Gengi hlutabréfa tók sprettinn við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun og rauk Úrvalsvísitalan upp um 1,23 prósent. FL Group leiddi hækkanalestina en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 4,65 prósent. Þegar stundarfjórðungur var liðinn frá opnun Kauphallarinnar kom lækkanakippur sem olli því að bréf í Straumi tóku toppsætið af FL Group.
Gengi bréfa í Straumi hafa hækkað um tæp 2,9 prósent en FL Group um 2,7 prósent. Síðan þá hafa þau skipt nokkrum sinnum um fyrsta sætið.
Úrvalsvísitalan stendur í 8.365 stigum og hefur hækkað um 30,45 prósent frá áramótum.