Jafnlaunavottun úr sögunni? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 16. september 2007 18:30 Ákvörðun verður tekin í kvöld um það hvort ráðherraskipuð nefnd sem ætlað var að undirbúa jafnlaunavottun fyrirtækja, heldur áfram störfum. Fyrrverandi félagasmálaráðherra skipaði nefndina til að vinna gegn kynbundnum launamun, en hana vantar 75 milljónir til að ljúka verkinu. Tugir þúsunda kvenna streymdu í miðbæ Reykjavíkur á 30 ára afmæli Kvennafrídagsins fyrir tveimur árum þar sem meginkrafan var að útrýma kynbundnum launamun. Svar ríkisstjórnarinnar og framlag þennan dag var tilkynning þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, um gæðavottun jafnra launa. Rúmum mánuði síðar skipaði hann sex manna starfshóp sem átti að undirbúa málið og sagði hann þá að hópurinn myndi líklega ljúka störfum um vorið - þ.e. vorið 2006 og þá um sumarið skyldi fyrstu vottanirnar verða að veruleika. Enn hefur ekkert fyrirtæki fengið vottun. Kerfið var hugsað sem jákvæð hvatning til fyrirtækja, líkt og umhverfisvottanir, um að eyða hjá sér kynbundnum launamun. Í pistli í Fréttablaðinu í dag segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks að fregnir hafi borist af því að ríkisstjórnin hafi hætt við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra neitaði því í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að taka ákvörðun um það. En samkvæmt heimildum fréttastofu er verkefnið í uppnámi. Eftir ríkisstjórnarskiptin hafi dregist von úr viti að fá fé í framkvæmd verkefnisins þótt menn hafi í orði verið jákvæðir. Til að halda verkefninu til streitu þurfi 25 milljónir á ári næstu þrjú árin. Heimildir fréttastofu herma að þreyta sé í hópnum, menn séu ekki sáttir, enda búið að leggja í mikla vinnu en tregða stjórnvalda til að veita svör eftir ríkisstjórnarskiptin sýni að nánast einboðið sé að ljúka störfum. Hópurinn hittist á fundi í kvöld og þá verður ákveðið hvort hann dregur sig í hlé. Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Ákvörðun verður tekin í kvöld um það hvort ráðherraskipuð nefnd sem ætlað var að undirbúa jafnlaunavottun fyrirtækja, heldur áfram störfum. Fyrrverandi félagasmálaráðherra skipaði nefndina til að vinna gegn kynbundnum launamun, en hana vantar 75 milljónir til að ljúka verkinu. Tugir þúsunda kvenna streymdu í miðbæ Reykjavíkur á 30 ára afmæli Kvennafrídagsins fyrir tveimur árum þar sem meginkrafan var að útrýma kynbundnum launamun. Svar ríkisstjórnarinnar og framlag þennan dag var tilkynning þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, um gæðavottun jafnra launa. Rúmum mánuði síðar skipaði hann sex manna starfshóp sem átti að undirbúa málið og sagði hann þá að hópurinn myndi líklega ljúka störfum um vorið - þ.e. vorið 2006 og þá um sumarið skyldi fyrstu vottanirnar verða að veruleika. Enn hefur ekkert fyrirtæki fengið vottun. Kerfið var hugsað sem jákvæð hvatning til fyrirtækja, líkt og umhverfisvottanir, um að eyða hjá sér kynbundnum launamun. Í pistli í Fréttablaðinu í dag segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks að fregnir hafi borist af því að ríkisstjórnin hafi hætt við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra neitaði því í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að taka ákvörðun um það. En samkvæmt heimildum fréttastofu er verkefnið í uppnámi. Eftir ríkisstjórnarskiptin hafi dregist von úr viti að fá fé í framkvæmd verkefnisins þótt menn hafi í orði verið jákvæðir. Til að halda verkefninu til streitu þurfi 25 milljónir á ári næstu þrjú árin. Heimildir fréttastofu herma að þreyta sé í hópnum, menn séu ekki sáttir, enda búið að leggja í mikla vinnu en tregða stjórnvalda til að veita svör eftir ríkisstjórnarskiptin sýni að nánast einboðið sé að ljúka störfum. Hópurinn hittist á fundi í kvöld og þá verður ákveðið hvort hann dregur sig í hlé.
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira