Skorast ekki undan friðargæslu í Súdan Guðjón Helgason skrifar 24. ágúst 2007 19:00 Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun. Uppreisnarmenn svartra Afríkubúa hafa barist við vígasveitir Araba í Darfúr-héraði síðan 2003. Síðarnefndi hópurinn nýtur stuðnings stjórnvalda í Khartoum, höfuðborg Súdans. Ráðamenn þar eru sagðir horfa framhjá eða styðja voðaverk vígasveitanna sem sögð eru stríðsglæpir. Sameinuðu þjóðirnar hafa þó ekki viljað ganga svo langt að tala um þjóðarmorð. Talið er að um tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum í héraðinu síðan 2003 og tvær milljónir manna vergangi. Þessu neita ráðamenn í Súdan og segja um níu þúsund manns hafa fallið í átökum. Alþjóðsamfélagið hefur hægt og sígandi átta sig á umfangi málsins. Ástandið var til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Åbo í Finnlandi í síðustu viku. Þar tilkynntu ráðherrar Svíþjóðar og Noregs að ríkin tvö ætluðu að senda herlið á átakasvæðin til að ganga á milli fylkinganna. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir Íslendinga ekki skorast undan ábyrgð við friðargæslu í Darfúr. Hlutverk íslensku friðargæslunnar sé þó ekki skilgreint þanngi að liðsmenn gangi milli fylkinga - enda íslenskir friðargæsluliðar ekki hermenn. Íslendingar geti hins vegar tekið þátt í friðaruppbyggingu á seinni stigum. Ekki verði skorast undan þeirri ábyrgð þegar og ef hernaðarátökum lýkur. Alls óvíst er hvenær hægt verður að binda enda á átök í héraðinu. Mannréttindasatmökin Amnesty International segjast hafa ljósmyndir sem sýni að stjórnvöld í Súdan sendi bandamönnum sínum í Darfúr vopn þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna á flutning vopna þangað. Sendiherra Súdana í Lundúnum neitar því, segir myndirnar grunsamlegar og ætlað að villa um fyrir alþjóðasamfélaginu. Í morgun var svo æðsti sendifulltrúi Kanadamanna í landinu sendur heim og einnig sendifulltrúi Evrópusambandsins vegna afskipta af málefnum ríkisins eins og það var orðað. Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun. Uppreisnarmenn svartra Afríkubúa hafa barist við vígasveitir Araba í Darfúr-héraði síðan 2003. Síðarnefndi hópurinn nýtur stuðnings stjórnvalda í Khartoum, höfuðborg Súdans. Ráðamenn þar eru sagðir horfa framhjá eða styðja voðaverk vígasveitanna sem sögð eru stríðsglæpir. Sameinuðu þjóðirnar hafa þó ekki viljað ganga svo langt að tala um þjóðarmorð. Talið er að um tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum í héraðinu síðan 2003 og tvær milljónir manna vergangi. Þessu neita ráðamenn í Súdan og segja um níu þúsund manns hafa fallið í átökum. Alþjóðsamfélagið hefur hægt og sígandi átta sig á umfangi málsins. Ástandið var til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Åbo í Finnlandi í síðustu viku. Þar tilkynntu ráðherrar Svíþjóðar og Noregs að ríkin tvö ætluðu að senda herlið á átakasvæðin til að ganga á milli fylkinganna. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir Íslendinga ekki skorast undan ábyrgð við friðargæslu í Darfúr. Hlutverk íslensku friðargæslunnar sé þó ekki skilgreint þanngi að liðsmenn gangi milli fylkinga - enda íslenskir friðargæsluliðar ekki hermenn. Íslendingar geti hins vegar tekið þátt í friðaruppbyggingu á seinni stigum. Ekki verði skorast undan þeirri ábyrgð þegar og ef hernaðarátökum lýkur. Alls óvíst er hvenær hægt verður að binda enda á átök í héraðinu. Mannréttindasatmökin Amnesty International segjast hafa ljósmyndir sem sýni að stjórnvöld í Súdan sendi bandamönnum sínum í Darfúr vopn þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna á flutning vopna þangað. Sendiherra Súdana í Lundúnum neitar því, segir myndirnar grunsamlegar og ætlað að villa um fyrir alþjóðasamfélaginu. Í morgun var svo æðsti sendifulltrúi Kanadamanna í landinu sendur heim og einnig sendifulltrúi Evrópusambandsins vegna afskipta af málefnum ríkisins eins og það var orðað.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira