Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á heildina litið í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan bætti við sig 0,08 prósentum. Gengi bréfa í Atorku hækkaði mest, eða um 2,86 prósent. Bréf í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest, eða um 2,34 prósent.
Gengi bréfa í fimm fyrirtækjum í Úrvalsvísitölunni hækkaði en gengi í sex lækkaði. Einungis gengi bréfa í Existu stóð óbreytt við lok viðskipta.
Úrvalsvísitalan stendur í 8.283 stigum og hefur hún hækkað um 29,22 prósent á árinu.