Harmleikur Handknattleikssambandsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2008 07:00 Guðmundur Ingvarsson, formaður HSí Að fylgjast með framgöngu Handknattleikssambands síðustu daga og vikur er eins og að fylgjast með hádramatískum harmleik. Það er fyrir löngu orðið átakanlegt að fylgjast með klaufagangnum í kringum ráðningu landsliðsþjálfara og sér ekki fyrir endann á þeirri vitleysu. Steininn hefur síðan algjörlega tekið úr síðustu daga og verður ekki lengur orða bundist. Þorbergur Aðalsteinsson, stjórnarmaður HSÍ, varð sjálfum sér og handknattleiksforystunni til háborinnar skammar í þættinum Utan vallar á Sýn. Fyrir það fyrsta þá var maðurinn í mjög annarlegu ástandi og alls ekki í slíku ástandi sem menn eiga að vera í þegar þeir fara í sjónvarpsviðtöl fyrir hönd handknattleiksforystunnar. Maðurinn var ölvaður. Það getur undirritaður staðfest enda var hann á staðnum. Það geta fleiri einnig staðfest sem voru á staðnum. Hegðun hans í þættinum er síðan kapitúli út af fyrir sig. Þar ræðst Þorbergur mjög ómaklega að sumum af bestu drengjum handboltans. Þess utan braut hann trúnað við stjórn sem og þá þjálfara sem hafa verið í viðræðum við HSÍ. Það er háalvarlegt. Stjórn HSÍ beit síðan höfuðið af skömminni með því að taka málið ekki föstum tökum á neyðarfundi síðasta föstudag. Þess í stað var ákveðið að stinga höfðinu í sandinn. Þorbergur sjálfur hefði þess utan átt að sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar. Með því hefði hann séð til þess að HSÍ héldi einhverjum trúverðugleika en niðurstaðan er álitshnekkir fyrir sambandið sem er nú rúið öllum trúverðugleika. Handknattleiksforystan sýndi svo um munaði með viðbrögðum sínum að hún er ekki starfi sínu vaxin. Þær útskýringar að Þorbergur hefði verið þarna sem persónan Þorbergur en ekki stjórnarmaðurinn Þorbergur halda engu vatni og eru í raun svo barnalegar að það tekur engu tali. Ef Þorbergur hefði eingöngu tjáð sig um sinn landsliðsþjálfaraferil og handboltann almennt hefði þessi afsökun gengið. Hann talaði aftur á móti um nánast ekkert annað en málefni HSÍ. Ekki bara innri málefni sambandsins heldur þau allra innstu. Þessi málsvörn HSÍ er líklega sú slakasta síðan Maradona sagði hendi Guðs hafa skorað frægt mark gegn Englendingum á HM 1986. Þorbergur segir að HSÍ hefði orðið við öllum kröfum þeirra Dags og Arons en þeir hafi samt sagt nei. Það skilur hann ekki. Hann gleymir því aftur á móti að þegar menn ákveða að þiggja störf skoða þeir einnig vinnuumhverfið og ekki síst þá einstaklinga sem þeir þurfa að vinna með. Má segja að ástandið innan herbúða HSÍ hafi kristallast í hegðun Þorbergs og stjórnarinnar síðustu daga og ég lái þessum mönnum ekki fyrir að hafna starfinu. Hver vill vinna með einstaklingum sem koma svona fram og öðrum sem leggja blessun sína yfir slíka framkomu? Þessi framkoma er á allan hátt óverjanleg og til háborinnar skammar. HSÍ stendur nú eftir án þjálfara, trúverðugleika og virðingar. Íslenski handboltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
Að fylgjast með framgöngu Handknattleikssambands síðustu daga og vikur er eins og að fylgjast með hádramatískum harmleik. Það er fyrir löngu orðið átakanlegt að fylgjast með klaufagangnum í kringum ráðningu landsliðsþjálfara og sér ekki fyrir endann á þeirri vitleysu. Steininn hefur síðan algjörlega tekið úr síðustu daga og verður ekki lengur orða bundist. Þorbergur Aðalsteinsson, stjórnarmaður HSÍ, varð sjálfum sér og handknattleiksforystunni til háborinnar skammar í þættinum Utan vallar á Sýn. Fyrir það fyrsta þá var maðurinn í mjög annarlegu ástandi og alls ekki í slíku ástandi sem menn eiga að vera í þegar þeir fara í sjónvarpsviðtöl fyrir hönd handknattleiksforystunnar. Maðurinn var ölvaður. Það getur undirritaður staðfest enda var hann á staðnum. Það geta fleiri einnig staðfest sem voru á staðnum. Hegðun hans í þættinum er síðan kapitúli út af fyrir sig. Þar ræðst Þorbergur mjög ómaklega að sumum af bestu drengjum handboltans. Þess utan braut hann trúnað við stjórn sem og þá þjálfara sem hafa verið í viðræðum við HSÍ. Það er háalvarlegt. Stjórn HSÍ beit síðan höfuðið af skömminni með því að taka málið ekki föstum tökum á neyðarfundi síðasta föstudag. Þess í stað var ákveðið að stinga höfðinu í sandinn. Þorbergur sjálfur hefði þess utan átt að sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar. Með því hefði hann séð til þess að HSÍ héldi einhverjum trúverðugleika en niðurstaðan er álitshnekkir fyrir sambandið sem er nú rúið öllum trúverðugleika. Handknattleiksforystan sýndi svo um munaði með viðbrögðum sínum að hún er ekki starfi sínu vaxin. Þær útskýringar að Þorbergur hefði verið þarna sem persónan Þorbergur en ekki stjórnarmaðurinn Þorbergur halda engu vatni og eru í raun svo barnalegar að það tekur engu tali. Ef Þorbergur hefði eingöngu tjáð sig um sinn landsliðsþjálfaraferil og handboltann almennt hefði þessi afsökun gengið. Hann talaði aftur á móti um nánast ekkert annað en málefni HSÍ. Ekki bara innri málefni sambandsins heldur þau allra innstu. Þessi málsvörn HSÍ er líklega sú slakasta síðan Maradona sagði hendi Guðs hafa skorað frægt mark gegn Englendingum á HM 1986. Þorbergur segir að HSÍ hefði orðið við öllum kröfum þeirra Dags og Arons en þeir hafi samt sagt nei. Það skilur hann ekki. Hann gleymir því aftur á móti að þegar menn ákveða að þiggja störf skoða þeir einnig vinnuumhverfið og ekki síst þá einstaklinga sem þeir þurfa að vinna með. Má segja að ástandið innan herbúða HSÍ hafi kristallast í hegðun Þorbergs og stjórnarinnar síðustu daga og ég lái þessum mönnum ekki fyrir að hafna starfinu. Hver vill vinna með einstaklingum sem koma svona fram og öðrum sem leggja blessun sína yfir slíka framkomu? Þessi framkoma er á allan hátt óverjanleg og til háborinnar skammar. HSÍ stendur nú eftir án þjálfara, trúverðugleika og virðingar.
Íslenski handboltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira