Margrét Pála fær Barnamenningarverðlaun 1. desember 2007 11:24 Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og höfundur Hjallastefnunnar, hlýtur Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2007. Verðlaunin hlýtur Margrét Pála fyrir óbilandi trú á að gera megi betur í uppeldis- og skólamálum, fyrir að hrinda hugsjónum sínum í verk með Hjallastefnunni og fyrir þau mannbætandi áhrif sem hún hefur haft á íslenskt skólastarf. Verðlaunafé Barnamenningarverðlaunanna nemur 2 milljónum króna. Kári Stefánsson, stofnandi Velferðarsjóðs barna, afhendir Margréti Pálu Ólafsdóttur verðlaunin við athöfn í Iðnó í laugardaginn 1. des. Að auki afhendir Kári henni silfurgrip sem ber heitið "Börn að vaxa úr grasi" eftir gullsmiðina Dýrfinnu Torfadóttur og Finn Þórðarson. Barnakór Kársnesskóla syngur við athöfnina og Guðni Ágústsson alþingismaður les upp kafla um fátækleg bernskujól úr nýútkominni ævisögu sinni. Við sama tækifæri verður úthlutað 6,2 milljónum króna úr Velferðarsjóði barna til fjögurra verkefna sem ætlað er að bæta hag barna hér á landi. Gauraflokkurinn hlýtur 2 milljónir króna og hefur áður hlotið 1,5 milljónir króna úr Velferðarsjóði barna. Um er að ræða uppbyggingarstarf fyrir 10-12 ára drengi sem eru ofvirkir eða með skyldar hegðunarraskanir. Starfið með þeim fer fram í Vatnaskógi og síðastliðið sumar tóku 50 drengir þátt. Verkefnið hefur tekist afar vel og var ákveðið að styðja það áfram. Markmið þess er að auka sjálfstraust drengjanna og hafa uppbyggileg áhrif á sjálfsmynd þeirra. Ábyrgðarmenn verkefnisins eru Bóas Valþórsson sálfræðingur og Barna- og unglingageðdeild Landspítala og sér Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Hvammstanga. Laugarneskirkja og samstarfsaðilar hennar hljóta 1 milljón króna. Annars vegar til verkefnisins Adrenalín gegn rasisma, sem er 8 ára gamalt samstarfsverkefni Laugarneskirkju, Laugalækjarskóla og nýbúadeildar Austurbæjarskóla. Þar koma 9. og 10. bekkingar saman í því augnamiði að eignast nýja vini af ólíku þjóðerni. Umsjón með starfinu hafa sr. Hildur Eir Bolladóttir og Stella Rún Steinþórsdóttir. Hins vegar er Harðjaxlar, sem er nýtt verkefni í samvinnu Laugarneskirkju og Landhelgisgæslunnar, þar sem 7. bekkingar úr Laugalækjarskóla mæla sér mót við fatlaða jafnaldra sína. Uppeldismarkmið Harðjaxla er að að börnin efli með sér félagslega og tilfinningalega færni sem yfirstígur þá þröskulda sem gjarnan aðgreinir fatlaða og ófatlaða í samfélagi okkar. Móttakan í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í Kópavogi. 1,2 milljónir króna eru veittar til að endurbæta móttökuna og gera hana hlýlegri og meira aðlaðandi fyrir börn og foreldra. Sett verður upp fiskabúr, leikföngum verður fjölgað, veggir málaðir og húsgögn endurnýjuð, jafnt fyrir litla sem stóra búka. Blátt áfram - björt framtíð hlýtur 2 milljónir króna til að halda úti fræðslu fyrir skólastarfsfólk um hvernig greina megi kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og bregðast við því. Námskeið eru haldin í leikskólum og grunnskólum. Félagasamtökin Blátt áfram eiga frumkvæðið að þessu verkefni og stýra því. Íslensk erfðagreining stofnaði Velferðarsjóð barna fyrir rúmlega 7 árum og lagði til stofnframlag sjóðsins, rúmlega hálfan milljarð króna. Frá stofnun hans hefur verið úthlutað um 450 milljónum króna til margvíslegra verkefna. Markmið sjóðsins er að hlúa að velferð og hagsmunum barna. Í stjórn Velferðarsjóðs barna sitja Gunnþórunn Jónsdóttir, Kári Stefánsson og Sólveig Guðmundsdóttir. Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og höfundur Hjallastefnunnar, hlýtur Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2007. Verðlaunin hlýtur Margrét Pála fyrir óbilandi trú á að gera megi betur í uppeldis- og skólamálum, fyrir að hrinda hugsjónum sínum í verk með Hjallastefnunni og fyrir þau mannbætandi áhrif sem hún hefur haft á íslenskt skólastarf. Verðlaunafé Barnamenningarverðlaunanna nemur 2 milljónum króna. Kári Stefánsson, stofnandi Velferðarsjóðs barna, afhendir Margréti Pálu Ólafsdóttur verðlaunin við athöfn í Iðnó í laugardaginn 1. des. Að auki afhendir Kári henni silfurgrip sem ber heitið "Börn að vaxa úr grasi" eftir gullsmiðina Dýrfinnu Torfadóttur og Finn Þórðarson. Barnakór Kársnesskóla syngur við athöfnina og Guðni Ágústsson alþingismaður les upp kafla um fátækleg bernskujól úr nýútkominni ævisögu sinni. Við sama tækifæri verður úthlutað 6,2 milljónum króna úr Velferðarsjóði barna til fjögurra verkefna sem ætlað er að bæta hag barna hér á landi. Gauraflokkurinn hlýtur 2 milljónir króna og hefur áður hlotið 1,5 milljónir króna úr Velferðarsjóði barna. Um er að ræða uppbyggingarstarf fyrir 10-12 ára drengi sem eru ofvirkir eða með skyldar hegðunarraskanir. Starfið með þeim fer fram í Vatnaskógi og síðastliðið sumar tóku 50 drengir þátt. Verkefnið hefur tekist afar vel og var ákveðið að styðja það áfram. Markmið þess er að auka sjálfstraust drengjanna og hafa uppbyggileg áhrif á sjálfsmynd þeirra. Ábyrgðarmenn verkefnisins eru Bóas Valþórsson sálfræðingur og Barna- og unglingageðdeild Landspítala og sér Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Hvammstanga. Laugarneskirkja og samstarfsaðilar hennar hljóta 1 milljón króna. Annars vegar til verkefnisins Adrenalín gegn rasisma, sem er 8 ára gamalt samstarfsverkefni Laugarneskirkju, Laugalækjarskóla og nýbúadeildar Austurbæjarskóla. Þar koma 9. og 10. bekkingar saman í því augnamiði að eignast nýja vini af ólíku þjóðerni. Umsjón með starfinu hafa sr. Hildur Eir Bolladóttir og Stella Rún Steinþórsdóttir. Hins vegar er Harðjaxlar, sem er nýtt verkefni í samvinnu Laugarneskirkju og Landhelgisgæslunnar, þar sem 7. bekkingar úr Laugalækjarskóla mæla sér mót við fatlaða jafnaldra sína. Uppeldismarkmið Harðjaxla er að að börnin efli með sér félagslega og tilfinningalega færni sem yfirstígur þá þröskulda sem gjarnan aðgreinir fatlaða og ófatlaða í samfélagi okkar. Móttakan í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í Kópavogi. 1,2 milljónir króna eru veittar til að endurbæta móttökuna og gera hana hlýlegri og meira aðlaðandi fyrir börn og foreldra. Sett verður upp fiskabúr, leikföngum verður fjölgað, veggir málaðir og húsgögn endurnýjuð, jafnt fyrir litla sem stóra búka. Blátt áfram - björt framtíð hlýtur 2 milljónir króna til að halda úti fræðslu fyrir skólastarfsfólk um hvernig greina megi kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og bregðast við því. Námskeið eru haldin í leikskólum og grunnskólum. Félagasamtökin Blátt áfram eiga frumkvæðið að þessu verkefni og stýra því. Íslensk erfðagreining stofnaði Velferðarsjóð barna fyrir rúmlega 7 árum og lagði til stofnframlag sjóðsins, rúmlega hálfan milljarð króna. Frá stofnun hans hefur verið úthlutað um 450 milljónum króna til margvíslegra verkefna. Markmið sjóðsins er að hlúa að velferð og hagsmunum barna. Í stjórn Velferðarsjóðs barna sitja Gunnþórunn Jónsdóttir, Kári Stefánsson og Sólveig Guðmundsdóttir.
Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira