Gengi hlutabréfa hefur lækkað í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur lækkað mest, eða um 2,15 prósent. Ekkert félag hefur hins vegar hækkað á móti. Þá hefur gengi krónunnar sömuleiðis styrkst um tæp 1,8 prósent.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,16 prósent og stendur hún í 8.021 stigum.
Krónan hefur sömuleiðis styrkst um tæp 1,8 prósent það sem af er dags.