Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt kaup Straums-Burðarássá 50 prósenta hlut í tékkneska fjárfestingabankanum Wood & Company. Straumur keypti hlutinn í júní með kauprétt að eftirstandandi hlutum eigi síðar en árið 2011.
Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að kaupin séu meðal annars háð samþykki Seðlabanka Tékklands.
Þegar greint var frá viðskiptunum í júní var kaupverð ekki gefið.
Meðal viðskiptavina Wood & Company eru fjárfestar og fyrirtæki í Mið- og Austur-Evrópu. Þá hafa jafnframt alþjóðlegir stofnanafjárfestar og fjárfestingarbankar leitað til bankans til að öðlast aðgang að mörkuðum í Austur- og Mið-Evrópu. Bankinn hefur um þrjátíu prósenta markaðshlutdeild í kauphöllinni í Prag. Þá hefur það einnig aðild að kauphöllunum í Búdapest, Varsjá, Búkarest og Ljúblíana, sem og kauphöllum Austurríkis og Þýskalands.