Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni 18. september 2007 15:44 Fjárfestar bíða í ofvæni eftir því hvort Ben Bernanke og stjórn seðlabanka Bandaríkjanna ákveði að lækka stýrivexti vestanhafs síðar í dag. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við lokun Kauphallarinnar í dag. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en fjárfestar þykja stíga varlega til jarðar áður en greint verður frá því hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Bandaríkjunum um fimmleytið. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði langmest, eða um rúm fjögur prósent. Gengi landa Færeyinganna í Föroya banka lækkaði á móti mest, eða um 3,23 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,75 prósent og stendur hún í 7.641 stigum. Árshækkun hennar nemur 19,19 prósentum. Vísitölur hafa að sama skapi hækkað á meginlandi Evrópu í dag. FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkaði um heil 1,75 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkaði um 1,29 prósent og hin franska Cac-40 vísitalan hækkaði um 1,96 prósent. Þá hefur gengi hlutabréfa sömuleiðis hækkað nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir taugatitring upp á síðkastið en flestar vísitölur vestanhafs hafa hækkað um tæpt eitt prósent. Bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna greinir frá vaxtaákvörðun sinni um fimmleytið í dag. Fjárfestar eru þó ekki á einu máli um næstu skref stjórnarinnar. Almennt er gert ráð fyrir því að bankinn lækki stýrivexti um 25 punkta vegna óróleika á fjármálamörkuðum í kjölfar mikillar vanskilaaukningar á bandarískum fasteignalánamarkaði frá vordögum. Aðrir telja bankann þó geta lækkað vextina um allt að 50 punkta. Svo eru enn aðrir, sem telja að bankinn muni halda vöxtunum óbreyttum að sinni enda hafi Ben Bernanke, seðlabankastjóri, margoft sagt að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en vísbendingar komi í ljós að verðbólga sé að hjaðna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við lokun Kauphallarinnar í dag. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en fjárfestar þykja stíga varlega til jarðar áður en greint verður frá því hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Bandaríkjunum um fimmleytið. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði langmest, eða um rúm fjögur prósent. Gengi landa Færeyinganna í Föroya banka lækkaði á móti mest, eða um 3,23 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,75 prósent og stendur hún í 7.641 stigum. Árshækkun hennar nemur 19,19 prósentum. Vísitölur hafa að sama skapi hækkað á meginlandi Evrópu í dag. FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkaði um heil 1,75 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkaði um 1,29 prósent og hin franska Cac-40 vísitalan hækkaði um 1,96 prósent. Þá hefur gengi hlutabréfa sömuleiðis hækkað nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir taugatitring upp á síðkastið en flestar vísitölur vestanhafs hafa hækkað um tæpt eitt prósent. Bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna greinir frá vaxtaákvörðun sinni um fimmleytið í dag. Fjárfestar eru þó ekki á einu máli um næstu skref stjórnarinnar. Almennt er gert ráð fyrir því að bankinn lækki stýrivexti um 25 punkta vegna óróleika á fjármálamörkuðum í kjölfar mikillar vanskilaaukningar á bandarískum fasteignalánamarkaði frá vordögum. Aðrir telja bankann þó geta lækkað vextina um allt að 50 punkta. Svo eru enn aðrir, sem telja að bankinn muni halda vöxtunum óbreyttum að sinni enda hafi Ben Bernanke, seðlabankastjóri, margoft sagt að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en vísbendingar komi í ljós að verðbólga sé að hjaðna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira