Óráðin afstaða Sjálfstæðismanna 25. nóvember 2007 18:50 Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. REI-málið hefur marga anga og flókna. Samkrull opinbers félags og viðskiptahátta á einkamarkaði sprakk framan í stjórnmálamenn, meðal annars þegar upp komst um verðmæta kaupréttarsamninga opinberra starfsmanna. Enn einn angi óx á málið á föstudaginn þegar Júlíus Vifill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í fréttum RÚV að menn skyldu opnir fyrir því að REI keypti í öðrum fyrirtækjum vegna orkuverkefna. Iðnaðarráðherra og Björn Ingi Hrafnsson voru ekki seinir á sér og sökuðu Júlíus um algera kúvendingu í afstöðu sinni til REI. Júlíus hefur hafnað því og í dag segir hann í Fréttablaðinu, orðrétt: "Við höfum aldrei sagt að REI ætti ekki að vera í áhættusamri útrás." Ekki er það alveg svo. Á sáttafundi Sjálfstæðismanna þann 8. október, sagði oddviti Júlíusar og sjálfstæðismanna, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að: "það er í raun ekki samræmanlegt að okkar áherslum að við séum að taka þátt í áhættusömum rekstri í fjarlægum löndum með einkaaðilum." Þremur dögum síðar, daginn sem meirihlutinn féll, ítrekaði Vilhjálmur þessa skoðun: "Þetta eru áhættusöm verkefni sem fara fram í, í Indónesíu eða í Slóvakíu, í Kína og annarsstaðar þannig að við teljum að þannig eigi ekki að verja fjármunum og við erum bara trúir okkar sannfæringu, stefnu okkar flokks sem að, að opinber fyrirtæki séu ekki í bullandi áhætturekstri." Og Júlíus sagði sjálfur í byrjun október: "Ég er ekki hlynntur því almennt að Orkuveitan sé að standa í samkeppnisrekstri. Það er ekki við hæfi, þetta er opinbert fyrirtæki í eigu sveitarfélaga." Fréttir Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. REI-málið hefur marga anga og flókna. Samkrull opinbers félags og viðskiptahátta á einkamarkaði sprakk framan í stjórnmálamenn, meðal annars þegar upp komst um verðmæta kaupréttarsamninga opinberra starfsmanna. Enn einn angi óx á málið á föstudaginn þegar Júlíus Vifill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í fréttum RÚV að menn skyldu opnir fyrir því að REI keypti í öðrum fyrirtækjum vegna orkuverkefna. Iðnaðarráðherra og Björn Ingi Hrafnsson voru ekki seinir á sér og sökuðu Júlíus um algera kúvendingu í afstöðu sinni til REI. Júlíus hefur hafnað því og í dag segir hann í Fréttablaðinu, orðrétt: "Við höfum aldrei sagt að REI ætti ekki að vera í áhættusamri útrás." Ekki er það alveg svo. Á sáttafundi Sjálfstæðismanna þann 8. október, sagði oddviti Júlíusar og sjálfstæðismanna, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að: "það er í raun ekki samræmanlegt að okkar áherslum að við séum að taka þátt í áhættusömum rekstri í fjarlægum löndum með einkaaðilum." Þremur dögum síðar, daginn sem meirihlutinn féll, ítrekaði Vilhjálmur þessa skoðun: "Þetta eru áhættusöm verkefni sem fara fram í, í Indónesíu eða í Slóvakíu, í Kína og annarsstaðar þannig að við teljum að þannig eigi ekki að verja fjármunum og við erum bara trúir okkar sannfæringu, stefnu okkar flokks sem að, að opinber fyrirtæki séu ekki í bullandi áhætturekstri." Og Júlíus sagði sjálfur í byrjun október: "Ég er ekki hlynntur því almennt að Orkuveitan sé að standa í samkeppnisrekstri. Það er ekki við hæfi, þetta er opinbert fyrirtæki í eigu sveitarfélaga."
Fréttir Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira