Spá stýrivaxtalækkun í maí á næsta ári 31. ágúst 2007 14:03 Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Deildin telur lausafjárkrísu vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum hafa gengið yfir en spáir enn óstöðugleika á fjármálamarkaði og háu áhættuálagi. Mynd/E.Ól. Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári. Undirmálslán sem þessi voru veitt einstaklingum í Bandaríkjunum með litla greiðslugetu og lágar tekjur og urðu mikil vanskil á þeim til þess að samdráttur varð á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum. Áhrifin hafa leitt til lausafjárkrísu hjá fjármálafyrirtækjum víða um heim og talsverðra hræringa á fjármálamörkuðum síðan stuttu eftir miðjan júlí. Greiningardeildin segir að markaðir með hlutabréf og gjaldeyri hafi orðið fyrir mestum áhrifum af krísunni hérlendis og virðist sem fylgni á milli þeirra hafi farið vaxandi. Deildin gerir engu að síður ráð fyrir því að gengi krónu haldist tiltölulega sterkt þrátt fyrir ókyrrð að undanförnu auk þess sem spá bankans um gengi hlutabréfa frá í júlí haldist óbreytt. „Þegar svo snögg og áberandi gengislækkun á sér stað leiðir það iðulega til verðhækkunarskriðu hérlendis, þegar bæði birgjar og verslanir velta ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Á móti kemur að horfur á fasteignamarkaði hafa versnað. Af þeim sökum telur Greiningardeildar að verðbólguhorfur hafi versnað til skamms tíma en eilítið batnað þegar litið er lengra fram á veginn," segir í spá greiningardeildarinnar. Þá er mat greiningardeildarinnar að Seðlabanki Íslands þurfi að uppfæra spár sínar fyrir bæði hagvöxt og verðbólgu til hækkunar. Deildin býst ekki við vaxtahækkun af þessum sökum en þess í stað muni vaxtalækkunarferlinu verða skotið enn lengur á frest, eða fram í maí á næsta ári. <a href="http://www.kaupthing.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=11507" target="new_">Áhrif undirmálslánakrísunnar á Íslandi</a> Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári. Undirmálslán sem þessi voru veitt einstaklingum í Bandaríkjunum með litla greiðslugetu og lágar tekjur og urðu mikil vanskil á þeim til þess að samdráttur varð á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum. Áhrifin hafa leitt til lausafjárkrísu hjá fjármálafyrirtækjum víða um heim og talsverðra hræringa á fjármálamörkuðum síðan stuttu eftir miðjan júlí. Greiningardeildin segir að markaðir með hlutabréf og gjaldeyri hafi orðið fyrir mestum áhrifum af krísunni hérlendis og virðist sem fylgni á milli þeirra hafi farið vaxandi. Deildin gerir engu að síður ráð fyrir því að gengi krónu haldist tiltölulega sterkt þrátt fyrir ókyrrð að undanförnu auk þess sem spá bankans um gengi hlutabréfa frá í júlí haldist óbreytt. „Þegar svo snögg og áberandi gengislækkun á sér stað leiðir það iðulega til verðhækkunarskriðu hérlendis, þegar bæði birgjar og verslanir velta ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Á móti kemur að horfur á fasteignamarkaði hafa versnað. Af þeim sökum telur Greiningardeildar að verðbólguhorfur hafi versnað til skamms tíma en eilítið batnað þegar litið er lengra fram á veginn," segir í spá greiningardeildarinnar. Þá er mat greiningardeildarinnar að Seðlabanki Íslands þurfi að uppfæra spár sínar fyrir bæði hagvöxt og verðbólgu til hækkunar. Deildin býst ekki við vaxtahækkun af þessum sökum en þess í stað muni vaxtalækkunarferlinu verða skotið enn lengur á frest, eða fram í maí á næsta ári. <a href="http://www.kaupthing.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=11507" target="new_">Áhrif undirmálslánakrísunnar á Íslandi</a>
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira