Í dag tók lögreglan í umdæmi sýslumannsins á Akureyri í notkun nýju lögreglubúningana. Því munu lögreglumenn á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði framvegis klæðast hinum nýja búning.
Hinn nýi búningur er að sögn lögreglunnar vandaður og glæsilegur í alla staði og það sem einkum vekur athygli er ný lögregluhúfa og köflótta myndstrið í endurskininu.
Á myndinni er A-vakt lögreglunnar á Akureyri ásamt yfirlögregluþjóni í nýja búningnum.