Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Flögu lækkaði mest, eða um rúm fjögur prósent. Einungis gengi bréfa í Marel og Atorku hækkaði en gengi annarra félaga ýmist lækkaði eða stóð í stað. Gengi Úrvalsvísitölunnar lækkaði 1,61 prósent og stendur hún í 8.171 stigi.
Þá lækkaði gengi bréfa í allra fjármálafyrirtækja.
Úrvalsvísitalan hækkað um 27,47 prósent það sem af er árs.