Óráðin afstaða Sjálfstæðismanna 25. nóvember 2007 18:50 Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. REI-málið hefur marga anga og flókna. Samkrull opinbers félags og viðskiptahátta á einkamarkaði sprakk framan í stjórnmálamenn, meðal annars þegar upp komst um verðmæta kaupréttarsamninga opinberra starfsmanna. Enn einn angi óx á málið á föstudaginn þegar Júlíus Vifill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í fréttum RÚV að menn skyldu opnir fyrir því að REI keypti í öðrum fyrirtækjum vegna orkuverkefna. Iðnaðarráðherra og Björn Ingi Hrafnsson voru ekki seinir á sér og sökuðu Júlíus um algera kúvendingu í afstöðu sinni til REI. Júlíus hefur hafnað því og í dag segir hann í Fréttablaðinu, orðrétt: "Við höfum aldrei sagt að REI ætti ekki að vera í áhættusamri útrás." Ekki er það alveg svo. Á sáttafundi Sjálfstæðismanna þann 8. október, sagði oddviti Júlíusar og sjálfstæðismanna, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að: "það er í raun ekki samræmanlegt að okkar áherslum að við séum að taka þátt í áhættusömum rekstri í fjarlægum löndum með einkaaðilum." Þremur dögum síðar, daginn sem meirihlutinn féll, ítrekaði Vilhjálmur þessa skoðun: "Þetta eru áhættusöm verkefni sem fara fram í, í Indónesíu eða í Slóvakíu, í Kína og annarsstaðar þannig að við teljum að þannig eigi ekki að verja fjármunum og við erum bara trúir okkar sannfæringu, stefnu okkar flokks sem að, að opinber fyrirtæki séu ekki í bullandi áhætturekstri." Og Júlíus sagði sjálfur í byrjun október: "Ég er ekki hlynntur því almennt að Orkuveitan sé að standa í samkeppnisrekstri. Það er ekki við hæfi, þetta er opinbert fyrirtæki í eigu sveitarfélaga." Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. REI-málið hefur marga anga og flókna. Samkrull opinbers félags og viðskiptahátta á einkamarkaði sprakk framan í stjórnmálamenn, meðal annars þegar upp komst um verðmæta kaupréttarsamninga opinberra starfsmanna. Enn einn angi óx á málið á föstudaginn þegar Júlíus Vifill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í fréttum RÚV að menn skyldu opnir fyrir því að REI keypti í öðrum fyrirtækjum vegna orkuverkefna. Iðnaðarráðherra og Björn Ingi Hrafnsson voru ekki seinir á sér og sökuðu Júlíus um algera kúvendingu í afstöðu sinni til REI. Júlíus hefur hafnað því og í dag segir hann í Fréttablaðinu, orðrétt: "Við höfum aldrei sagt að REI ætti ekki að vera í áhættusamri útrás." Ekki er það alveg svo. Á sáttafundi Sjálfstæðismanna þann 8. október, sagði oddviti Júlíusar og sjálfstæðismanna, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að: "það er í raun ekki samræmanlegt að okkar áherslum að við séum að taka þátt í áhættusömum rekstri í fjarlægum löndum með einkaaðilum." Þremur dögum síðar, daginn sem meirihlutinn féll, ítrekaði Vilhjálmur þessa skoðun: "Þetta eru áhættusöm verkefni sem fara fram í, í Indónesíu eða í Slóvakíu, í Kína og annarsstaðar þannig að við teljum að þannig eigi ekki að verja fjármunum og við erum bara trúir okkar sannfæringu, stefnu okkar flokks sem að, að opinber fyrirtæki séu ekki í bullandi áhætturekstri." Og Júlíus sagði sjálfur í byrjun október: "Ég er ekki hlynntur því almennt að Orkuveitan sé að standa í samkeppnisrekstri. Það er ekki við hæfi, þetta er opinbert fyrirtæki í eigu sveitarfélaga."
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira