Loeb í forystu í Katalóníu

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur forystu þegar eknar hafa verið sex sérleiðir í Katalóníurallinu á Spáni. Loeb, sem stefnir á að finna fjórða heimsmeistaratitil sinn í röð, vann tvær af sex leiðum dagsins í dag og hefur rúmlega 11 sekúndna forskot á heimamanninn Dani Sordo. Finninn Marcus Grönholm er í þriðja sætinu.