Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði um rétt rúmt prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en fyrirtækið tilkynnti í morgun að það hefði náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Candover þess efnis að Marel eignist matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamstæðunnar Stork. Eignarhaldsfélagið LME, sem Marel á fimmtungshlut í ásamt Eyri Invest og Landsbankanum, á um 43 prósent í Stork-samstæðunni.
Century Aluminum hefur hækkað mest það sem af er dags, eða um 1,58 prósent en Landsbankinn um 0,55 prósent.
Á sama tíma hefur gengi bréfa í FL Group haldið áfram að lækkaði í verði, eða um rétt rúm prósent. Gengi bréfa í félaginu stendur nú í 19,45 krónum á hlut.
Þróunin í Kauphöllinni hefur verið á svipuðum nótum og síðustu daga en fjárfestingafyrirtæki og bankar lækkað í kringum prósent.