Ásthildur Helgadóttir leggur skóna á hilluna 3. desember 2007 16:05 Ásthildur Helgadóttir er ein besta knattspyrnukona Íslands fyrr og síðar MYND/Pjetur Ásthildur Helgadóttir, ein besta knattspyrnukona Íslendingar hafa átt, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ásthildur hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og ákvað að taka ekki tilboði sænska félagsins Malmö um að framlengja samning sinn þar ytra. Að baki liggur farsæll ferill með félagsliðum hér heima og erlendis, sem og íslenska landsliðinu. Hún staðfesti þessi tíðindi í samtali við Vísi í dag. "Ég reif liðþófa í maí en hélt áfram að spila af því gekk svo vel og harkaði af mér í gegn um leikina með landsliðinu. Eftir það fór ég í speglun og hef eiginlega ekkert lagast síðan. Sú ákvörðun var svo tekin í samráði við lækna að skynsamlegast væri að hætta," sagði Ásthildur, sem er 31 árs gömul. Hættir sátt Hún segist sátt við þá ákvörðun því hún geti ekki kvartað yfir því sem hún hafi áorkað á ferlinum. "Ég er nú að vonast til þess að geta aðeins leikið mér í fótbolta í framtíðinni, farið á skíði og í golf og svona. Ég er með þessu að útiloka að ég spili hérna heima næsta sumar eða í framtíðinni." "Þeir hjá Malmö vildu semja við mig áfram þó hnéð á mér væri svona og ég hefði geta stillt eitthvað af hvað ég hefði æft og spilað mikið, en ég vil vera í þessu 100% ef ég á að vera það á annað borð. Ég held að sé betra að hætta alveg en að vera kannski að æfa minna og spila minna. Ég er mjög sátt við ferilinn minn og sé ekki ástæðu til að vera rembast meira við þetta úr því að hnéð er svona," sagði Ásthildur. Hún er þó ekki búin að segja skilið við fótboltann. "Auðvitað verð ég á einhvern hátt í þessu áfram þó ég sé ekki að spila. Það kemur örugglega til greina að fara út í þjálfun eða eitthvað í framtíðinni því við sem erum búin að vera í þessu svona lengi verðum auðvitað að miðla okkar reynslu áfram," sagði Ásthildur. Hún mun starfa sem útsendari Malmö hér á Íslandi á næstunni og hafa auga með efnilegum leikmönnum fyrir hönd sænska félagsins. Glæsilegur ferill að baki Ásthildur lítur sátt yfir farinn veg í boltanum. "Ég hef verið ótrúlega heppin með þjálfara og meðspilara á mínum ferli og hann er orðinn svo langur að maður man þetta ekki alveg allt," sagði hún hlæjandi. "Það var mér mjög minnistætt þegar ég byrjaði með landsliðinu árið 1994 og skoraði fjögur mörk á móti Grikkjum. Það var mjög gaman að koma inn í landsliðið þá. Svo var ég valin í úrvalsliðið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í mjög sterkri deild og það er búið að vera rosalega gaman að spila í Svíþjóð. Það er búinn að vera mikill heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins allan þennan tíma. Hérna heima var kannski fyrsti meistaratitillinn með KR mjög eftirminnilegur af því hann markaði upphafið á góðu tímabili í sögu félagsins," sagði Ásthildur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Ásthildur Helgadóttir, ein besta knattspyrnukona Íslendingar hafa átt, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ásthildur hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og ákvað að taka ekki tilboði sænska félagsins Malmö um að framlengja samning sinn þar ytra. Að baki liggur farsæll ferill með félagsliðum hér heima og erlendis, sem og íslenska landsliðinu. Hún staðfesti þessi tíðindi í samtali við Vísi í dag. "Ég reif liðþófa í maí en hélt áfram að spila af því gekk svo vel og harkaði af mér í gegn um leikina með landsliðinu. Eftir það fór ég í speglun og hef eiginlega ekkert lagast síðan. Sú ákvörðun var svo tekin í samráði við lækna að skynsamlegast væri að hætta," sagði Ásthildur, sem er 31 árs gömul. Hættir sátt Hún segist sátt við þá ákvörðun því hún geti ekki kvartað yfir því sem hún hafi áorkað á ferlinum. "Ég er nú að vonast til þess að geta aðeins leikið mér í fótbolta í framtíðinni, farið á skíði og í golf og svona. Ég er með þessu að útiloka að ég spili hérna heima næsta sumar eða í framtíðinni." "Þeir hjá Malmö vildu semja við mig áfram þó hnéð á mér væri svona og ég hefði geta stillt eitthvað af hvað ég hefði æft og spilað mikið, en ég vil vera í þessu 100% ef ég á að vera það á annað borð. Ég held að sé betra að hætta alveg en að vera kannski að æfa minna og spila minna. Ég er mjög sátt við ferilinn minn og sé ekki ástæðu til að vera rembast meira við þetta úr því að hnéð er svona," sagði Ásthildur. Hún er þó ekki búin að segja skilið við fótboltann. "Auðvitað verð ég á einhvern hátt í þessu áfram þó ég sé ekki að spila. Það kemur örugglega til greina að fara út í þjálfun eða eitthvað í framtíðinni því við sem erum búin að vera í þessu svona lengi verðum auðvitað að miðla okkar reynslu áfram," sagði Ásthildur. Hún mun starfa sem útsendari Malmö hér á Íslandi á næstunni og hafa auga með efnilegum leikmönnum fyrir hönd sænska félagsins. Glæsilegur ferill að baki Ásthildur lítur sátt yfir farinn veg í boltanum. "Ég hef verið ótrúlega heppin með þjálfara og meðspilara á mínum ferli og hann er orðinn svo langur að maður man þetta ekki alveg allt," sagði hún hlæjandi. "Það var mér mjög minnistætt þegar ég byrjaði með landsliðinu árið 1994 og skoraði fjögur mörk á móti Grikkjum. Það var mjög gaman að koma inn í landsliðið þá. Svo var ég valin í úrvalsliðið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í mjög sterkri deild og það er búið að vera rosalega gaman að spila í Svíþjóð. Það er búinn að vera mikill heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins allan þennan tíma. Hérna heima var kannski fyrsti meistaratitillinn með KR mjög eftirminnilegur af því hann markaði upphafið á góðu tímabili í sögu félagsins," sagði Ásthildur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira