Hanskinn hættur 16. nóvember 2007 19:16 Gary Payton var alræmdasti kjaftaskurinn í NBA deildinni á sínum tíma NordicPhotos/GettyImages Kjaftaskurinn Gary Payton segist vera nokkuð viss um að hann sé hættur að spila körfubolta eftir glæsilegan feril í NBA deildinni. Hann hefur ekki miklar mætur á fyrrum þjálfara sínum Pat Riley. Payton gerði garðinn frægan í NBA deildinni þegar hann lék með Seattle Supersonics á tíunda áratugnum og náði alla leið í úrslitin eitt árið. Hann náði loksins að verða meistari árið 2006 með Miami Heat, þá kominn á síðasta snúning sem leikmaður. ESPN sjónvarpsstöðin tók skemmtilegt viðtal við Payton í dag þar sem m.a. kemur fram að hann hefur ekki mjög mikið álit á ungu leikmönnunum í deildinni í dag - og forvitnilegar skoðanir á þjálfurum sínum í gegn um tíðina. "Það er nokkuð pottþétt að ég er hættur," sagði Payton, sem fékk viðurnefnið "Hanskinn" á sínum tíma vegna ákafs varnarleiks síns. "Nú hangi ég bara með fjölskyldunni og nýt lífsins. Ég er búinn að vera í bransanum í 17 ár og það er fínt að þurfa ekki að vakna á hverjum degi og púla, ferðast og eiga í upp og niður samskiptum við þjálfarana," sagði Payton. George Karl í uppáhaldi Hann lék á sínum tíma fyrir nokkra af bestu þjálfurum í deildinni. George Karl hjá Seattle, Phil Jackson hjá LA Lakers, Doc Rivers hjá Boston og Pat Riley hjá Miami. "George Karl er í fyrsta sæti hjá mér, síðan Phil Jackson og loks Doc Rivers," sagði Payton. Ekki orð um Pat Riley. "Jú, ég vann reyndar titil undir hans stjórn en hann er samt ekki einn af mínum uppáhalds þjálfurum. Ég vil ekki fara nánar út í það, en ég set persónulegt samband mitt við þjálfarann í fyrsta sæti," sagði Payton. Payton náði í titilinn eftirsótta í MiamiNordicPhotos/GettyImages Ungu mennirnir kunna ekki að spila vörn Hann er ekki hrifinn af ungum leikmönnum sem eru að koma upp í deildinni í dag og segir þá gleyma því að það séu tvær hliðar á vellinum. "Menn spila ekki körfubolta í dag eins og þeir gerðu áður og leikurinn er orðinn allt of sóknarsinnaður. Þeir spila ekki vörn. Þegar ég var að spila var ég vanur að loka á besta sóknarmann andstæðinganna og skora 25 stig í leik. Ég sé engan mann gera þetta í dag. Bruce Bowen er góður varnarmaður, en hann er engin ógn í sóknarleiknum," sagði Gary Payton. Eftir langan og glæsilegan feril er Payton orðinn 21. stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi, er í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar, þriðja yfir stolna bolta og áttundi í leikjum spiluðum á ferlinum. Payton skoraði 16,3 stig að meðaltali í leik, gaf 6,7 stoðsendingar og stal 1,8 boltum. Hann var valinn varnarmaðuri ársins árið 1996 og var m.a. valinn í varnarúrval deildarinnar níu ár í röð. NBA Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
Kjaftaskurinn Gary Payton segist vera nokkuð viss um að hann sé hættur að spila körfubolta eftir glæsilegan feril í NBA deildinni. Hann hefur ekki miklar mætur á fyrrum þjálfara sínum Pat Riley. Payton gerði garðinn frægan í NBA deildinni þegar hann lék með Seattle Supersonics á tíunda áratugnum og náði alla leið í úrslitin eitt árið. Hann náði loksins að verða meistari árið 2006 með Miami Heat, þá kominn á síðasta snúning sem leikmaður. ESPN sjónvarpsstöðin tók skemmtilegt viðtal við Payton í dag þar sem m.a. kemur fram að hann hefur ekki mjög mikið álit á ungu leikmönnunum í deildinni í dag - og forvitnilegar skoðanir á þjálfurum sínum í gegn um tíðina. "Það er nokkuð pottþétt að ég er hættur," sagði Payton, sem fékk viðurnefnið "Hanskinn" á sínum tíma vegna ákafs varnarleiks síns. "Nú hangi ég bara með fjölskyldunni og nýt lífsins. Ég er búinn að vera í bransanum í 17 ár og það er fínt að þurfa ekki að vakna á hverjum degi og púla, ferðast og eiga í upp og niður samskiptum við þjálfarana," sagði Payton. George Karl í uppáhaldi Hann lék á sínum tíma fyrir nokkra af bestu þjálfurum í deildinni. George Karl hjá Seattle, Phil Jackson hjá LA Lakers, Doc Rivers hjá Boston og Pat Riley hjá Miami. "George Karl er í fyrsta sæti hjá mér, síðan Phil Jackson og loks Doc Rivers," sagði Payton. Ekki orð um Pat Riley. "Jú, ég vann reyndar titil undir hans stjórn en hann er samt ekki einn af mínum uppáhalds þjálfurum. Ég vil ekki fara nánar út í það, en ég set persónulegt samband mitt við þjálfarann í fyrsta sæti," sagði Payton. Payton náði í titilinn eftirsótta í MiamiNordicPhotos/GettyImages Ungu mennirnir kunna ekki að spila vörn Hann er ekki hrifinn af ungum leikmönnum sem eru að koma upp í deildinni í dag og segir þá gleyma því að það séu tvær hliðar á vellinum. "Menn spila ekki körfubolta í dag eins og þeir gerðu áður og leikurinn er orðinn allt of sóknarsinnaður. Þeir spila ekki vörn. Þegar ég var að spila var ég vanur að loka á besta sóknarmann andstæðinganna og skora 25 stig í leik. Ég sé engan mann gera þetta í dag. Bruce Bowen er góður varnarmaður, en hann er engin ógn í sóknarleiknum," sagði Gary Payton. Eftir langan og glæsilegan feril er Payton orðinn 21. stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi, er í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar, þriðja yfir stolna bolta og áttundi í leikjum spiluðum á ferlinum. Payton skoraði 16,3 stig að meðaltali í leik, gaf 6,7 stoðsendingar og stal 1,8 boltum. Hann var valinn varnarmaðuri ársins árið 1996 og var m.a. valinn í varnarúrval deildarinnar níu ár í röð.
NBA Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira