Peningaskápurinn ... 6. mars 2008 00:01 Jón Ólafsson Eins og kunnugt er hafnaði breskur dómsstóll frávísunarkröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í meiðyrðamáli hans og Jóns Ólafssonar í vikubyrjun. Jón höfðaði mál gegn Hannesi árið 2004 en Hannes hafði gefið í skyn í ræðu og á heimasíðu sinni að Jón hefði efnast á ólöglegan hátt. Var hann í kjölfarið dæmdur til að greiða Jóni átta milljónir króna í skaðabætur auk kostnaðar og vaxta. Áhugi fólks hefur greinilega vaknað á Jóni síðustu misserin en heyrst hefur að ævisaga hans frá árinu 2005 sé einkar vinsæl á bókamarkaðnum í Perlunni um þessar mundir. Bókin er á tæpar 700 krónur, sem er frekar lítið fyrir 500 blaðsíðna doðrant. Toppmenn í vatninuJón hefur slegið í gegn á fleiri stöðum en á bókamarkaðnum í Perlunni. Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem Jón og Kristján sonur hans eiga að mestu og stýra og selur margverðlaunað átappað vatn úr Ölfusinu í flöskum undir merkjum Icelandic Glacial hefur verið á rjúkandi ferð upp á síðkastið. Fyrirtækið hefur fengið heilmikla athygli víða um heim, nú síðast á Óskarsverðlaunahátíðinni en þar svöluðu heimsþekktar en þorstlátar kvikmyndastjörnur sér á vatni feðganna úr Ölfusinu. Svo virðist sem hrakspár um efnahagssamdrátt hafi ekki ratað inn fyrir dyr Icelandic Water Holdings því fyrirtækið hefur fjölgað fólki á sama tíma og aðrir standa í uppsögnum. Á meðal nýráðinna starfsmanna eru tveir stórjaxlar úr bandarískum drykkjavörugeira. Þeir eru Daniel Stepper, frá Coke, og James Harris, sem áður var einn af markaðsstjórum Fiji Waters, helsta keppinauti Icelandic Glacial vestanhafs. Munu þeir eiga að hjálpa til við stóraukna markaðshlutdeild úti í hinum stóra og harða heimi vatnsbransans. Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Eins og kunnugt er hafnaði breskur dómsstóll frávísunarkröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í meiðyrðamáli hans og Jóns Ólafssonar í vikubyrjun. Jón höfðaði mál gegn Hannesi árið 2004 en Hannes hafði gefið í skyn í ræðu og á heimasíðu sinni að Jón hefði efnast á ólöglegan hátt. Var hann í kjölfarið dæmdur til að greiða Jóni átta milljónir króna í skaðabætur auk kostnaðar og vaxta. Áhugi fólks hefur greinilega vaknað á Jóni síðustu misserin en heyrst hefur að ævisaga hans frá árinu 2005 sé einkar vinsæl á bókamarkaðnum í Perlunni um þessar mundir. Bókin er á tæpar 700 krónur, sem er frekar lítið fyrir 500 blaðsíðna doðrant. Toppmenn í vatninuJón hefur slegið í gegn á fleiri stöðum en á bókamarkaðnum í Perlunni. Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem Jón og Kristján sonur hans eiga að mestu og stýra og selur margverðlaunað átappað vatn úr Ölfusinu í flöskum undir merkjum Icelandic Glacial hefur verið á rjúkandi ferð upp á síðkastið. Fyrirtækið hefur fengið heilmikla athygli víða um heim, nú síðast á Óskarsverðlaunahátíðinni en þar svöluðu heimsþekktar en þorstlátar kvikmyndastjörnur sér á vatni feðganna úr Ölfusinu. Svo virðist sem hrakspár um efnahagssamdrátt hafi ekki ratað inn fyrir dyr Icelandic Water Holdings því fyrirtækið hefur fjölgað fólki á sama tíma og aðrir standa í uppsögnum. Á meðal nýráðinna starfsmanna eru tveir stórjaxlar úr bandarískum drykkjavörugeira. Þeir eru Daniel Stepper, frá Coke, og James Harris, sem áður var einn af markaðsstjórum Fiji Waters, helsta keppinauti Icelandic Glacial vestanhafs. Munu þeir eiga að hjálpa til við stóraukna markaðshlutdeild úti í hinum stóra og harða heimi vatnsbransans.
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira