Margrét Pála fær Barnamenningarverðlaun 1. desember 2007 11:24 Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og höfundur Hjallastefnunnar, hlýtur Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2007. Verðlaunin hlýtur Margrét Pála fyrir óbilandi trú á að gera megi betur í uppeldis- og skólamálum, fyrir að hrinda hugsjónum sínum í verk með Hjallastefnunni og fyrir þau mannbætandi áhrif sem hún hefur haft á íslenskt skólastarf. Verðlaunafé Barnamenningarverðlaunanna nemur 2 milljónum króna. Kári Stefánsson, stofnandi Velferðarsjóðs barna, afhendir Margréti Pálu Ólafsdóttur verðlaunin við athöfn í Iðnó í laugardaginn 1. des. Að auki afhendir Kári henni silfurgrip sem ber heitið "Börn að vaxa úr grasi" eftir gullsmiðina Dýrfinnu Torfadóttur og Finn Þórðarson. Barnakór Kársnesskóla syngur við athöfnina og Guðni Ágústsson alþingismaður les upp kafla um fátækleg bernskujól úr nýútkominni ævisögu sinni. Við sama tækifæri verður úthlutað 6,2 milljónum króna úr Velferðarsjóði barna til fjögurra verkefna sem ætlað er að bæta hag barna hér á landi. Gauraflokkurinn hlýtur 2 milljónir króna og hefur áður hlotið 1,5 milljónir króna úr Velferðarsjóði barna. Um er að ræða uppbyggingarstarf fyrir 10-12 ára drengi sem eru ofvirkir eða með skyldar hegðunarraskanir. Starfið með þeim fer fram í Vatnaskógi og síðastliðið sumar tóku 50 drengir þátt. Verkefnið hefur tekist afar vel og var ákveðið að styðja það áfram. Markmið þess er að auka sjálfstraust drengjanna og hafa uppbyggileg áhrif á sjálfsmynd þeirra. Ábyrgðarmenn verkefnisins eru Bóas Valþórsson sálfræðingur og Barna- og unglingageðdeild Landspítala og sér Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Hvammstanga. Laugarneskirkja og samstarfsaðilar hennar hljóta 1 milljón króna. Annars vegar til verkefnisins Adrenalín gegn rasisma, sem er 8 ára gamalt samstarfsverkefni Laugarneskirkju, Laugalækjarskóla og nýbúadeildar Austurbæjarskóla. Þar koma 9. og 10. bekkingar saman í því augnamiði að eignast nýja vini af ólíku þjóðerni. Umsjón með starfinu hafa sr. Hildur Eir Bolladóttir og Stella Rún Steinþórsdóttir. Hins vegar er Harðjaxlar, sem er nýtt verkefni í samvinnu Laugarneskirkju og Landhelgisgæslunnar, þar sem 7. bekkingar úr Laugalækjarskóla mæla sér mót við fatlaða jafnaldra sína. Uppeldismarkmið Harðjaxla er að að börnin efli með sér félagslega og tilfinningalega færni sem yfirstígur þá þröskulda sem gjarnan aðgreinir fatlaða og ófatlaða í samfélagi okkar. Móttakan í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í Kópavogi. 1,2 milljónir króna eru veittar til að endurbæta móttökuna og gera hana hlýlegri og meira aðlaðandi fyrir börn og foreldra. Sett verður upp fiskabúr, leikföngum verður fjölgað, veggir málaðir og húsgögn endurnýjuð, jafnt fyrir litla sem stóra búka. Blátt áfram - björt framtíð hlýtur 2 milljónir króna til að halda úti fræðslu fyrir skólastarfsfólk um hvernig greina megi kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og bregðast við því. Námskeið eru haldin í leikskólum og grunnskólum. Félagasamtökin Blátt áfram eiga frumkvæðið að þessu verkefni og stýra því. Íslensk erfðagreining stofnaði Velferðarsjóð barna fyrir rúmlega 7 árum og lagði til stofnframlag sjóðsins, rúmlega hálfan milljarð króna. Frá stofnun hans hefur verið úthlutað um 450 milljónum króna til margvíslegra verkefna. Markmið sjóðsins er að hlúa að velferð og hagsmunum barna. Í stjórn Velferðarsjóðs barna sitja Gunnþórunn Jónsdóttir, Kári Stefánsson og Sólveig Guðmundsdóttir. Innlent Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og höfundur Hjallastefnunnar, hlýtur Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2007. Verðlaunin hlýtur Margrét Pála fyrir óbilandi trú á að gera megi betur í uppeldis- og skólamálum, fyrir að hrinda hugsjónum sínum í verk með Hjallastefnunni og fyrir þau mannbætandi áhrif sem hún hefur haft á íslenskt skólastarf. Verðlaunafé Barnamenningarverðlaunanna nemur 2 milljónum króna. Kári Stefánsson, stofnandi Velferðarsjóðs barna, afhendir Margréti Pálu Ólafsdóttur verðlaunin við athöfn í Iðnó í laugardaginn 1. des. Að auki afhendir Kári henni silfurgrip sem ber heitið "Börn að vaxa úr grasi" eftir gullsmiðina Dýrfinnu Torfadóttur og Finn Þórðarson. Barnakór Kársnesskóla syngur við athöfnina og Guðni Ágústsson alþingismaður les upp kafla um fátækleg bernskujól úr nýútkominni ævisögu sinni. Við sama tækifæri verður úthlutað 6,2 milljónum króna úr Velferðarsjóði barna til fjögurra verkefna sem ætlað er að bæta hag barna hér á landi. Gauraflokkurinn hlýtur 2 milljónir króna og hefur áður hlotið 1,5 milljónir króna úr Velferðarsjóði barna. Um er að ræða uppbyggingarstarf fyrir 10-12 ára drengi sem eru ofvirkir eða með skyldar hegðunarraskanir. Starfið með þeim fer fram í Vatnaskógi og síðastliðið sumar tóku 50 drengir þátt. Verkefnið hefur tekist afar vel og var ákveðið að styðja það áfram. Markmið þess er að auka sjálfstraust drengjanna og hafa uppbyggileg áhrif á sjálfsmynd þeirra. Ábyrgðarmenn verkefnisins eru Bóas Valþórsson sálfræðingur og Barna- og unglingageðdeild Landspítala og sér Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Hvammstanga. Laugarneskirkja og samstarfsaðilar hennar hljóta 1 milljón króna. Annars vegar til verkefnisins Adrenalín gegn rasisma, sem er 8 ára gamalt samstarfsverkefni Laugarneskirkju, Laugalækjarskóla og nýbúadeildar Austurbæjarskóla. Þar koma 9. og 10. bekkingar saman í því augnamiði að eignast nýja vini af ólíku þjóðerni. Umsjón með starfinu hafa sr. Hildur Eir Bolladóttir og Stella Rún Steinþórsdóttir. Hins vegar er Harðjaxlar, sem er nýtt verkefni í samvinnu Laugarneskirkju og Landhelgisgæslunnar, þar sem 7. bekkingar úr Laugalækjarskóla mæla sér mót við fatlaða jafnaldra sína. Uppeldismarkmið Harðjaxla er að að börnin efli með sér félagslega og tilfinningalega færni sem yfirstígur þá þröskulda sem gjarnan aðgreinir fatlaða og ófatlaða í samfélagi okkar. Móttakan í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í Kópavogi. 1,2 milljónir króna eru veittar til að endurbæta móttökuna og gera hana hlýlegri og meira aðlaðandi fyrir börn og foreldra. Sett verður upp fiskabúr, leikföngum verður fjölgað, veggir málaðir og húsgögn endurnýjuð, jafnt fyrir litla sem stóra búka. Blátt áfram - björt framtíð hlýtur 2 milljónir króna til að halda úti fræðslu fyrir skólastarfsfólk um hvernig greina megi kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og bregðast við því. Námskeið eru haldin í leikskólum og grunnskólum. Félagasamtökin Blátt áfram eiga frumkvæðið að þessu verkefni og stýra því. Íslensk erfðagreining stofnaði Velferðarsjóð barna fyrir rúmlega 7 árum og lagði til stofnframlag sjóðsins, rúmlega hálfan milljarð króna. Frá stofnun hans hefur verið úthlutað um 450 milljónum króna til margvíslegra verkefna. Markmið sjóðsins er að hlúa að velferð og hagsmunum barna. Í stjórn Velferðarsjóðs barna sitja Gunnþórunn Jónsdóttir, Kári Stefánsson og Sólveig Guðmundsdóttir.
Innlent Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira