Viðskipti innlent

Novator selur BTC fyrir 127 milljarða króna

Björgólfur Thor Björgólfsson. Félag í eigu hans hefur lokið við sölu á 90 prósenta hlut sínum í búlgarska landssímanum.
Björgólfur Thor Björgólfsson. Félag í eigu hans hefur lokið við sölu á 90 prósenta hlut sínum í búlgarska landssímanum.

Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lokið við sölu á 90 prósenta hlut sínum í búlgarska landssímanum, BTC, til bandaríska fjármálafyrirtækisins AIG Global Investment Group. Söluandvirði nemur 1,4 milljörðum evra, jafnvirði 127 milljörðum íslenskra króna.

Ákveðið var að selja hlutinn til AIG í byrjun maí en um var að ræða stærstu skuldsettu yfirtökuna í Mið- og Austur-Evrópu fram til þessa. Viðskiptunum lauk í morgun og fóru þau fram í gegnum Kauphöllina í Búlgaríu, að því er segir í tilkynningu. Félagið verður í kjölfarið skráð af markaði þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×