Íhugar einkarekin fangelsi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 4. október 2007 18:45 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill kanna þann möguleika að einkaaðilar byggi og reki nýtt fangelsi. Björn flutti ávarp á Kvíabryggju í gær í tilefni af því að fangelsið þar hefur verið endurgert og stækkað. Í ávarpinu rifjaði hann upp að nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu hefði verið á döfinni í fjóra áratugi og verði ekki lengur við það unað að menn láti sér nægja að býsnast yfir gamla hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Svo sagði Björn að eðlilegt væri: að skoðað yrði til hlítar, hvort ríkið ætti sjálft að standa að byggingu og rekstri hins nýja fangelsis. Hann sagði jafnframt: ekki óeðlilegt, að þeirri spurningu sé velt fyrir sér, hvort stofna eigi með samningi til samstarfs við einkaaðila um byggingu og jafnvel rekstur fangelsa. Þegar fréttastofa hafði samband við ráðuneytið í dag og óskaði eftir viðtali við ráðherra um þessar hugmyndir vísaði hann - eins og oft áður - á heimasíðu sína. Guðmundur Gíslason forstöðumaður fangelsa á höfuðborgarsvæðinu skrifaði fyrir tveimur árum ítarlega grein um einkarekstur fangelsa út frá reynslu Englendinga af slíkum rekstri. Ríkisendurskoðunin enska taldi fyrir nokkrum árum að einkareksturinn hefði bætt ímynd og ástand í breskum fangelsismálum. Hins vegar var talinn misbrestur á öryggi einkareknu fangelsanna, starfsmannavelta væri meiri og hagræðing hefði falist í að fækka starfsfólki. Guðmundur kemst í grein sinni að þeirri niðurstöðu að einkarekstur fangelsa, eins og hann er í Bretlandi, samræmist illa íslensku starfsumhverfi. Fréttir Innlent Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill kanna þann möguleika að einkaaðilar byggi og reki nýtt fangelsi. Björn flutti ávarp á Kvíabryggju í gær í tilefni af því að fangelsið þar hefur verið endurgert og stækkað. Í ávarpinu rifjaði hann upp að nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu hefði verið á döfinni í fjóra áratugi og verði ekki lengur við það unað að menn láti sér nægja að býsnast yfir gamla hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Svo sagði Björn að eðlilegt væri: að skoðað yrði til hlítar, hvort ríkið ætti sjálft að standa að byggingu og rekstri hins nýja fangelsis. Hann sagði jafnframt: ekki óeðlilegt, að þeirri spurningu sé velt fyrir sér, hvort stofna eigi með samningi til samstarfs við einkaaðila um byggingu og jafnvel rekstur fangelsa. Þegar fréttastofa hafði samband við ráðuneytið í dag og óskaði eftir viðtali við ráðherra um þessar hugmyndir vísaði hann - eins og oft áður - á heimasíðu sína. Guðmundur Gíslason forstöðumaður fangelsa á höfuðborgarsvæðinu skrifaði fyrir tveimur árum ítarlega grein um einkarekstur fangelsa út frá reynslu Englendinga af slíkum rekstri. Ríkisendurskoðunin enska taldi fyrir nokkrum árum að einkareksturinn hefði bætt ímynd og ástand í breskum fangelsismálum. Hins vegar var talinn misbrestur á öryggi einkareknu fangelsanna, starfsmannavelta væri meiri og hagræðing hefði falist í að fækka starfsfólki. Guðmundur kemst í grein sinni að þeirri niðurstöðu að einkarekstur fangelsa, eins og hann er í Bretlandi, samræmist illa íslensku starfsumhverfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira