James hafði betur gegn Bryant 21. desember 2007 09:46 LeBron James og Kobe Bryant háðu skemmtilegt einvígi í nótt NordicPhotos/GettyImages Þrír æsispennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Einvígi LeBron James og Kobe Bryant var í sviðsljósinu þegar Cleveland tók á móti LA Lakers. LeBron James heimtaði að fá að dekka Kobe Bryant á lokasprettinum í leiknum og gerði það með ágætum árangir. Þeir tveir háðu skemmtilegt einvígi og það var James sem hafði betur þegar Cleveland vann 94-90 sigur í leiknum. Þriggja stiga skot frá Bryant sem hefði geta gert út um leikinn undir lokin geigaði og kvartaði Bryant undan nárameiðslum sínum og sagðist ekki geta beitt sér að fullu vegna þeirra. "Ég spurði ekki einu sinni að því hvort ég mætti dekka Kobe, ég sagði Sasha (Pavlovic) bara að fara eitthvað annað," sagði James um ákvörðun sína að dekka Bryant. "Ef þú vilt vinna, verður þú að geta dekkað besta manninn í hinu liðinu." Bryant sagði að þristur hans í lokin hefði virkað góður. "James var með hendurnar niðri þegar ég tók skotið - en hann á að vita betur. Ég hélt að þetta færi niður," sagði Bryant. James var sammála. "Ég sneri mér við og hélt að ég myndi sjá boltan fara ofan í," sagði hann. "Kobe er klárlega einn kraftmesti leikmaðurinn í deildinni, það er enginn eins og hann," sagði James. LeBron James skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland og Daniel Gibsons skoraði 15, en Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig, Lamar Odom skoraði 19 og hirti 11 fráköst, Derek Fisher skoraði 18 stig og Andrew Bynum var með 17 stig og 11 fráköst. Dwyane Wade ver skot Jason Collins í nóttNordicPhotos/GettyImages Enn tapar Miami New Jersey skellti Miami á heimavelli í framlengdum leik þar sem heimamenn komu til baka og tryggðu sér sigur eftir að hafa verið sjö stigum undir undir lok venjulegs leiktíma. New Jersey hefur spilað ágætlega í jöfnum leikjum í vetur og í nótt tryggði liðið sér sigur í einum slíkum á kostnað Miami, sem er í miklum vandræðum á leiktíðinni. Vince Carter skoraði 31 stig og Richard Jefferson var með 29 stig þegar New Jersey vann áttunda sigur sinn í ellefu leikjum þar sem úrslit ráðast með fimm stigum eða minna. "Okkur tókst að krafsa okkur út sigur að þessu sinni. Þetta var öflug frammistaða í jöfnum leik," sagði Lawrence Frank, þjálfari New Jersey. Dwyane Wade skoraði 41 stig fyrir Miami og átti sinn besta leik í sókninni til þessa á leiktíðinni, en allt kom fyrir ekki. Udonis Haslem skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst, en hann tryggði Miami framlengingu með ævintýralegu skoti í lok venjulegs leiktíma. Shaquille O´Neal olli enn á ný vonbrigðum og skoraði 12 stig og hirti 7 fráköst áður en hann fór af velli með sína sjöttu villu - í fjórða leiknum í röð. "Hann vildi að minnsta kosti vinna þennan leik," sagði Pat Riley, þjálfari Miami. Jason Kidd skoraði aðeins 5 stig í leiknum en hirti 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hann skoraði 14,000. stigið sitt á ferlinum í nótt og er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu NBA með það mörg stig ásamt 8,500 stoðsendingum og 6,500 fráköstum ásamt þeim Magic Johnson og Oscar Robertson. Allen Iverson var í stuði í nóttNordicPhotos/GettyImages Rafmögnuð spenna í Denver Loks vann Denver góðan heimasigur á Houston á heimavelli sínum 112-111 í æsispennandi og tvíframlengdum leik. Það var Anthony Carter sem var hetja kvöldsins þegar hann tryggði Denver sigurinn með lúmsku skoti þegar 0,8 sekúndur voru eftir af annari framlengingu. Carmelo Anthony átti skínandi leik með Denver og skoraði 37 stig og hirti 16 fráköst og Allen Iverson var með 36 stig og 9 stoðsendingar. Denver hafði tapað tveimur leikjum í röð. Þess má geta að Anthony var aðeins með 8 stig og hitti úr 2 af 17 skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Kenyon Martin fór af velli meiddur á fæti og er spurningamerki fyrir næsta leik. Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 19 fráköst fyrir Houston sem var án Tracy McGrady sem er meiddur á hné. Luther Head skoraði 22 stig og Rafer Alston skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Houston. Bonzi Wells skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst, en lét Carter fara illa með sig þegar hann skoraði sigurkörfuna. Steve Francis var með flensu og lék ekki með Houston. NBA Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Þrír æsispennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Einvígi LeBron James og Kobe Bryant var í sviðsljósinu þegar Cleveland tók á móti LA Lakers. LeBron James heimtaði að fá að dekka Kobe Bryant á lokasprettinum í leiknum og gerði það með ágætum árangir. Þeir tveir háðu skemmtilegt einvígi og það var James sem hafði betur þegar Cleveland vann 94-90 sigur í leiknum. Þriggja stiga skot frá Bryant sem hefði geta gert út um leikinn undir lokin geigaði og kvartaði Bryant undan nárameiðslum sínum og sagðist ekki geta beitt sér að fullu vegna þeirra. "Ég spurði ekki einu sinni að því hvort ég mætti dekka Kobe, ég sagði Sasha (Pavlovic) bara að fara eitthvað annað," sagði James um ákvörðun sína að dekka Bryant. "Ef þú vilt vinna, verður þú að geta dekkað besta manninn í hinu liðinu." Bryant sagði að þristur hans í lokin hefði virkað góður. "James var með hendurnar niðri þegar ég tók skotið - en hann á að vita betur. Ég hélt að þetta færi niður," sagði Bryant. James var sammála. "Ég sneri mér við og hélt að ég myndi sjá boltan fara ofan í," sagði hann. "Kobe er klárlega einn kraftmesti leikmaðurinn í deildinni, það er enginn eins og hann," sagði James. LeBron James skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland og Daniel Gibsons skoraði 15, en Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig, Lamar Odom skoraði 19 og hirti 11 fráköst, Derek Fisher skoraði 18 stig og Andrew Bynum var með 17 stig og 11 fráköst. Dwyane Wade ver skot Jason Collins í nóttNordicPhotos/GettyImages Enn tapar Miami New Jersey skellti Miami á heimavelli í framlengdum leik þar sem heimamenn komu til baka og tryggðu sér sigur eftir að hafa verið sjö stigum undir undir lok venjulegs leiktíma. New Jersey hefur spilað ágætlega í jöfnum leikjum í vetur og í nótt tryggði liðið sér sigur í einum slíkum á kostnað Miami, sem er í miklum vandræðum á leiktíðinni. Vince Carter skoraði 31 stig og Richard Jefferson var með 29 stig þegar New Jersey vann áttunda sigur sinn í ellefu leikjum þar sem úrslit ráðast með fimm stigum eða minna. "Okkur tókst að krafsa okkur út sigur að þessu sinni. Þetta var öflug frammistaða í jöfnum leik," sagði Lawrence Frank, þjálfari New Jersey. Dwyane Wade skoraði 41 stig fyrir Miami og átti sinn besta leik í sókninni til þessa á leiktíðinni, en allt kom fyrir ekki. Udonis Haslem skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst, en hann tryggði Miami framlengingu með ævintýralegu skoti í lok venjulegs leiktíma. Shaquille O´Neal olli enn á ný vonbrigðum og skoraði 12 stig og hirti 7 fráköst áður en hann fór af velli með sína sjöttu villu - í fjórða leiknum í röð. "Hann vildi að minnsta kosti vinna þennan leik," sagði Pat Riley, þjálfari Miami. Jason Kidd skoraði aðeins 5 stig í leiknum en hirti 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hann skoraði 14,000. stigið sitt á ferlinum í nótt og er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu NBA með það mörg stig ásamt 8,500 stoðsendingum og 6,500 fráköstum ásamt þeim Magic Johnson og Oscar Robertson. Allen Iverson var í stuði í nóttNordicPhotos/GettyImages Rafmögnuð spenna í Denver Loks vann Denver góðan heimasigur á Houston á heimavelli sínum 112-111 í æsispennandi og tvíframlengdum leik. Það var Anthony Carter sem var hetja kvöldsins þegar hann tryggði Denver sigurinn með lúmsku skoti þegar 0,8 sekúndur voru eftir af annari framlengingu. Carmelo Anthony átti skínandi leik með Denver og skoraði 37 stig og hirti 16 fráköst og Allen Iverson var með 36 stig og 9 stoðsendingar. Denver hafði tapað tveimur leikjum í röð. Þess má geta að Anthony var aðeins með 8 stig og hitti úr 2 af 17 skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Kenyon Martin fór af velli meiddur á fæti og er spurningamerki fyrir næsta leik. Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 19 fráköst fyrir Houston sem var án Tracy McGrady sem er meiddur á hné. Luther Head skoraði 22 stig og Rafer Alston skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Houston. Bonzi Wells skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst, en lét Carter fara illa með sig þegar hann skoraði sigurkörfuna. Steve Francis var með flensu og lék ekki með Houston.
NBA Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum