Hanskinn hættur 16. nóvember 2007 19:16 Gary Payton var alræmdasti kjaftaskurinn í NBA deildinni á sínum tíma NordicPhotos/GettyImages Kjaftaskurinn Gary Payton segist vera nokkuð viss um að hann sé hættur að spila körfubolta eftir glæsilegan feril í NBA deildinni. Hann hefur ekki miklar mætur á fyrrum þjálfara sínum Pat Riley. Payton gerði garðinn frægan í NBA deildinni þegar hann lék með Seattle Supersonics á tíunda áratugnum og náði alla leið í úrslitin eitt árið. Hann náði loksins að verða meistari árið 2006 með Miami Heat, þá kominn á síðasta snúning sem leikmaður. ESPN sjónvarpsstöðin tók skemmtilegt viðtal við Payton í dag þar sem m.a. kemur fram að hann hefur ekki mjög mikið álit á ungu leikmönnunum í deildinni í dag - og forvitnilegar skoðanir á þjálfurum sínum í gegn um tíðina. "Það er nokkuð pottþétt að ég er hættur," sagði Payton, sem fékk viðurnefnið "Hanskinn" á sínum tíma vegna ákafs varnarleiks síns. "Nú hangi ég bara með fjölskyldunni og nýt lífsins. Ég er búinn að vera í bransanum í 17 ár og það er fínt að þurfa ekki að vakna á hverjum degi og púla, ferðast og eiga í upp og niður samskiptum við þjálfarana," sagði Payton. George Karl í uppáhaldi Hann lék á sínum tíma fyrir nokkra af bestu þjálfurum í deildinni. George Karl hjá Seattle, Phil Jackson hjá LA Lakers, Doc Rivers hjá Boston og Pat Riley hjá Miami. "George Karl er í fyrsta sæti hjá mér, síðan Phil Jackson og loks Doc Rivers," sagði Payton. Ekki orð um Pat Riley. "Jú, ég vann reyndar titil undir hans stjórn en hann er samt ekki einn af mínum uppáhalds þjálfurum. Ég vil ekki fara nánar út í það, en ég set persónulegt samband mitt við þjálfarann í fyrsta sæti," sagði Payton. Payton náði í titilinn eftirsótta í MiamiNordicPhotos/GettyImages Ungu mennirnir kunna ekki að spila vörn Hann er ekki hrifinn af ungum leikmönnum sem eru að koma upp í deildinni í dag og segir þá gleyma því að það séu tvær hliðar á vellinum. "Menn spila ekki körfubolta í dag eins og þeir gerðu áður og leikurinn er orðinn allt of sóknarsinnaður. Þeir spila ekki vörn. Þegar ég var að spila var ég vanur að loka á besta sóknarmann andstæðinganna og skora 25 stig í leik. Ég sé engan mann gera þetta í dag. Bruce Bowen er góður varnarmaður, en hann er engin ógn í sóknarleiknum," sagði Gary Payton. Eftir langan og glæsilegan feril er Payton orðinn 21. stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi, er í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar, þriðja yfir stolna bolta og áttundi í leikjum spiluðum á ferlinum. Payton skoraði 16,3 stig að meðaltali í leik, gaf 6,7 stoðsendingar og stal 1,8 boltum. Hann var valinn varnarmaðuri ársins árið 1996 og var m.a. valinn í varnarúrval deildarinnar níu ár í röð. NBA Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira
Kjaftaskurinn Gary Payton segist vera nokkuð viss um að hann sé hættur að spila körfubolta eftir glæsilegan feril í NBA deildinni. Hann hefur ekki miklar mætur á fyrrum þjálfara sínum Pat Riley. Payton gerði garðinn frægan í NBA deildinni þegar hann lék með Seattle Supersonics á tíunda áratugnum og náði alla leið í úrslitin eitt árið. Hann náði loksins að verða meistari árið 2006 með Miami Heat, þá kominn á síðasta snúning sem leikmaður. ESPN sjónvarpsstöðin tók skemmtilegt viðtal við Payton í dag þar sem m.a. kemur fram að hann hefur ekki mjög mikið álit á ungu leikmönnunum í deildinni í dag - og forvitnilegar skoðanir á þjálfurum sínum í gegn um tíðina. "Það er nokkuð pottþétt að ég er hættur," sagði Payton, sem fékk viðurnefnið "Hanskinn" á sínum tíma vegna ákafs varnarleiks síns. "Nú hangi ég bara með fjölskyldunni og nýt lífsins. Ég er búinn að vera í bransanum í 17 ár og það er fínt að þurfa ekki að vakna á hverjum degi og púla, ferðast og eiga í upp og niður samskiptum við þjálfarana," sagði Payton. George Karl í uppáhaldi Hann lék á sínum tíma fyrir nokkra af bestu þjálfurum í deildinni. George Karl hjá Seattle, Phil Jackson hjá LA Lakers, Doc Rivers hjá Boston og Pat Riley hjá Miami. "George Karl er í fyrsta sæti hjá mér, síðan Phil Jackson og loks Doc Rivers," sagði Payton. Ekki orð um Pat Riley. "Jú, ég vann reyndar titil undir hans stjórn en hann er samt ekki einn af mínum uppáhalds þjálfurum. Ég vil ekki fara nánar út í það, en ég set persónulegt samband mitt við þjálfarann í fyrsta sæti," sagði Payton. Payton náði í titilinn eftirsótta í MiamiNordicPhotos/GettyImages Ungu mennirnir kunna ekki að spila vörn Hann er ekki hrifinn af ungum leikmönnum sem eru að koma upp í deildinni í dag og segir þá gleyma því að það séu tvær hliðar á vellinum. "Menn spila ekki körfubolta í dag eins og þeir gerðu áður og leikurinn er orðinn allt of sóknarsinnaður. Þeir spila ekki vörn. Þegar ég var að spila var ég vanur að loka á besta sóknarmann andstæðinganna og skora 25 stig í leik. Ég sé engan mann gera þetta í dag. Bruce Bowen er góður varnarmaður, en hann er engin ógn í sóknarleiknum," sagði Gary Payton. Eftir langan og glæsilegan feril er Payton orðinn 21. stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi, er í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar, þriðja yfir stolna bolta og áttundi í leikjum spiluðum á ferlinum. Payton skoraði 16,3 stig að meðaltali í leik, gaf 6,7 stoðsendingar og stal 1,8 boltum. Hann var valinn varnarmaðuri ársins árið 1996 og var m.a. valinn í varnarúrval deildarinnar níu ár í röð.
NBA Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira