Læknalaust víða á landinu vegna manneklu Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 20. ágúst 2007 18:39 Erfitt hefur reynst að manna sumarafleysingar lækna í Rangárvallasýslu í sumar og hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli á tímum í sumar. Á Hellu hefur verið læknalaust stóran part sumars þegar tugir þúsundir ferðamanna bætast við íbúafjölda í héraðinu. Um fjögur þúsund manns búa í Rangárvallasýslu sem spannar frá Þjórsá til Skóga. Á svæðinu eru nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, eins og Þórsmörk, Landmannalaugar og Galtalækjaskógur. Ferðamenn skipta ekki þúsundum á sumrin, heldur tugum þúsunda og eykur það mjög álag á læknaþjónustu. Þrjár læknastöður eru í Rangárvallasýslu. Á tímabilum í sumar hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli, en á Hellu hefur verið læknalaust. Guðmundur Benediktsson yfirlæknir Heilsugæslunnar á Hvolsvelli segir tölfræði og aðsókartölur sýna mikla aukningu á sumrin. Auk þess að sinna venjubundnum störfum í tengslum við íbúana bætist ferðamennirnir við. Hann segir þetta endurspegla það ástand sem er víða úti á landi, menn eigi rétt á sumarfríjum og mjög erfitt sé að fá færa eða útskrifaða menn til að taka sumarafleysingarnar. Matthías Halldórsson landlæknir segir að erfitt að mæta þessum álagstímum og ekki sé auðvelt að leysa þessi mál þar sem vanti fólk til að ganga inn í störfin. Sama ástand skapist meðal annars á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Á sumum stöðum úti á landi hafi verið auglýst eftir læknum í útlöndum, en auðvitað sé betra að þeir tali íslensku. Guðmundur segir að ekki sé slegið af þjónustunni, engir biðlistar séu og læknum beri auk þess skylda til að sinna bráðaþjónustu. Langvarandi mannekla og álag geti hins vegar orðið til þess að menn þreytist, og þannig aukist hætta á mistökum. Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Erfitt hefur reynst að manna sumarafleysingar lækna í Rangárvallasýslu í sumar og hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli á tímum í sumar. Á Hellu hefur verið læknalaust stóran part sumars þegar tugir þúsundir ferðamanna bætast við íbúafjölda í héraðinu. Um fjögur þúsund manns búa í Rangárvallasýslu sem spannar frá Þjórsá til Skóga. Á svæðinu eru nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, eins og Þórsmörk, Landmannalaugar og Galtalækjaskógur. Ferðamenn skipta ekki þúsundum á sumrin, heldur tugum þúsunda og eykur það mjög álag á læknaþjónustu. Þrjár læknastöður eru í Rangárvallasýslu. Á tímabilum í sumar hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli, en á Hellu hefur verið læknalaust. Guðmundur Benediktsson yfirlæknir Heilsugæslunnar á Hvolsvelli segir tölfræði og aðsókartölur sýna mikla aukningu á sumrin. Auk þess að sinna venjubundnum störfum í tengslum við íbúana bætist ferðamennirnir við. Hann segir þetta endurspegla það ástand sem er víða úti á landi, menn eigi rétt á sumarfríjum og mjög erfitt sé að fá færa eða útskrifaða menn til að taka sumarafleysingarnar. Matthías Halldórsson landlæknir segir að erfitt að mæta þessum álagstímum og ekki sé auðvelt að leysa þessi mál þar sem vanti fólk til að ganga inn í störfin. Sama ástand skapist meðal annars á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Á sumum stöðum úti á landi hafi verið auglýst eftir læknum í útlöndum, en auðvitað sé betra að þeir tali íslensku. Guðmundur segir að ekki sé slegið af þjónustunni, engir biðlistar séu og læknum beri auk þess skylda til að sinna bráðaþjónustu. Langvarandi mannekla og álag geti hins vegar orðið til þess að menn þreytist, og þannig aukist hætta á mistökum.
Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira