Halldór Ásgrímsson í ritdeilum í Danmörku 31. október 2007 15:24 Halldór Ásgrímsson, formaður Norrænu ráðherranefndarinnar. "Ég talaði fyrir því sem utanríkis- og forsætisráðherra Íslands að Ísland tæki skref í átt að ESB. Evrópskt samstarf er mikilvægt og það er samhljómur með Norðurlöndum og Evrópu. Það olli því vonbrigðum að lesa hvað Erik Boel formaður Evrópusamtakanna skrifar illa um Norðurlöndin til þess eins að upphefja ESB". Þetta segir Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar í athugasemd í danska dagblaðinu Jyllands-Posten. Athugasemdin er birt vegna ummæla Eriks Boel en Kristen Touborg fulltrúi í sendinefnd Dana í Norðurlandaráði hefur einnig séð ástæðu til að svara Boel undir yfirskriftinni "Stöðvum árlegt uppþot". Halldór Ásgrímsson skrifar: "Afrekaskráin er nefnilega löng. Í gær funduðu norrænu forsætisráðherrarnir og ræddu fjölmörg framfaramál. Forgangsverkefni verður að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem ákveðnar hafa verið til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem hnattvæðingin hefur í för með sér. Við ætlum að setja loftslagsmál, umhverfismál, orkumál, rannsóknir, menntun og nýsköpun í brennidepil og við ætlum að kynna Norðurlöndin á alþjóða vettvangi. Fyrsta hnattvæðingarráðstefnan verður haldin í apríl 2008 í Svíþjóð. NordForsk hefur þegar sett á stofn nokkur norræn öndvegissetur um rannsóknir. Enda þótt Erik Boel hafi ekki tekið eftir því, þá stundum við ýmsa starfsemi í öðrum ríkjum. Fimmtungi fjárlaga okkar, sem nema um 850 milljónum danskra króna, er varið til verkefna í Eystrasaltsríkjunum og Norðvestur-Rússlandi. Ný áætlun fyrir frjáls félagasamtök á Eystraltssvæðinu hefur eflt samstarf frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum, í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum, Norðvestur-Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Hvað varðar samstarfið við Framkvæmdastjórn ESB þá heldur Norræna ráðherranefndin áfram að styrkja um 550 unga námsmenn frá Hvíta-Rússlandi sem stunda nám í European Humanities University (EHU) - háskóla sem er í útlegð í Vilníus. Einnig eru ungir námsmenn frá Hvíta-Rússlandi sem stunda nám í Úkraníu styrktir til náms." Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
"Ég talaði fyrir því sem utanríkis- og forsætisráðherra Íslands að Ísland tæki skref í átt að ESB. Evrópskt samstarf er mikilvægt og það er samhljómur með Norðurlöndum og Evrópu. Það olli því vonbrigðum að lesa hvað Erik Boel formaður Evrópusamtakanna skrifar illa um Norðurlöndin til þess eins að upphefja ESB". Þetta segir Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar í athugasemd í danska dagblaðinu Jyllands-Posten. Athugasemdin er birt vegna ummæla Eriks Boel en Kristen Touborg fulltrúi í sendinefnd Dana í Norðurlandaráði hefur einnig séð ástæðu til að svara Boel undir yfirskriftinni "Stöðvum árlegt uppþot". Halldór Ásgrímsson skrifar: "Afrekaskráin er nefnilega löng. Í gær funduðu norrænu forsætisráðherrarnir og ræddu fjölmörg framfaramál. Forgangsverkefni verður að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem ákveðnar hafa verið til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem hnattvæðingin hefur í för með sér. Við ætlum að setja loftslagsmál, umhverfismál, orkumál, rannsóknir, menntun og nýsköpun í brennidepil og við ætlum að kynna Norðurlöndin á alþjóða vettvangi. Fyrsta hnattvæðingarráðstefnan verður haldin í apríl 2008 í Svíþjóð. NordForsk hefur þegar sett á stofn nokkur norræn öndvegissetur um rannsóknir. Enda þótt Erik Boel hafi ekki tekið eftir því, þá stundum við ýmsa starfsemi í öðrum ríkjum. Fimmtungi fjárlaga okkar, sem nema um 850 milljónum danskra króna, er varið til verkefna í Eystrasaltsríkjunum og Norðvestur-Rússlandi. Ný áætlun fyrir frjáls félagasamtök á Eystraltssvæðinu hefur eflt samstarf frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum, í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum, Norðvestur-Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Hvað varðar samstarfið við Framkvæmdastjórn ESB þá heldur Norræna ráðherranefndin áfram að styrkja um 550 unga námsmenn frá Hvíta-Rússlandi sem stunda nám í European Humanities University (EHU) - háskóla sem er í útlegð í Vilníus. Einnig eru ungir námsmenn frá Hvíta-Rússlandi sem stunda nám í Úkraníu styrktir til náms."
Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira