Reynt að semja um fjárhagslegt bakland erlendis 2. apríl 2008 00:01 Eins er verðugt að kanna hvort Seðlabankinn geti tekið upp samstarf við seðlabanka í þeim ríkjum þar sem íslensku bankarnir eru umsvifamiklir,“ var meðal þess sem Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á ársfundi Seðlabankans á föstudag. Þessi mál eru í vinnslu en fátt gefið um stöðuna. Rýmkað fyrir bankanaStjórnvöld hafa þó þegar hrundið í framkvæmd ýmsum aðgerðum til að rýmka um fyrir bönkum. Seðlabankinn ákvað á dögunum að draga út bindiskyldu þeirra auk fleiri aðgerða.Sumir hafa óskað þess að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Fordæmi séu um slíkt erlendis.Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabankanum, benti á það í grein á dögunum að Frederic Mishkin, einn stjórnenda seðlabanka Bandaríkjanna, hefði sagt að til þess að grípa til slíkra aðgerða þyrftu menn að hafa áunnið sér trúverðugleika í baráttunni við verðbólgu. Verðbólga hefur verið vaxandi hér, þrátt fyrir hækkandi vexti.Ætla að hlaupa undir bagga„[R]íkissjóður hefur mikinn fjárhagslegan styrk og getur tekið að láni verulegar fjárhæðir ef á þarf að halda,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í ræðu sinni á föstudag. Hann tjáði sig þó ekkert nánar um það, en fullyrti að ríkissjóður og Seðlabankinn myndu hlaupa undir bagga ef upp kæmi alvarleg staða í bankakerfinu.Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, nefndi á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina að ríkissjóður kynni að geta tekið 4-500 milljarða króna að láni.Hins vegar er óvíst hvaða kjör ríkið gæti fengið, en tryggingaálag þess er mjög hátt um þessar mundir. Svo hátt að viðmælendur Markaðarins hafa talað um okurkjör. Sturla Pálsson, yfirmaður Alþjóðasviðs Seðlabankans, útilokar þó ekki að hægt sé að fá fé að utan á góðum kjörum.Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segist ekkert geta frætt lesendur Markaðarins um erlendar lántökur ríkissjóðs, upphæðir eða kjör. „Stefna í þessum efnum var kynnt fyrir tveimur árum og við höfum hægt og bítandi verið að styrkja gjaldeyrisforðann.“ Í hitteðfyrra var tekið erlent lán að upphæð einn milljarður evra til fimm ára.SAMKOMULAG VIÐ SEÐLABANKATil er viljayfirlýsing norrænna seðlabanka um að þeir komi hver öðrum til bjargar, lendi banki í greiðsluþroti. Forsendur þessa samstarfs hafa raunar breyst frá því að Finnar urðu aðilar að evrópska myntbandalaginu. Seðlabankinn gæti einnig reynt að gera gjaldeyrirskiptasamninga við stórar fjármálastofnanir líkt og Evrópska seðlabankann, þann bandaríska eða þann breska. Ekki hafa áður verið gerðir gjaldeyrisskiptasamningar við þessa seðlabanka, né samningar um sérstakan stuðning, eftir því sem næst verður komist. Unnið er að þessu nú. Merrill Lynch hefur einnig nefnt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Gjaldeyrisforðinn sterkurDavíð Oddsson Seðlabankastjóri sagði á ársfundinum að gjaldeyrisforðinn hefði aldrei verið stærri og eigið fé bankans aldrei meira. „Á móti er bent á að bankarnir hafi stækkað mikið og því sé forðinn hlutfallslega minni en áður, eins og það er orðað. Rétt er að athuga að bankar hér sem annars staðar reka starfsemi sína á eigin ábyrgð og þurfa að sýna fyrirhyggju og trausta áhættustýringu,“ sagði hann og bætti því við að fjármögnunarstaða bankanna væri síst lakari en sambærilegra erlendra banka. „Þeir þurfa því ekki að leita á óhagstæða lánamarkaði á undan öðrum. Hinu er ekki að neita að heildarskuldir þjóðarbúsins eru of háar og má rekja þær til ákvarðana fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja á markaði.“ ENDURSKOÐUN PENINGASTEFNUNNARSeðlabankinn hefur um langt skeið haldið stýrivöxtum háum. Yfirlýst markmið bankans er barátta gegn verðbólgu. Hún hefur aukist þrátt fyrir háa vexti. Háir vextir hafa líka haldið gengi krónunnar háu. Það hefur aftur haft í för með sér eftirspurn eftir íslenska gjaldmiðlinum. Hins vegar virðist þetta samband ekki endilega vera fyrir hendi nú.Geir H. Haarde lýsti því yfir á ársfundi Seðlabankans að tímabært væri að fá bæði innlenda og erlenda sérfræðínga til að meta hvernig til hefði tekist með peningastefnuna, þegar hægst hefði um. Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Eins er verðugt að kanna hvort Seðlabankinn geti tekið upp samstarf við seðlabanka í þeim ríkjum þar sem íslensku bankarnir eru umsvifamiklir,“ var meðal þess sem Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á ársfundi Seðlabankans á föstudag. Þessi mál eru í vinnslu en fátt gefið um stöðuna. Rýmkað fyrir bankanaStjórnvöld hafa þó þegar hrundið í framkvæmd ýmsum aðgerðum til að rýmka um fyrir bönkum. Seðlabankinn ákvað á dögunum að draga út bindiskyldu þeirra auk fleiri aðgerða.Sumir hafa óskað þess að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Fordæmi séu um slíkt erlendis.Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabankanum, benti á það í grein á dögunum að Frederic Mishkin, einn stjórnenda seðlabanka Bandaríkjanna, hefði sagt að til þess að grípa til slíkra aðgerða þyrftu menn að hafa áunnið sér trúverðugleika í baráttunni við verðbólgu. Verðbólga hefur verið vaxandi hér, þrátt fyrir hækkandi vexti.Ætla að hlaupa undir bagga„[R]íkissjóður hefur mikinn fjárhagslegan styrk og getur tekið að láni verulegar fjárhæðir ef á þarf að halda,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í ræðu sinni á föstudag. Hann tjáði sig þó ekkert nánar um það, en fullyrti að ríkissjóður og Seðlabankinn myndu hlaupa undir bagga ef upp kæmi alvarleg staða í bankakerfinu.Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, nefndi á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina að ríkissjóður kynni að geta tekið 4-500 milljarða króna að láni.Hins vegar er óvíst hvaða kjör ríkið gæti fengið, en tryggingaálag þess er mjög hátt um þessar mundir. Svo hátt að viðmælendur Markaðarins hafa talað um okurkjör. Sturla Pálsson, yfirmaður Alþjóðasviðs Seðlabankans, útilokar þó ekki að hægt sé að fá fé að utan á góðum kjörum.Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segist ekkert geta frætt lesendur Markaðarins um erlendar lántökur ríkissjóðs, upphæðir eða kjör. „Stefna í þessum efnum var kynnt fyrir tveimur árum og við höfum hægt og bítandi verið að styrkja gjaldeyrisforðann.“ Í hitteðfyrra var tekið erlent lán að upphæð einn milljarður evra til fimm ára.SAMKOMULAG VIÐ SEÐLABANKATil er viljayfirlýsing norrænna seðlabanka um að þeir komi hver öðrum til bjargar, lendi banki í greiðsluþroti. Forsendur þessa samstarfs hafa raunar breyst frá því að Finnar urðu aðilar að evrópska myntbandalaginu. Seðlabankinn gæti einnig reynt að gera gjaldeyrirskiptasamninga við stórar fjármálastofnanir líkt og Evrópska seðlabankann, þann bandaríska eða þann breska. Ekki hafa áður verið gerðir gjaldeyrisskiptasamningar við þessa seðlabanka, né samningar um sérstakan stuðning, eftir því sem næst verður komist. Unnið er að þessu nú. Merrill Lynch hefur einnig nefnt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Gjaldeyrisforðinn sterkurDavíð Oddsson Seðlabankastjóri sagði á ársfundinum að gjaldeyrisforðinn hefði aldrei verið stærri og eigið fé bankans aldrei meira. „Á móti er bent á að bankarnir hafi stækkað mikið og því sé forðinn hlutfallslega minni en áður, eins og það er orðað. Rétt er að athuga að bankar hér sem annars staðar reka starfsemi sína á eigin ábyrgð og þurfa að sýna fyrirhyggju og trausta áhættustýringu,“ sagði hann og bætti því við að fjármögnunarstaða bankanna væri síst lakari en sambærilegra erlendra banka. „Þeir þurfa því ekki að leita á óhagstæða lánamarkaði á undan öðrum. Hinu er ekki að neita að heildarskuldir þjóðarbúsins eru of háar og má rekja þær til ákvarðana fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja á markaði.“ ENDURSKOÐUN PENINGASTEFNUNNARSeðlabankinn hefur um langt skeið haldið stýrivöxtum háum. Yfirlýst markmið bankans er barátta gegn verðbólgu. Hún hefur aukist þrátt fyrir háa vexti. Háir vextir hafa líka haldið gengi krónunnar háu. Það hefur aftur haft í för með sér eftirspurn eftir íslenska gjaldmiðlinum. Hins vegar virðist þetta samband ekki endilega vera fyrir hendi nú.Geir H. Haarde lýsti því yfir á ársfundi Seðlabankans að tímabært væri að fá bæði innlenda og erlenda sérfræðínga til að meta hvernig til hefði tekist með peningastefnuna, þegar hægst hefði um.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira