluthafafund tillögu um að gefa út skuldabréf í evrum að andvirði 5 milljarðar króna með 23 prósenta föstum ársvöxtum. Uppleggið sýnir hve dýrt það er orðið að fjármagna starfsemi félaga eins og Icelandic, sem þegar er mjög skuldsett. Orðrómurinn á markaðnum hefur verið sá að hlutur flestra muni þynnast út og Björgólfur Guðmundsson muni á endanum eignast félagið þegar skuldabréfunum verði breytt í hlutabréf á gengingu einum. Það skýri svo fall Icelandic í Kauphöllinni síðustu daga, en bréf félagsins hafa lækkað um meira en 36% á sjö dögum. Með þessu á að reyna að bjarga þessu gamalgróna fyrirtæki fyrir horn.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira